Er fjársvelt háskólakerfi lykillinn að framtíðinni? Ragna Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2017 08:04 Útgjöld til háskólakerfisins á hvern háskólanema á Íslandi eru um það bil helmingur af því sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Lítið sem ekkert breyttist í þeim efnum í fjárlögum ársins 2017, og slík vanræksla á háskólastiginu er í andstöðu við loforð allra flokka sem nú sitja á þingi. Í stefnuræðu Bjarna Benediktssonar í síðustu viku kom fram að til þess að ná árangri í nýsköpun og þróun, til þess að bæta samkeppnishæfni Íslands, þyrfti að bæta menntun. „Menntun er lykillinn að framtíðinni,“ sagði nýr forsætisráðherra. Ef marka má stefnuskrár stjórnmálaflokkanna sem náðu inn á þing má áætla að flestir þingmenn séu honum sammála. Nýkjörið þing hefur hins vegar ekki sýnt þessa stefnu í verki í fjárlögum þar sem aukning framlaga til Háskóla Íslands eru í engu samræmi við það sem mátti búast við út frá orðum stjórnmálamanna nú og fyrir kosningar. Fyrir jól var 1,3 milljarði bætt inn í háskólakerfið eftir seinni umræður þingsins og meðferð í nefnd á fjárlögum þessa árs. Háskóli Íslands er um tveir þriðju af háskólastiginu og því hefði mátt búast við um 850 - 900 m.kr. til skólans af þessari upphæð ef miðað hefði verið við stærð skólans. Enn meiru hefði mátt búast við ef horft er til árangurs í alþjóðlegum samanburði. Skólinn fékk hins vegar einungis liðlega 500 m.kr. eða rúmlega þriðjung af þessum 1,3 milljarði. Í ályktun háskólaráðs frá 14. nóvember 2016 kom þó fram að Háskóla Íslands einan vantaði um 1,5 milljarð til að framlög árið 2017 yrðu sambærileg við fjárframlög fyrir hrun. Háskóli Íslands fékk því augljóslega ekki þá upphæð sem hann þurfti til þess að efla starfsemi sína. Það er kaldhæðnislegt að á sömu stundu og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofsyngja menntun og ítreka mikilvægi þess að bæta hana er niðurstaðan þessi í fjárveitingum til Háskóla Íslands, lang stærstu menntastofnunar landsins. Allar námsgreinar háskólans þurfa á mun meiri fjármunum að halda ef efla á menntun á Íslandi og flestar greinar við háskólann eru verulega undirfjármagnaðar. Stjórnmálamenn eru þó sammála því að bæta þurfi fjármögnun háskólanna, allavega í orði. Vísinda- og tækniráð, sem var m.a. skipuð af ráðherrum síðustu ríkisstjórnar og átti að vera stefnumarkandi fyrir hana, setti sér það markmið á síðasta kjörtímabili að ná meðaltali annarra Norðurlanda í framlögum á hvern nemanda árið 2020. Ráðið og ríkisstjórnin settu sér reyndar líka það markmið árið 2014 að ná meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum á hvern háskólanema árið 2016, en tókst það ekki. Ef stjórnmálamenn telja menntun raunverulega vera lykilinn að framtíðinni hljótum við að fara að sjá töluvert meiri innspýtingu milli ára til háskólanna. 8 milljarða vantar inn í háskólakerfið til þess að ná markmiðinu sem ná átti árið 2016, og 16 milljarða vantar inn í kerfið ef við eigum að vera á pari við önnur Norðurlönd. Í stað þess að sjá efndir og bætta fjármögnun Háskóla Íslands mun háskólinn þurfa að loka námsleiðum ef ekki rætist úr fjármögnun, seinka eða stöðva nýráðningar við háskólann, fækka kennslustundum og/eða námskeiðum og fresta eða hætta jafnvel við áform um bætta kennsluhætti. Ef menntun er raunverulega lykillinn að framtíðinni og ef stjórnmálamenn trúa því sem þeir segja, þá förum við vonandi að sjá eflingu menntakerfisins á borði en ekki bara