Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill halda framleiðslustörfum í landinu. "Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki í von um að færri fyrirtæki flytji úr landi. Ef fyrirtæki hyggjast samt flytja úr landi verða háir skattir lagðir á innfluttan varning umræddra fyrirtækja. Frá þessu greindi Trump í gær en áformin eru í takt við stefnumál hans í forsetakosningum síðasta árs. „Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn við blaðamenn að loknum morgunfundi hans í Hvíta húsinu með framkvæmdastjórum stórfyrirtækja á borð við Tesla, Whirlpool og Johnson & Johnson. Ef áætlun Trumps kemst í framkvæmd mun fyrirtækjaskattur lækka úr 35 prósentum í 15 eða 20 prósent. Þá mun reglugerðum á fyrirtæki einnig fækka um allt að 75 prósent. Frá því Trump náði kjöri hafa nokkur fyrirtæki hætt við áform um að flytja framleiðslu úr landi. Til að mynda hætti loftræstingarframleiðandinn Carrier við að flytja 1.100 störf til Mexíkó. Þá kynnti Fiat Chrysler 113 milljarða króna uppbyggingu fyrirtækisins í Michigan og Ohio og Ford að fyrirtækið myndi verja sömu upphæð í uppbyggingu í Michigan í stað þess að flytja hluta framleiðslunnar til Mexíkó. Sergio Marchionne, framkvæmdastjóri Chrysler Fiat, hefur þó sagt ákvörðunina algjörlega ótengda stefnu Trumps. Þá hefur verkalýðsforinginn Chuck Jones, sem er í forsvari fyrir starfsmenn Carrier, gagnrýnt Trump fyrir að eigna sér heiðurinn að því að „bjarga 1.100 störfum Bandaríkjamanna“. Í desember sagði Jones að Trump ætti heiðurinn af 800 þessara starfa. Ekki hefði staðið til að flytja hin úr landi. Trump hefur staðið í ströngu fyrstu daga sína í embætti. Í gær skrifaði hann undir forsetatilskipun um að Bandaríkin skyldu draga sig út úr fríverslunarsamningnum Trans-Pacific Partnership (TPP) líkt og hann lofaði að gera í kosningabaráttunni. Áður höfðu tólf ríki skrifað undir samninginn. Barack Obama, fyrrverandi forseti, var hlynntur samningnum. BBC greinir frá því að tilskipunin sé í raun aðeins táknræn þar sem bandaríska þingið hafi aldrei samþykkt samninginn og því hafi tilskipunarinnar ekki verið þörf. Þá skrifaði Trump einnig undir tilskipun um að hætta að fjármagna aðila sem bjóða konum upp á meðgöngurof. Tekur hann þar með á ný upp stefnu sem kennd er við Mexíkóborg og hefur verið innleidd og lögð niður endurtekið undanfarin 33 ár. Forsetar úr röðum Repúblikana hafa innleitt hana en Demókratar lagt hana niður. Trump undirritaði einnig ráðningarbann í stéttum opinberra starfsmanna sem tengjast ekki hernum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Irv Gotti er látinn Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki í von um að færri fyrirtæki flytji úr landi. Ef fyrirtæki hyggjast samt flytja úr landi verða háir skattir lagðir á innfluttan varning umræddra fyrirtækja. Frá þessu greindi Trump í gær en áformin eru í takt við stefnumál hans í forsetakosningum síðasta árs. „Við ætlum að fækka reglugerðum stórlega en reglugerðirnar sem eftir standa munu vernda borgara alveg jafn vel,“ sagði forsetinn við blaðamenn að loknum morgunfundi hans í Hvíta húsinu með framkvæmdastjórum stórfyrirtækja á borð við Tesla, Whirlpool og Johnson & Johnson. Ef áætlun Trumps kemst í framkvæmd mun fyrirtækjaskattur lækka úr 35 prósentum í 15 eða 20 prósent. Þá mun reglugerðum á fyrirtæki einnig fækka um allt að 75 prósent. Frá því Trump náði kjöri hafa nokkur fyrirtæki hætt við áform um að flytja framleiðslu úr landi. Til að mynda hætti loftræstingarframleiðandinn Carrier við að flytja 1.100 störf til Mexíkó. Þá kynnti Fiat Chrysler 113 milljarða króna uppbyggingu fyrirtækisins í Michigan og Ohio og Ford að fyrirtækið myndi verja sömu upphæð í uppbyggingu í Michigan í stað þess að flytja hluta framleiðslunnar til Mexíkó. Sergio Marchionne, framkvæmdastjóri Chrysler Fiat, hefur þó sagt ákvörðunina algjörlega ótengda stefnu Trumps. Þá hefur verkalýðsforinginn Chuck Jones, sem er í forsvari fyrir starfsmenn Carrier, gagnrýnt Trump fyrir að eigna sér heiðurinn að því að „bjarga 1.100 störfum Bandaríkjamanna“. Í desember sagði Jones að Trump ætti heiðurinn af 800 þessara starfa. Ekki hefði staðið til að flytja hin úr landi. Trump hefur staðið í ströngu fyrstu daga sína í embætti. Í gær skrifaði hann undir forsetatilskipun um að Bandaríkin skyldu draga sig út úr fríverslunarsamningnum Trans-Pacific Partnership (TPP) líkt og hann lofaði að gera í kosningabaráttunni. Áður höfðu tólf ríki skrifað undir samninginn. Barack Obama, fyrrverandi forseti, var hlynntur samningnum. BBC greinir frá því að tilskipunin sé í raun aðeins táknræn þar sem bandaríska þingið hafi aldrei samþykkt samninginn og því hafi tilskipunarinnar ekki verið þörf. Þá skrifaði Trump einnig undir tilskipun um að hætta að fjármagna aðila sem bjóða konum upp á meðgöngurof. Tekur hann þar með á ný upp stefnu sem kennd er við Mexíkóborg og hefur verið innleidd og lögð niður endurtekið undanfarin 33 ár. Forsetar úr röðum Repúblikana hafa innleitt hana en Demókratar lagt hana niður. Trump undirritaði einnig ráðningarbann í stéttum opinberra starfsmanna sem tengjast ekki hernum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Irv Gotti er látinn Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira