Líkir kosningaloforðum ríkistjórnarflokkanna við kjötloku án kjöts Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 24. janúar 2017 20:52 Logi Már Einarsson flytur ræðu sína Vísir/Ernir „Ef við berum saman kosningaloforð stjórnarflokkanna og stjórnarsáttmálann birtist merkilegt ósamræmi: Stórfelld uppbygging heilbrigðis- og menntakerfisins, viðamiklar kerfisbreytingar, þjóðaratkvæðargreiðsla um ESB viðræður, breytingar á stjórnarskrá eru allt mál sem virðast að finna sér nýjan og óvæntan farveg í stjórnarsamstarfinu. Flokkarnir lofuðu þessu fyrir kosningar en slík fyrirheit eru ekki í sáttmálanum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni á Alþingi. Þar fara nú fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér.Logi líkti þessu við vörusvikum í matvælaframleiðslu. „Við þekkjum nýleg dæmi úr matvælaframleiðslu, þar sem kjötlokur voru án kjöts og brúnegg, með vistvænum stimpli, voru lítið annað en útlitið. Það kölluðu menn vörusvik og vörunum var skilað. Því miður er ekki hægt að skila atkvæði.“ Áfram vegið að velferðinniLogi ræddi meðal annars um að það vantaði tillögur um hvernig bæta mætti menntamál sem og húsnæðismál en einnig kom fram gagnrýni á skattastefnu núverandi ríkisstjórnar sem þingmanni finnst svipa mikið til þeirrar stefnu sem var við lýði hjá stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi verið að verki hægri sinnuð skatta- og veflerðapólitík. „Allt bendir til þess að ný ríkisstjórn muni feta sömu slóð. Áfram verði vegið að velferðinni. Ríkisstjórnin gefur ekki skýr fyrirheit um hvernig á að takast á við vanda þúsunda barna sem búa við skort og fátækt, húsnæðisvanda ungs fólks eða aukinni misskiptingu í samfélaginu. Við það verður ekki unað.“ Undirtónn ræðunnar voru áhyggjur þingmannsins á miskiptingu valdsins í landinu. Logi leggur þó jafnfram áherslu á að þingið ætti að geta unnið að því sameiningu að vinna að bættu samfélagi og leggur hann áherslu á að huga þurfi sérstaklega að þremur grunnstoðum samfélagsins; Velferðinni, skipulögðum vinnumarkaði og ábyrgri efnahagsstjórn. „Þótt við jafnaðarmenn séum tímabundið agnarlítill þingflokkur, munum við berjast áfram fyrir hugsjónum okkar: Fyrir almannahagsmunum, gegn sérhagsmunum og af alefli gegn því að lýðræðið láti í minni pokann fyrir auðræðinu.“ segir Logi og steig úr ræðustóli. Alþingi Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
„Ef við berum saman kosningaloforð stjórnarflokkanna og stjórnarsáttmálann birtist merkilegt ósamræmi: Stórfelld uppbygging heilbrigðis- og menntakerfisins, viðamiklar kerfisbreytingar, þjóðaratkvæðargreiðsla um ESB viðræður, breytingar á stjórnarskrá eru allt mál sem virðast að finna sér nýjan og óvæntan farveg í stjórnarsamstarfinu. Flokkarnir lofuðu þessu fyrir kosningar en slík fyrirheit eru ekki í sáttmálanum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni á Alþingi. Þar fara nú fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér.Logi líkti þessu við vörusvikum í matvælaframleiðslu. „Við þekkjum nýleg dæmi úr matvælaframleiðslu, þar sem kjötlokur voru án kjöts og brúnegg, með vistvænum stimpli, voru lítið annað en útlitið. Það kölluðu menn vörusvik og vörunum var skilað. Því miður er ekki hægt að skila atkvæði.“ Áfram vegið að velferðinniLogi ræddi meðal annars um að það vantaði tillögur um hvernig bæta mætti menntamál sem og húsnæðismál en einnig kom fram gagnrýni á skattastefnu núverandi ríkisstjórnar sem þingmanni finnst svipa mikið til þeirrar stefnu sem var við lýði hjá stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi verið að verki hægri sinnuð skatta- og veflerðapólitík. „Allt bendir til þess að ný ríkisstjórn muni feta sömu slóð. Áfram verði vegið að velferðinni. Ríkisstjórnin gefur ekki skýr fyrirheit um hvernig á að takast á við vanda þúsunda barna sem búa við skort og fátækt, húsnæðisvanda ungs fólks eða aukinni misskiptingu í samfélaginu. Við það verður ekki unað.“ Undirtónn ræðunnar voru áhyggjur þingmannsins á miskiptingu valdsins í landinu. Logi leggur þó jafnfram áherslu á að þingið ætti að geta unnið að því sameiningu að vinna að bættu samfélagi og leggur hann áherslu á að huga þurfi sérstaklega að þremur grunnstoðum samfélagsins; Velferðinni, skipulögðum vinnumarkaði og ábyrgri efnahagsstjórn. „Þótt við jafnaðarmenn séum tímabundið agnarlítill þingflokkur, munum við berjast áfram fyrir hugsjónum okkar: Fyrir almannahagsmunum, gegn sérhagsmunum og af alefli gegn því að lýðræðið láti í minni pokann fyrir auðræðinu.“ segir Logi og steig úr ræðustóli.
Alþingi Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira