Þúsundir ferðamanna sátu eftir vegna veðurs Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. febrúar 2017 06:00 Bílastæðið hjá Iceland Excursions var fullt af rútum fyrri hluta dags í gær, þar sem engar ferðir voru farnar út á land. vísir/ernir Ferðaþjónusta Þúsundir ferðamanna sem áttu pantaðar skoðunarferðir með íslenskum rútubílafyrirtækjum þurftu að breyta áætlunum sínum í gær vegna ofsaveðurs. Öllum dagsferðum hjá Kynnisferðum var aflýst. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins áttu 500 manns bókað far í ferðir.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine.vísir/eyþórÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine ferðaþjónustufyrirtækisins, segir að á þriðja þúsund manns hafi átt bókað far hjá þeim í gær í ferð um Gullna hringinn, á suðurströndina, í Borgarfjörðinn, Bláa lónið og í hellaferðir. Óveðrið hafi haft áhrif á þetta allt. Stór hluti ferðamannanna geti bókað í aðrar ferðir á næstu dögum og býst Þórdís Lóa við að þeir muni þiggja það. „Við erum alvön þessu og þetta er partur af vetrarferðamennsku á Íslandi. Það þarf að fella niður ferðir út af veðrum og færa til milli daga. Það er líka algengt í norðurljósaferðum að það þurfi að færa milli daga,“ segir hún. Hún bætir þó við að gærdagurinn hafi verið óvenjuslæmur. „Og ef ég man rétt þá kom einn slíkur dagur líka í desember,“ segir hún. Þórdís Lóa segir að ferðamenn bregðist langoftast við svona aðstæðum með skilningi. Enda sé fyrirtækið með ákveðnar öryggis- og viðbragðsáætlanir sem settar hafi verið upp í samstarfi við aðila sem þekkja slík öryggisatriði vel. „Við erum ekki að stefna neinum í hættu og pössum vel upp á öryggismál hjá okkur.“ Aftakaveðrið á suðvesturhorni landsins í gær olli nokkru tjóni. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru slökkviliðsmenn í þrettán útköll á dælubílum. Samkvæmt upplýsingum frá Óttari Karlssyni innivarðstjóra þurfti að bregðast við byggingakrönum sem voru við að fjúka um koll, járn fauk af þökum og strætóskýli skemmdust. Þá voru um 120 björgunarsveitarmenn kallaðir út á suðvesturhorninu, langflestir í Reykjavik. Veðrið á landinu næstu daga verður talsvert hægara en það var í gær. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að í dag verði hvasst fyrir austan og talsverð rigning á Suðausturlandi. Á morgun lægir svo fyrir austan og hitastigið verður nálægt frostmarki vestan til. Óli Þór býst við áhugaverðu veðri um helgina þegar skellur á hvöss suðvestanátt. Þá gæti slegið í storm um landið norðvestanvert. Þessu fylgja mikil hlýindi og þó einna mest á Austurlandi. „Þar gætum við farið að sjá hitatölur sem maður sér ekki oft í febrúar,“ segir Óli Þór. Íbúar á Austfjörðum geti séð þessar háu hitatölur en í höfuðborginni verður rigning og suddi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Ferðaþjónusta Þúsundir ferðamanna sem áttu pantaðar skoðunarferðir með íslenskum rútubílafyrirtækjum þurftu að breyta áætlunum sínum í gær vegna ofsaveðurs. Öllum dagsferðum hjá Kynnisferðum var aflýst. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins áttu 500 manns bókað far í ferðir.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine.vísir/eyþórÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine ferðaþjónustufyrirtækisins, segir að á þriðja þúsund manns hafi átt bókað far hjá þeim í gær í ferð um Gullna hringinn, á suðurströndina, í Borgarfjörðinn, Bláa lónið og í hellaferðir. Óveðrið hafi haft áhrif á þetta allt. Stór hluti ferðamannanna geti bókað í aðrar ferðir á næstu dögum og býst Þórdís Lóa við að þeir muni þiggja það. „Við erum alvön þessu og þetta er partur af vetrarferðamennsku á Íslandi. Það þarf að fella niður ferðir út af veðrum og færa til milli daga. Það er líka algengt í norðurljósaferðum að það þurfi að færa milli daga,“ segir hún. Hún bætir þó við að gærdagurinn hafi verið óvenjuslæmur. „Og ef ég man rétt þá kom einn slíkur dagur líka í desember,“ segir hún. Þórdís Lóa segir að ferðamenn bregðist langoftast við svona aðstæðum með skilningi. Enda sé fyrirtækið með ákveðnar öryggis- og viðbragðsáætlanir sem settar hafi verið upp í samstarfi við aðila sem þekkja slík öryggisatriði vel. „Við erum ekki að stefna neinum í hættu og pössum vel upp á öryggismál hjá okkur.“ Aftakaveðrið á suðvesturhorni landsins í gær olli nokkru tjóni. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru slökkviliðsmenn í þrettán útköll á dælubílum. Samkvæmt upplýsingum frá Óttari Karlssyni innivarðstjóra þurfti að bregðast við byggingakrönum sem voru við að fjúka um koll, járn fauk af þökum og strætóskýli skemmdust. Þá voru um 120 björgunarsveitarmenn kallaðir út á suðvesturhorninu, langflestir í Reykjavik. Veðrið á landinu næstu daga verður talsvert hægara en það var í gær. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að í dag verði hvasst fyrir austan og talsverð rigning á Suðausturlandi. Á morgun lægir svo fyrir austan og hitastigið verður nálægt frostmarki vestan til. Óli Þór býst við áhugaverðu veðri um helgina þegar skellur á hvöss suðvestanátt. Þá gæti slegið í storm um landið norðvestanvert. Þessu fylgja mikil hlýindi og þó einna mest á Austurlandi. „Þar gætum við farið að sjá hitatölur sem maður sér ekki oft í febrúar,“ segir Óli Þór. Íbúar á Austfjörðum geti séð þessar háu hitatölur en í höfuðborginni verður rigning og suddi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira