Er íslenska óþörf? Linda Markúsdóttir skrifar 10. janúar 2017 07:00 Ég lifi og hrærist í vernduðu málaumhverfi. Fólkið sem ég umgengst hefur að miklu leyti sömu lífssýn, sömu gildi og sömu skoðun á mikilvægi íslenskrar tungu og ég sjálf. Nýlega steig ég út úr þessu verndaða umhverfi og sótti námskeið ásamt fólki alls staðar að úr atvinnulífinu. Þar heyrði ég álengdar í jakkafataklæddum menntamanni sem var á að giska á milli fertugs og fimmtugs. Hann hélt því blákalt fram að íslenska sem tungumál væri óþörf og í tæknigeiranum væri hún hreinlega fyrir. Hann klykkti að lokum út með setningu sem er nú brennimerkt í huga mér: „Við hættum ekkert að vera Íslendingar þótt við tölum ekki íslensku.“ Hvenær hættum við þá að vera Íslendingar? Þegar við hættum að eyða um efni fram? Þegar við hættum að standa í ógnarlöngum röðum eftir hillum, vösum og kleinuhringjum? Trúið mér, ég hef reynt en fæ ekki skilið að nokkur maður geti verið á þessari skoðun. Skilgreinum við ekki þjóðerni okkar út frá ætterni, sögu og tungumálinu? Við erum agnarsmá þjóð, einn óstöndugur strákofi í alheimsþorpinu og ef tungumálið er tekið af okkur verður þess ekki langt að bíða að enskumælandi menningarheimur kokgleypi okkur. Viðhorf mannsins sem ég lýsi hér að ofan er sérstaklega hættulegt í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku samfélagi. Sambland af raddstýrðum tækninýjungum, auknu aðgengi barna og unglinga að ýmiss konar nettengdum tækjum og vaxandi straumur erlendra ferðamanna hingað til lands setur íslenskuna í raunverulega og óumdeilanlega hættu. Erlendir ferðamenn eru þjóðarbúinu nauðsynlegir og ég geri mér grein fyrir því að ekki sé gerlegt að brenna Internetið á báli og snúa aftur til tíma húslestra og munnmælasagna. En hvað er þá til ráða?1. Styðja við íslenska máltækni með ráðum og dáð en máltækni má skilgreina sem hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang. Líkt og ég og margir aðrir hafa komið inn á áður mun íslenskan ekki lifa það af ef ekki verður hægt að nota hana til raddstýringar. Ágæti, verðandi fjármálaráðherra (sem ég geri eðlilega ráð fyrir því að lesi þennan pistil af mikilli athygli): Hér þarf peninga og nóg af þeim. Með því að styðja við bakið á íslenskri máltækni og ljúka við byggingu húss íslenskra fræða gefa stjórnvöld það út að menning okkar og tungumál skipti máli og séu þess verð að fjárfesta í.2. Erlendir ferðamenn skilja ekki íslensku og því verður að koma til móts við þá. Það má þó ekki gleyma þeim rétti fólks til að geta notað móðurmál sitt á öllum stigum þjóðfélagsins. Matseðlar, skilti og vefsíður allra íslenskra fyrirtækja ættu því undantekningalaust að vera á bæði íslensku og ensku. Jafnframt er það óhæft að ekki sé hægt að fá þjónustu á vissum stöðum innan þjónustugeirans hér á Íslandi nema á ensku og á því þarf að ráða bót.3. Leggja áherslu á vandaðar og góðar þýðingar. Netflix, YouTube og erlendir tölvuleikir eru meðal þess sem ekki verður ráðið við en það er ýmislegt annað til sem má þýða og hefur verið gert í gegnum tíðina með miklum ágætum.4. Tala við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera eins og við getum til að þau heyri og sjái mikið af vandaðri íslensku. Jafnframt þarf að styðja við þau börn sem af ýmsum ástæðum fá ekki ákjósanlegt málauppeldi, bæta íslenskukennslu og auðvelda aðgengi að talmeinafræðingum og öðrum sérfræðingum máls og læsis. Þessi fyrrnefndu börn ættu að fá sérstakt utanumhald, málörvunarhópar ættu að vera starfræktir á öllum skólastigum og stofna ætti sérstaka samræðuhópa fyrir þau börn sem af einhverjum ástæðum eru í hættu á að einangrast.5. Til eru snjalltæki sem skilja íslensku og eru með íslenskan hugbúnað. Því væri mikið heillaskref að skipta vörum frá Apple (spjaldtölvum og símum til dæmis) út fyrir tæki með annað stýrikerfi. Mörgum finnst ýmist óþægilegt eða asnalegt að hafa nettengdu tækin sín á íslensku en það er einkum vegna þess að þeir hafa vanið sig á enskuna og kannast jafnvel ekki við íslensku orðin yfir sumt af því sem er að finna í tækjunum þeirra. Ef börn hafa íslensku fyrir augunum í tækjunum strax frá upphafi hafa þau einskis að sakna. Mikilvægast af öllu er þó að við berum virðingu fyrir málinu. Virðingar- og afskiptaleysi gagnvart íslenskunni mun að endingu gera út af við hana því enginn berst fyrir einhverju sem honum stendur á sama um. Það fer enginn á mótmæli með skilti sem á stendur: „Hvaða læti eru þetta eiginlega?“ Mér er annt um málið mitt og mun rífa íslenskan kjaft eins lengi og þurfa þykir. Hvað með þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Netflix Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég lifi og hrærist í vernduðu málaumhverfi. Fólkið sem ég umgengst hefur að miklu leyti sömu lífssýn, sömu gildi og sömu skoðun á mikilvægi íslenskrar tungu og ég sjálf. Nýlega steig ég út úr þessu verndaða umhverfi og sótti námskeið ásamt fólki alls staðar að úr atvinnulífinu. Þar heyrði ég álengdar í jakkafataklæddum menntamanni sem var á að giska á milli fertugs og fimmtugs. Hann hélt því blákalt fram að íslenska sem tungumál væri óþörf og í tæknigeiranum væri hún hreinlega fyrir. Hann klykkti að lokum út með setningu sem er nú brennimerkt í huga mér: „Við hættum ekkert að vera Íslendingar þótt við tölum ekki íslensku.“ Hvenær hættum við þá að vera Íslendingar? Þegar við hættum að eyða um efni fram? Þegar við hættum að standa í ógnarlöngum röðum eftir hillum, vösum og kleinuhringjum? Trúið mér, ég hef reynt en fæ ekki skilið að nokkur maður geti verið á þessari skoðun. Skilgreinum við ekki þjóðerni okkar út frá ætterni, sögu og tungumálinu? Við erum agnarsmá þjóð, einn óstöndugur strákofi í alheimsþorpinu og ef tungumálið er tekið af okkur verður þess ekki langt að bíða að enskumælandi menningarheimur kokgleypi okkur. Viðhorf mannsins sem ég lýsi hér að ofan er sérstaklega hættulegt í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku samfélagi. Sambland af raddstýrðum tækninýjungum, auknu aðgengi barna og unglinga að ýmiss konar nettengdum tækjum og vaxandi straumur erlendra ferðamanna hingað til lands setur íslenskuna í raunverulega og óumdeilanlega hættu. Erlendir ferðamenn eru þjóðarbúinu nauðsynlegir og ég geri mér grein fyrir því að ekki sé gerlegt að brenna Internetið á báli og snúa aftur til tíma húslestra og munnmælasagna. En hvað er þá til ráða?1. Styðja við íslenska máltækni með ráðum og dáð en máltækni má skilgreina sem hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang. Líkt og ég og margir aðrir hafa komið inn á áður mun íslenskan ekki lifa það af ef ekki verður hægt að nota hana til raddstýringar. Ágæti, verðandi fjármálaráðherra (sem ég geri eðlilega ráð fyrir því að lesi þennan pistil af mikilli athygli): Hér þarf peninga og nóg af þeim. Með því að styðja við bakið á íslenskri máltækni og ljúka við byggingu húss íslenskra fræða gefa stjórnvöld það út að menning okkar og tungumál skipti máli og séu þess verð að fjárfesta í.2. Erlendir ferðamenn skilja ekki íslensku og því verður að koma til móts við þá. Það má þó ekki gleyma þeim rétti fólks til að geta notað móðurmál sitt á öllum stigum þjóðfélagsins. Matseðlar, skilti og vefsíður allra íslenskra fyrirtækja ættu því undantekningalaust að vera á bæði íslensku og ensku. Jafnframt er það óhæft að ekki sé hægt að fá þjónustu á vissum stöðum innan þjónustugeirans hér á Íslandi nema á ensku og á því þarf að ráða bót.3. Leggja áherslu á vandaðar og góðar þýðingar. Netflix, YouTube og erlendir tölvuleikir eru meðal þess sem ekki verður ráðið við en það er ýmislegt annað til sem má þýða og hefur verið gert í gegnum tíðina með miklum ágætum.4. Tala við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera eins og við getum til að þau heyri og sjái mikið af vandaðri íslensku. Jafnframt þarf að styðja við þau börn sem af ýmsum ástæðum fá ekki ákjósanlegt málauppeldi, bæta íslenskukennslu og auðvelda aðgengi að talmeinafræðingum og öðrum sérfræðingum máls og læsis. Þessi fyrrnefndu börn ættu að fá sérstakt utanumhald, málörvunarhópar ættu að vera starfræktir á öllum skólastigum og stofna ætti sérstaka samræðuhópa fyrir þau börn sem af einhverjum ástæðum eru í hættu á að einangrast.5. Til eru snjalltæki sem skilja íslensku og eru með íslenskan hugbúnað. Því væri mikið heillaskref að skipta vörum frá Apple (spjaldtölvum og símum til dæmis) út fyrir tæki með annað stýrikerfi. Mörgum finnst ýmist óþægilegt eða asnalegt að hafa nettengdu tækin sín á íslensku en það er einkum vegna þess að þeir hafa vanið sig á enskuna og kannast jafnvel ekki við íslensku orðin yfir sumt af því sem er að finna í tækjunum þeirra. Ef börn hafa íslensku fyrir augunum í tækjunum strax frá upphafi hafa þau einskis að sakna. Mikilvægast af öllu er þó að við berum virðingu fyrir málinu. Virðingar- og afskiptaleysi gagnvart íslenskunni mun að endingu gera út af við hana því enginn berst fyrir einhverju sem honum stendur á sama um. Það fer enginn á mótmæli með skilti sem á stendur: „Hvaða læti eru þetta eiginlega?“ Mér er annt um málið mitt og mun rífa íslenskan kjaft eins lengi og þurfa þykir. Hvað með þig?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun