Sláandi myndband frá slysstaðnum í gær Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2017 17:00 Einn fórst og má telja mildi að enn verr hafi ekki farið í Kirkjufjöru, Reynisfjöru og Víkurfjöru í gær þegar ferðamenn komust í lífsháska. Íbúi í Vík í Mýrdal hefur birt myndband úr Kirkjufjöru í gær, sama stað og erlendan ferðamann tók út með briminu í gær, þar sem sjá má lítið barn á leik í afar háu brimi. Myndbandið var tekið aðeins einni til tveimur klukkustundum eftir að þýsku konuna tók út. Ítarlega hefur verið fjallað um þýska móður sem lenti í briminu við Dyrhólaey í gær ásamt fjölskyldu sinni. Faðirinn og tvö börn, annað uppkomið en hitt á táningsaldri, náðu að komast í land en konan fannst þar sem hana rak á land um klukkustund síðar. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og var hún úrskurðuð látin í kjölfarið.Um er að ræða þriðja banaslysið á áratug í fjörunni en í öllum tilfellum hafa erlendir ferðamenn látist.Bjargað á seinustu stunduVísir fjallaði í gær um ungt barn frá Austurlöndum sem var hætt komið við stuðlabergið í Reynisfjöru. Leiðsögumaðurinn Hugi R. Ingibjartsson hafði nokkrum mínútum fyrr verið í beinni útsendingu á Facebook og myndað konu með börn sín tvö. Rétt eftir að hann lauk upptöku sá hann hvar fullorðinn maður náði á síðustu stundu að grípa í handlegg unga barnsins þar sem það var hætt komið í ölduganginum.Líklega var þar á ferðinni Ívar Guðnason, björgunarsveitarmaður hjá Víkverja, sem hafði varað föðurinn við öldunum áður en þær náðu til dætra hans. RÚV ræddi við Ívar í gær sem fór á bólakaf í sjónum við björgunaraðgerðirnar.Móðir Ívars, sem rekur Svörtu Perluna í Reynisfjöru, kom sömuleiðis fullorðinni konu til bjargar í fjörunni í gær en konan var hætt komin. Vera má að enn fleiri tilvik hafi komið upp í fjörunni í gærdag en þetta eru þau sem fréttastofa hefur upplýsingar um. Alla jafna er engin vakt með fólki í fjörunni. Hætti upptöku af ótta við slysÞórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal, var við Dyrhólaey í gær, rétt austan við Kirkjufjöru. Þar náði hann myndbandi af fjölskyldu í fjörunni þar sem eitt barn var sannarlega hætt komið. Svo hætt komið að Þórir hætti upptöku því hann ætlaði að stökkva til og reyna að koma barninu til bjargar.„Ég var að leggja af stað en þá stökk pabbinn til. Hann fattaði loksins að það væri ekki allt í góðu lagi,“ segir Þórir í samtali við Vísi.Kirkjufjöru hefur verið lokað eins og Vísir greindi frá í dag en þar er þó ekkert eftirlit með mannaferðum. Fjallað var ítarlega um stöðu mála í Kirkjufjöru og Reynisfjöru í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Einn fórst og má telja mildi að enn verr hafi ekki farið í Kirkjufjöru, Reynisfjöru og Víkurfjöru í gær þegar ferðamenn komust í lífsháska. Íbúi í Vík í Mýrdal hefur birt myndband úr Kirkjufjöru í gær, sama stað og erlendan ferðamann tók út með briminu í gær, þar sem sjá má lítið barn á leik í afar háu brimi. Myndbandið var tekið aðeins einni til tveimur klukkustundum eftir að þýsku konuna tók út. Ítarlega hefur verið fjallað um þýska móður sem lenti í briminu við Dyrhólaey í gær ásamt fjölskyldu sinni. Faðirinn og tvö börn, annað uppkomið en hitt á táningsaldri, náðu að komast í land en konan fannst þar sem hana rak á land um klukkustund síðar. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og var hún úrskurðuð látin í kjölfarið.Um er að ræða þriðja banaslysið á áratug í fjörunni en í öllum tilfellum hafa erlendir ferðamenn látist.Bjargað á seinustu stunduVísir fjallaði í gær um ungt barn frá Austurlöndum sem var hætt komið við stuðlabergið í Reynisfjöru. Leiðsögumaðurinn Hugi R. Ingibjartsson hafði nokkrum mínútum fyrr verið í beinni útsendingu á Facebook og myndað konu með börn sín tvö. Rétt eftir að hann lauk upptöku sá hann hvar fullorðinn maður náði á síðustu stundu að grípa í handlegg unga barnsins þar sem það var hætt komið í ölduganginum.Líklega var þar á ferðinni Ívar Guðnason, björgunarsveitarmaður hjá Víkverja, sem hafði varað föðurinn við öldunum áður en þær náðu til dætra hans. RÚV ræddi við Ívar í gær sem fór á bólakaf í sjónum við björgunaraðgerðirnar.Móðir Ívars, sem rekur Svörtu Perluna í Reynisfjöru, kom sömuleiðis fullorðinni konu til bjargar í fjörunni í gær en konan var hætt komin. Vera má að enn fleiri tilvik hafi komið upp í fjörunni í gærdag en þetta eru þau sem fréttastofa hefur upplýsingar um. Alla jafna er engin vakt með fólki í fjörunni. Hætti upptöku af ótta við slysÞórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal, var við Dyrhólaey í gær, rétt austan við Kirkjufjöru. Þar náði hann myndbandi af fjölskyldu í fjörunni þar sem eitt barn var sannarlega hætt komið. Svo hætt komið að Þórir hætti upptöku því hann ætlaði að stökkva til og reyna að koma barninu til bjargar.„Ég var að leggja af stað en þá stökk pabbinn til. Hann fattaði loksins að það væri ekki allt í góðu lagi,“ segir Þórir í samtali við Vísi.Kirkjufjöru hefur verið lokað eins og Vísir greindi frá í dag en þar er þó ekkert eftirlit með mannaferðum. Fjallað var ítarlega um stöðu mála í Kirkjufjöru og Reynisfjöru í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47
Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30
Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46