Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2017 11:45 Á kortinu má sjá ferðir Polar Nanoq frá því það leggur úr höfn á laugardagskvöld og þar til það kemur aftur til Hafnarfjarðar á miðvikudagskvöld. vísir/garðar/loftmyndir Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. Þá komu íslenskir sérsveitarmenn um borð í grænlenska togarann og voru mennirnir þá skildir að. Mennirnir tveir sem eru í haldi lögreglu eru grunaðir um manndráp. Þeir hafa verið í einangrun á lögreglustöðinni á Hverfisgötu síðan á aðfaranótt fimmtudags en Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði seint á miðvikudagskvöld. Skipið fór frá Íslandi á laugardagskvöld en var snúið við síðdegis á þriðjudag. Í gær úrskurðaði héraðsdómur skipverjana tvo í tveggja vikna gæsluvarðhald en lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna varðhald. Úrskurðurinn var því kærður til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvenær hann mun kveða upp sinn dóm. Það er þó talið líklegt að það verði í dag.Sakborningum tekst aldrei 100 prósent að samræma framburð Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir það liggja fyrir í málinu að skipverjarnir á Polar Nanoq höfðu upplýsingar um það að lögregluyfirvöld á Íslandi kynnu að vilja að ná tali af þeim. „Það er síðan nokkuð langur tími sem líður áður en þeir eru handteknir þannig að það blasir þá við að menn hafa tækifæri til að tala saman,“ segir Grímur. Hann segir að það hefði verið betra ef fjölmiðlar hefðu ekki greint svo fljótt frá hugsanlegum tengslum skipverja á grænlenska togaranum við hvarf Birnu en telur það þó ekki hafa spillt rannsóknarhagsmunum.En hvaða áhrif hefur það á rannsóknina ef hinir grunuðu hafa tækifæri til að bera saman bækur sínar og samræma framburði? „Það er náttúrulega vont ef sakborningar ná að samræma framburð en það er nú þannig að slíkt tekst aldrei 100 prósent þannig að það getur líka ákveðinn vandi fyrir menn að samræma framburð. Það getur verið erfitt fyrir menn að halda utan um hvað maður ætlar að segja.“Maður getur lent í ógöngum? „Maður getur lent í ógöngum þegar maður segir ekki satt, það er vandinn við það að segja ósatt.“Hér að neðan má heyra viðtal við Grím úr Harmageddon frá því í morgun. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. Þá komu íslenskir sérsveitarmenn um borð í grænlenska togarann og voru mennirnir þá skildir að. Mennirnir tveir sem eru í haldi lögreglu eru grunaðir um manndráp. Þeir hafa verið í einangrun á lögreglustöðinni á Hverfisgötu síðan á aðfaranótt fimmtudags en Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði seint á miðvikudagskvöld. Skipið fór frá Íslandi á laugardagskvöld en var snúið við síðdegis á þriðjudag. Í gær úrskurðaði héraðsdómur skipverjana tvo í tveggja vikna gæsluvarðhald en lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna varðhald. Úrskurðurinn var því kærður til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvenær hann mun kveða upp sinn dóm. Það er þó talið líklegt að það verði í dag.Sakborningum tekst aldrei 100 prósent að samræma framburð Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir það liggja fyrir í málinu að skipverjarnir á Polar Nanoq höfðu upplýsingar um það að lögregluyfirvöld á Íslandi kynnu að vilja að ná tali af þeim. „Það er síðan nokkuð langur tími sem líður áður en þeir eru handteknir þannig að það blasir þá við að menn hafa tækifæri til að tala saman,“ segir Grímur. Hann segir að það hefði verið betra ef fjölmiðlar hefðu ekki greint svo fljótt frá hugsanlegum tengslum skipverja á grænlenska togaranum við hvarf Birnu en telur það þó ekki hafa spillt rannsóknarhagsmunum.En hvaða áhrif hefur það á rannsóknina ef hinir grunuðu hafa tækifæri til að bera saman bækur sínar og samræma framburði? „Það er náttúrulega vont ef sakborningar ná að samræma framburð en það er nú þannig að slíkt tekst aldrei 100 prósent þannig að það getur líka ákveðinn vandi fyrir menn að samræma framburð. Það getur verið erfitt fyrir menn að halda utan um hvað maður ætlar að segja.“Maður getur lent í ógöngum? „Maður getur lent í ógöngum þegar maður segir ekki satt, það er vandinn við það að segja ósatt.“Hér að neðan má heyra viðtal við Grím úr Harmageddon frá því í morgun.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45