Framtíðarsýn í ferðamálum Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. janúar 2017 07:00 Ferðaþjónusta hefur á skömmum tíma orðið umfangsmesti atvinnuvegur landsins. Nú þegar skilar hún miklum verðmætum til samfélagsins og hún hefur skipt sköpum við endurreisn efnahagslífsins. Vinstri græn lögðu fram ítarlega stefnu um framtíð ferðaþjónustu fyrir kosningar þar sem rauði þráðurinn var að greinin þyrfti að þróast með sjálfbærum hætti, í sátt við umhverfi, samfélag og efnahag. Áhersla var lögð á að vernda einstaka náttúru landsins og að uppfylla metnaðarfull loftslagsmarkmið. Hvort tveggja kallar á breytta hugsun en skapar líka sóknarfæri. Mikilvægt er að efla enn frekar menntun og rannsóknir innan ferðaþjónustunnar og að sjálfbærnihugsunin verði samþætt inn í alla stefnumótun. Því miður hefur umræða um málefni ferðaþjónustunnar nánast eingöngu snúist um gjaldtöku seinustu misserin. Umdeilt frumvarp um náttúrupassa steytti á skeri og síðan þá hefur ekki náðst sátt um hvaða leiðir sé best að fara til að greinin leggi meira af mörkum til samfélagsins í samræmi við þá nýtingu sem hún felur í sér á auðlindinni sem felst í ósnortinni náttúru. Á sama tíma hefur skapast villtavestursástand þar sem landeigendur víða um land eru farnir að rukka fyrir aðgang að náttúruperlum, jafnvel þó að ítrekað hafi komið fram að slík gjaldtaka er lögum samkvæmt háð þröngum skilyrðum þar sem rekstraraðili viðkomandi náttúruverndarsvæðis þarf að hafa gert sérstakan samning við Umhverfisstofnun um rekstur svæðisins. Hins vegar hefur komið fram að ekki hafi verið brugðist sérstaklega við lokunum og gjaldtöku, jafnvel þó að lagaheimildir skorti. Stefnuleysi hefur ríkt í þessum málum og tækifæri til að skapa sátt um uppbyggingu greinarinnar hafa farið forgörðum – til að mynda var tillaga um komugjöld felld við afgreiðslu síðustu fjárlaga. Nú segir nýr ráðherra ferðamála að landeigendur eigi að beita gjaldtöku ef þeir telji það stuðla að náttúruvernd sem bendir því miður ekki til þess að ný ríkisstjórn vilji tryggja almannaréttinn og leggja grunn að eðlilegri tekjuöflun sem geti nýst til uppbyggingar úr sameiginlegum sjóðum. Þessi mál þurfa alvöru umræðu á nýju þingi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta hefur á skömmum tíma orðið umfangsmesti atvinnuvegur landsins. Nú þegar skilar hún miklum verðmætum til samfélagsins og hún hefur skipt sköpum við endurreisn efnahagslífsins. Vinstri græn lögðu fram ítarlega stefnu um framtíð ferðaþjónustu fyrir kosningar þar sem rauði þráðurinn var að greinin þyrfti að þróast með sjálfbærum hætti, í sátt við umhverfi, samfélag og efnahag. Áhersla var lögð á að vernda einstaka náttúru landsins og að uppfylla metnaðarfull loftslagsmarkmið. Hvort tveggja kallar á breytta hugsun en skapar líka sóknarfæri. Mikilvægt er að efla enn frekar menntun og rannsóknir innan ferðaþjónustunnar og að sjálfbærnihugsunin verði samþætt inn í alla stefnumótun. Því miður hefur umræða um málefni ferðaþjónustunnar nánast eingöngu snúist um gjaldtöku seinustu misserin. Umdeilt frumvarp um náttúrupassa steytti á skeri og síðan þá hefur ekki náðst sátt um hvaða leiðir sé best að fara til að greinin leggi meira af mörkum til samfélagsins í samræmi við þá nýtingu sem hún felur í sér á auðlindinni sem felst í ósnortinni náttúru. Á sama tíma hefur skapast villtavestursástand þar sem landeigendur víða um land eru farnir að rukka fyrir aðgang að náttúruperlum, jafnvel þó að ítrekað hafi komið fram að slík gjaldtaka er lögum samkvæmt háð þröngum skilyrðum þar sem rekstraraðili viðkomandi náttúruverndarsvæðis þarf að hafa gert sérstakan samning við Umhverfisstofnun um rekstur svæðisins. Hins vegar hefur komið fram að ekki hafi verið brugðist sérstaklega við lokunum og gjaldtöku, jafnvel þó að lagaheimildir skorti. Stefnuleysi hefur ríkt í þessum málum og tækifæri til að skapa sátt um uppbyggingu greinarinnar hafa farið forgörðum – til að mynda var tillaga um komugjöld felld við afgreiðslu síðustu fjárlaga. Nú segir nýr ráðherra ferðamála að landeigendur eigi að beita gjaldtöku ef þeir telji það stuðla að náttúruvernd sem bendir því miður ekki til þess að ný ríkisstjórn vilji tryggja almannaréttinn og leggja grunn að eðlilegri tekjuöflun sem geti nýst til uppbyggingar úr sameiginlegum sjóðum. Þessi mál þurfa alvöru umræðu á nýju þingi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun