„Það er stoppað úti um allt hvar og hvenær sem er“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2017 12:40 Runólfur Ólafsson segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Ótækt sé að alvarleg og/eða banaslys þurfi til þess að eitthvað sé að gert. skjáskot „Þetta er í öllum aðstæðum á öllum tímum árs og er greinilega alveg stjórnlaust,“ segir Unnar Már Sigurbjörnsson um myndband sem hann tók af fjölda ferðamanna stöðva bíla sína nánast hvar sem er á vegum landsins. Myndbandið hefur vakið mikla athygli enda skapar þetta stórhættu í umferðinni. Unnar tók myndskeiðið á einum sólarhring, dagana 28. og 29. janúar. „Ég var að keyra rútu á laugardagskvöldið og sótti svo björgunarsveitir upp á hálendið á sunnudaginn og var bara með myndavélina af rælni. Það var ótrúlegt magn af efni sem safnaðist yfir á innan við sólarhring og maður verður bara hugsi við að skoða þetta,“ segir hann. Aðspurður segir Unnar fólk stöðva bíla sína hvar sem er, hvenær sem er. „Þetta er misjafnt eftir árstímum. Ef það er júní þá er það lúpínan sem heillar, ef það er sumar þá er það hraunið, og svo eru það allir fossarnir undir Eyjafjöllum. Þá gildir einu hvaða spræna það er. Sama er með Lómagnúp , þar vekja allar sprænur athygli, alveg sama hversu ómerkilegar þær eru. Aðalvandinn er að það er stoppað út um allt og hvenær sem er.“Nauðsynlegt að grípa til aðgerða Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax. Bæði þurfi að koma upp útskotum sem og bílastæðum víðar. „Það er algjörlega nauðsynlegt að koma upp útskotum en það er búið að tala um það í áraraðir. Vegagerðin hefur í rauninni verið að væla í fjárveitingavaldinu um að fá aukið fjármagn til þess að búa til útskot til þess að fólk geti stoppað sérstaklega nálægt þekktum stöðum,“ sagði hann í Bítinu í morgun. Runólfur vísar til slyss sem varð á Suðurlandsvegi við Sólheimasand í september síðastliðnum. Þar hafði hópur ferðamanna lagt tveimur bílum við vegarkantinn til þess að mynda norðurljósin og hugðist ganga að frægu flugvélarflaki á Sólheimasandi. Einn úr hópnum varð fyrir bíl og lést. Runólfur segir ótækt að slíkan atburð þurfi til þess að gripið sé til aðgerða. „Við sáum þennan hræðilega atburð núna síðast á Sólheimasandi þegar það þurfti banaslys til þess að klára að gera smá bílastæði. Þannig að það er því miður allt of mikil brotalöm. Við heyrum það frá atvinnubílstjórum að að þeir séu löngu hættir að fara á eðlilegum hraða yfir blindhæðir því þeir eiga alltaf von á einhverjum hinum megin við sem er að taka mynd eða hefur stöðvað á miðjum vegi.“Fólk gerir þetta ekki í heimalöndum sínum Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur undir orð Runólfs, og bætir við að mögulega þurfi að taka upp sektargreiðslur fyrir slík athæfi. Þá þyrfti líka að koma upp skiltum á þjóðvegum landsins. „Við áttuðum okkur á þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Ég skil ekki alveg af hverju þetta er því ekki er fólk almennt að gera þetta í sínum heimalöndum. Þú stoppar ekki á hraðbraut í Þýskalandi til þess að taka mynd af einhverju fallegu fjalli. En einhverra hluta vegna virðast þeir gera þetta hérna,“ segir Steingrímur og bendir á að bílaleigan hafi útbúið tímarit þar sem ferðamenn þar sem bent er á að ekki sé leyfilegt að stöðva á veginum eða vegarkanti. Viðtalið við Runólf og Steingrím má heyra hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
„Þetta er í öllum aðstæðum á öllum tímum árs og er greinilega alveg stjórnlaust,“ segir Unnar Már Sigurbjörnsson um myndband sem hann tók af fjölda ferðamanna stöðva bíla sína nánast hvar sem er á vegum landsins. Myndbandið hefur vakið mikla athygli enda skapar þetta stórhættu í umferðinni. Unnar tók myndskeiðið á einum sólarhring, dagana 28. og 29. janúar. „Ég var að keyra rútu á laugardagskvöldið og sótti svo björgunarsveitir upp á hálendið á sunnudaginn og var bara með myndavélina af rælni. Það var ótrúlegt magn af efni sem safnaðist yfir á innan við sólarhring og maður verður bara hugsi við að skoða þetta,“ segir hann. Aðspurður segir Unnar fólk stöðva bíla sína hvar sem er, hvenær sem er. „Þetta er misjafnt eftir árstímum. Ef það er júní þá er það lúpínan sem heillar, ef það er sumar þá er það hraunið, og svo eru það allir fossarnir undir Eyjafjöllum. Þá gildir einu hvaða spræna það er. Sama er með Lómagnúp , þar vekja allar sprænur athygli, alveg sama hversu ómerkilegar þær eru. Aðalvandinn er að það er stoppað út um allt og hvenær sem er.“Nauðsynlegt að grípa til aðgerða Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax. Bæði þurfi að koma upp útskotum sem og bílastæðum víðar. „Það er algjörlega nauðsynlegt að koma upp útskotum en það er búið að tala um það í áraraðir. Vegagerðin hefur í rauninni verið að væla í fjárveitingavaldinu um að fá aukið fjármagn til þess að búa til útskot til þess að fólk geti stoppað sérstaklega nálægt þekktum stöðum,“ sagði hann í Bítinu í morgun. Runólfur vísar til slyss sem varð á Suðurlandsvegi við Sólheimasand í september síðastliðnum. Þar hafði hópur ferðamanna lagt tveimur bílum við vegarkantinn til þess að mynda norðurljósin og hugðist ganga að frægu flugvélarflaki á Sólheimasandi. Einn úr hópnum varð fyrir bíl og lést. Runólfur segir ótækt að slíkan atburð þurfi til þess að gripið sé til aðgerða. „Við sáum þennan hræðilega atburð núna síðast á Sólheimasandi þegar það þurfti banaslys til þess að klára að gera smá bílastæði. Þannig að það er því miður allt of mikil brotalöm. Við heyrum það frá atvinnubílstjórum að að þeir séu löngu hættir að fara á eðlilegum hraða yfir blindhæðir því þeir eiga alltaf von á einhverjum hinum megin við sem er að taka mynd eða hefur stöðvað á miðjum vegi.“Fólk gerir þetta ekki í heimalöndum sínum Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur undir orð Runólfs, og bætir við að mögulega þurfi að taka upp sektargreiðslur fyrir slík athæfi. Þá þyrfti líka að koma upp skiltum á þjóðvegum landsins. „Við áttuðum okkur á þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Ég skil ekki alveg af hverju þetta er því ekki er fólk almennt að gera þetta í sínum heimalöndum. Þú stoppar ekki á hraðbraut í Þýskalandi til þess að taka mynd af einhverju fallegu fjalli. En einhverra hluta vegna virðast þeir gera þetta hérna,“ segir Steingrímur og bendir á að bílaleigan hafi útbúið tímarit þar sem ferðamenn þar sem bent er á að ekki sé leyfilegt að stöðva á veginum eða vegarkanti. Viðtalið við Runólf og Steingrím má heyra hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?