í orði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Útgjöld til háskólakerfisins á hvern háskólanema á Íslandi eru um það bil helmingur af því sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Lítið sem ekkert breyttist í þeim efnum í fjárlögum ársins 2017, og slík vanræksla á háskólastiginu er í andstöðu við loforð allra flokka sem nú sitja á þingi. Í stefnuræðu Bjarna Benediktssonar í síðustu viku kom fram að til þess að ná árangri í nýsköpun og þróun, til þess að bæta samkeppnishæfni Íslands, þyrfti að bæta menntun. „Menntun er lykillinn að framtíðinni,“ sagði nýr forsætisráðherra. Ef marka má stefnuskrár stjórnmálaflokkanna sem náðu inn á þing má áætla að flestir þingmenn séu honum sammála. Nýkjörið þing hefur hins vegar ekki sýnt þessa stefnu í verki í fjárlögum þar sem aukning framlaga til Háskóla Íslands eru í engu samræmi við það sem mátti búast við út frá orðum stjórnmálamanna nú og fyrir kosningar. Fyrir jól var 1,3 milljarði bætt inn í háskólakerfið eftir seinni umræður þingsins og meðferð í nefnd á fjárlögum þessa árs. Háskóli Íslands er um tveir þriðju af háskólastiginu og því hefði mátt búast við um 850 - 900 m.kr. til skólans af þessari upphæð ef miðað hefði verið við stærð skólans. Enn meiru hefði mátt búast við ef horft er til árangurs í alþjóðlegum samanburði. Skólinn fékk hins vegar einungis liðlega 500 m.kr. eða rúmlega þriðjung af þessum 1,3 milljarði. Í ályktun háskólaráðs frá 14. nóvember 2016 kom þó fram að Háskóla Íslands einan vantaði um 1,5 milljarð til að framlög árið 2017 yrðu sambærileg við fjárframlög fyrir hrun. Háskóli Íslands fékk því augljóslega ekki þá upphæð sem hann þurfti til þess að efla starfsemi sína. Það er kaldhæðnislegt að á sömu stundu og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofsyngja menntun og ítreka mikilvægi þess að bæta hana er niðurstaðan þessi í fjárveitingum til Háskóla Íslands, lang stærstu menntastofnunar landsins. Allar námsgreinar háskólans þurfa á mun meiri fjármunum að halda ef efla á menntun á Íslandi og flestar greinar við háskólann eru verulega undirfjármagnaðar. Stjórnmálamenn eru þó sammála því að bæta þurfi fjármögnun háskólanna, allavega í orði. Vísinda- og tækniráð, sem var m.a. skipuð af ráðherrum síðustu ríkisstjórnar og átti að vera stefnumarkandi fyrir hana, setti sér það markmið á síðasta kjörtímabili að ná meðaltali annarra Norðurlanda í framlögum á hvern nemanda árið 2020. Ráðið og ríkisstjórnin settu sér reyndar líka það markmið árið 2014 að ná meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum á hvern háskólanema árið 2016, en tókst það ekki. Ef stjórnmálamenn telja menntun raunverulega vera lykilinn að framtíðinni hljótum við að fara að sjá töluvert meiri innspýtingu milli ára til háskólanna. 8 milljarða vantar inn í háskólakerfið til þess að ná markmiðinu sem ná átti árið 2016, og 16 milljarða vantar inn í kerfið ef við eigum að vera á pari við önnur Norðurlönd. Í stað þess að sjá efndir og bætta fjármögnun Háskóla Íslands mun háskólinn þurfa að loka námsleiðum ef ekki rætist úr fjármögnun, seinka eða stöðva nýráðningar við háskólann, fækka kennslustundum og/eða námskeiðum og fresta eða hætta jafnvel við áform um bætta kennsluhætti. Ef menntun er raunverulega lykillinn að framtíðinni og ef stjórnmálamenn trúa því sem þeir segja, þá förum við vonandi að sjá eflingu menntakerfisins á borði en ekki bara í orði.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun