Stefnir í einn áhugaverðasta Óskar síðustu ára Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. janúar 2017 10:30 Nú fer að styttast í Óskarinn, virtustu verðlaunin í heimi kvikmyndanna, og hátíðin í ár stefnir í að vera nokkuð spennandi. NORDICPHOTOS/GETTY Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna eru nú orðnar opinberar og þar er ýmislegt að frétta eins og yfirleitt. Ótvíræður „sigurvegari“ er söngleikurinn La La Land með Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum, en einhvern veginn kemur það nú ekki mikið á óvart þó að fjöldi tilnefninga sé kannski svolítið rosalegur – en myndin hlaut alls fjórtán tilnefningar og jafnar þar með sjálfa Titanic. Annað sem er tengdara okkur Íslendingum er að tónlistin úr myndinni Arrival er ekki tilnefnd til Óskarsins. Ástæðan er sú að tónverkið On the Nature of Daylight eftir Max Richter var notað á nokkrum stöðum í myndinni og taldi Akademían að það myndi hafa áhrif á það hvernig tónverk Jóhanns Jóhannssonar yrði dæmt. Ótrúlega svekkjandi enda tónsporið í Arrival algjörlega frábært.Mikill fjöldi mynda sem eru ekki framleiddar af stóru Hollywood-stúdíóunum er líka athyglisverður. Af þeim níu myndum sem keppa um titilinn besta myndin, eru heilar fimm framleiddar annars staðar. Þetta eru myndirnar Arrival, Manchester by sea, Lion, Hell or high water og Hacksaw ridge. Talandi um Hacksaw ridge – þá er leikstjóri hennar Mel nokkur Gibson sem hefur nú ekki verið vinsæll í bransanum síðustu árin, en hann hefur verið vægast sagt erfiður náungi, þá sérstaklega þegar hann níddi gyðinga árið 2006. En í ár er hann tilnefndur sem besti leikstjórinn öllum að óvörum og kannski má líta á það sem lok tíu ára útlegðar hans?Það sem eru samt stærstu jákvæðu fréttirnar og það áhugaverðasta við tilnefningar ársins er að sex svartir leikarar eru tilnefndir og auk þess eru þrjár myndir sem fjalla á einhvern hátt um líf og reynslu svartra tilnefndar sem besta myndin. Þetta eru myndirnar Moonlight, Fences og Hidden figures. Sú síðastnefnda er sönn saga þriggja kvenna sem sinntu útreikningum fyrir NASA á tímum geimkapphlaupsins, Fences er fjölskyldudrama sem gerist á sjötta áratugnum og fjallar um brostna drauma og síðan er það Moonlight þar sem fylgst er með lífi samkynhneigðs manns í Miami frá æsku til fullorðinsára. Í Moonlight er tekið á ýmsum áhugaverðum málefnum; lífi svartra í Bandaríkjunum, samkynhneigð í kúltúr fátækrahverfa og mismunun. Það er áhugavert og gleðilegt að líf minnihlutahópa sé að koma sterkt inn á Óskarinn í ár. Síðustu tvö ár fór ekki mikið fyrir þeim á verðlaunahátíðinni og kassamerkið #OscarsSoWhite var vinsælt á samfélagsmiðlum á sama tíma. Vonum að um breytta stefnu sé að ræða en ekki bara einhvers konar friðþægingu hjá hinni stundum frekar duttlungafullu Óskarsakademíu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna eru nú orðnar opinberar og þar er ýmislegt að frétta eins og yfirleitt. Ótvíræður „sigurvegari“ er söngleikurinn La La Land með Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum, en einhvern veginn kemur það nú ekki mikið á óvart þó að fjöldi tilnefninga sé kannski svolítið rosalegur – en myndin hlaut alls fjórtán tilnefningar og jafnar þar með sjálfa Titanic. Annað sem er tengdara okkur Íslendingum er að tónlistin úr myndinni Arrival er ekki tilnefnd til Óskarsins. Ástæðan er sú að tónverkið On the Nature of Daylight eftir Max Richter var notað á nokkrum stöðum í myndinni og taldi Akademían að það myndi hafa áhrif á það hvernig tónverk Jóhanns Jóhannssonar yrði dæmt. Ótrúlega svekkjandi enda tónsporið í Arrival algjörlega frábært.Mikill fjöldi mynda sem eru ekki framleiddar af stóru Hollywood-stúdíóunum er líka athyglisverður. Af þeim níu myndum sem keppa um titilinn besta myndin, eru heilar fimm framleiddar annars staðar. Þetta eru myndirnar Arrival, Manchester by sea, Lion, Hell or high water og Hacksaw ridge. Talandi um Hacksaw ridge – þá er leikstjóri hennar Mel nokkur Gibson sem hefur nú ekki verið vinsæll í bransanum síðustu árin, en hann hefur verið vægast sagt erfiður náungi, þá sérstaklega þegar hann níddi gyðinga árið 2006. En í ár er hann tilnefndur sem besti leikstjórinn öllum að óvörum og kannski má líta á það sem lok tíu ára útlegðar hans?Það sem eru samt stærstu jákvæðu fréttirnar og það áhugaverðasta við tilnefningar ársins er að sex svartir leikarar eru tilnefndir og auk þess eru þrjár myndir sem fjalla á einhvern hátt um líf og reynslu svartra tilnefndar sem besta myndin. Þetta eru myndirnar Moonlight, Fences og Hidden figures. Sú síðastnefnda er sönn saga þriggja kvenna sem sinntu útreikningum fyrir NASA á tímum geimkapphlaupsins, Fences er fjölskyldudrama sem gerist á sjötta áratugnum og fjallar um brostna drauma og síðan er það Moonlight þar sem fylgst er með lífi samkynhneigðs manns í Miami frá æsku til fullorðinsára. Í Moonlight er tekið á ýmsum áhugaverðum málefnum; lífi svartra í Bandaríkjunum, samkynhneigð í kúltúr fátækrahverfa og mismunun. Það er áhugavert og gleðilegt að líf minnihlutahópa sé að koma sterkt inn á Óskarinn í ár. Síðustu tvö ár fór ekki mikið fyrir þeim á verðlaunahátíðinni og kassamerkið #OscarsSoWhite var vinsælt á samfélagsmiðlum á sama tíma. Vonum að um breytta stefnu sé að ræða en ekki bara einhvers konar friðþægingu hjá hinni stundum frekar duttlungafullu Óskarsakademíu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira