Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 18:16 Björgunarsveitarfólk að störfum í dag. Björgunarsveitarfólk hefur lokið leit á rúmlega helmingi þess svæðis sem kortlagt var fyrir leitina að Birnu Brjánsdóttur um helgina. Þá hefur Landsbjörg lokið helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem lagt var upp með að klára um helgina. Björgunarsveitarfólk stendur enn í leitaraðgerðum en gert er ráð fyrir að aðgerðum dagsins ljúki klukkan átta í kvöld. Þetta segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Leitaraðgerðir um helgina eru þær umfangsmestu í sögu Landsbjargar en alls hafa 500 manns tekið þátt í leitinni í dag. Lagt er áherslu á að leita um helgina á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og á öllum Reykjanesskaganum. Notast hefur verið við bíla, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól við leitina en björgunarsveitin stefndi á að leysa um 2000 verkefni um helgina. Í dag var áhersla á leit á Reykjanesskaganum, á svæði fyrir ofan Hafnarfjörð og á Bláfjallasvæðinu. Að sögn Þorsteins hafa björgunarsveitarnar leitað hundrað metra sitt hvoru megin við alla vegaslóða á þessum svæðum „Við höfum lokið rúmlega helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem úthlutað var fyrir helgina, við erum þá búin með rúmlega helming þess svæðis sem við ætluðum okkur að leita á“ segir Þorsteinn sem segir að leitin nái þó ekki til svæðisins sem er handan Hvalfjarðarganga, þar sem ekkert bendi til þess að KIA Ryo bílnum hafi verið ekið þangað.Endurmeta stöðuna á morgun ef engar vísbendingar finnastÞorsteinn segir að í dag hafi ekki fundist vísbendingar sem tengjast hvarfi Birnu. „Við höfum fundið töluvert magn af ýmsum hlutum í dag, sem lögreglan hefur komið og skoðað en ekkert af þeim tengjast málinu.“ Spurður um framhald leitarinnar segir Þorsteinn að leit verði haldið áfram á morgun og gert er ráð fyrir því að afgangur þeirra verkefna sem eftir eru á leitarsvæðinu verði kláraður á morgun. „Þessi verkefni koma til með að klárast á morgun og ef ekkert finnst og engar vísbendingar koma fram sem tengjast málinu verður staðan endurmetin.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir nokkuð erfiðar veðuraðstæður á leitarsvæði í dag sé engan bilbug að finna á leitarfólki og verður leit haldið áfram klukkan átta í fyrramálið. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Björgunarsveitarfólk hefur lokið leit á rúmlega helmingi þess svæðis sem kortlagt var fyrir leitina að Birnu Brjánsdóttur um helgina. Þá hefur Landsbjörg lokið helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem lagt var upp með að klára um helgina. Björgunarsveitarfólk stendur enn í leitaraðgerðum en gert er ráð fyrir að aðgerðum dagsins ljúki klukkan átta í kvöld. Þetta segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Leitaraðgerðir um helgina eru þær umfangsmestu í sögu Landsbjargar en alls hafa 500 manns tekið þátt í leitinni í dag. Lagt er áherslu á að leita um helgina á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og á öllum Reykjanesskaganum. Notast hefur verið við bíla, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól við leitina en björgunarsveitin stefndi á að leysa um 2000 verkefni um helgina. Í dag var áhersla á leit á Reykjanesskaganum, á svæði fyrir ofan Hafnarfjörð og á Bláfjallasvæðinu. Að sögn Þorsteins hafa björgunarsveitarnar leitað hundrað metra sitt hvoru megin við alla vegaslóða á þessum svæðum „Við höfum lokið rúmlega helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem úthlutað var fyrir helgina, við erum þá búin með rúmlega helming þess svæðis sem við ætluðum okkur að leita á“ segir Þorsteinn sem segir að leitin nái þó ekki til svæðisins sem er handan Hvalfjarðarganga, þar sem ekkert bendi til þess að KIA Ryo bílnum hafi verið ekið þangað.Endurmeta stöðuna á morgun ef engar vísbendingar finnastÞorsteinn segir að í dag hafi ekki fundist vísbendingar sem tengjast hvarfi Birnu. „Við höfum fundið töluvert magn af ýmsum hlutum í dag, sem lögreglan hefur komið og skoðað en ekkert af þeim tengjast málinu.“ Spurður um framhald leitarinnar segir Þorsteinn að leit verði haldið áfram á morgun og gert er ráð fyrir því að afgangur þeirra verkefna sem eftir eru á leitarsvæðinu verði kláraður á morgun. „Þessi verkefni koma til með að klárast á morgun og ef ekkert finnst og engar vísbendingar koma fram sem tengjast málinu verður staðan endurmetin.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir nokkuð erfiðar veðuraðstæður á leitarsvæði í dag sé engan bilbug að finna á leitarfólki og verður leit haldið áfram klukkan átta í fyrramálið.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11
Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00