Frakkar hvíldu sína bestu menn í gær Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2017 09:40 Nyokas var öflugur með franska liðinu í gær. Vísir/Getty Frakkar koma úthvíldir í leikinn gegn Íslandi í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi en leikurinn fer fram í Lille á morgun. Frakkar unnu nauman sigur á Pólverjum í gær, 26-25, en leikurinn skipti engu máli. Frakkar voru búnir að tryggja sér efsta sæti A-riðils og Pólverjar voru fastir í fimmta sætinu. „Við gátum gefið leikmönnu sem hafa fengið minna að spila tækifæri,“ sagði Didier Dinart, þjálfari franska liðsins, við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Við gátum hvílt Nikola Karabatic og Valentin Porte. Þá var hægt að skipta út leikmönnum og við sáum frábæran Olivier Nyokias í kvöld.“ „Það var margt við leikinn í kvöld sem gerir okkur kleift að fara inn í 16-liða úrslitin í eins góðu ásigkomulagi og hægt er. Það verður ekki endilega auðvelt að spila gegn Íslandi,“ sagði Dinart sem vildi helst sleppa við að mæta Íslendingum á morgun. Sjá einnig: Dinart: Leikir gegn Íslandi alltaf sérstakir Markahæstur í franska liðinu í gær var Nyokast með sjö mörk í níu skotum. Hann spilaði nærri allan leikinn. Daniel Narcisse spilaði hins vegar í aðeins 23 mínútur og skoraði ekki, Michel Guigou spilaði í rúmar fimm mínútur. Leikurinn á morgun fer fram í Lille sem fyrr segir en hann verður leikinn á knattspyrnuleikvangi borgarinnar sem hefur verið breytt í handboltahöll. Hún getur tekið 27.500 manns í sæti og er reiknað með því að aðsóknarmet á handboltaleik í Frakklandi verði slegið á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður vitanlega fylgst með honum í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Frakkar koma úthvíldir í leikinn gegn Íslandi í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi en leikurinn fer fram í Lille á morgun. Frakkar unnu nauman sigur á Pólverjum í gær, 26-25, en leikurinn skipti engu máli. Frakkar voru búnir að tryggja sér efsta sæti A-riðils og Pólverjar voru fastir í fimmta sætinu. „Við gátum gefið leikmönnu sem hafa fengið minna að spila tækifæri,“ sagði Didier Dinart, þjálfari franska liðsins, við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Við gátum hvílt Nikola Karabatic og Valentin Porte. Þá var hægt að skipta út leikmönnum og við sáum frábæran Olivier Nyokias í kvöld.“ „Það var margt við leikinn í kvöld sem gerir okkur kleift að fara inn í 16-liða úrslitin í eins góðu ásigkomulagi og hægt er. Það verður ekki endilega auðvelt að spila gegn Íslandi,“ sagði Dinart sem vildi helst sleppa við að mæta Íslendingum á morgun. Sjá einnig: Dinart: Leikir gegn Íslandi alltaf sérstakir Markahæstur í franska liðinu í gær var Nyokast með sjö mörk í níu skotum. Hann spilaði nærri allan leikinn. Daniel Narcisse spilaði hins vegar í aðeins 23 mínútur og skoraði ekki, Michel Guigou spilaði í rúmar fimm mínútur. Leikurinn á morgun fer fram í Lille sem fyrr segir en hann verður leikinn á knattspyrnuleikvangi borgarinnar sem hefur verið breytt í handboltahöll. Hún getur tekið 27.500 manns í sæti og er reiknað með því að aðsóknarmet á handboltaleik í Frakklandi verði slegið á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður vitanlega fylgst með honum í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira