Jack Nicholson mun leika í endurgerð á Toni Erdmann Birgir Olgeirsson skrifar 8. febrúar 2017 10:37 Jack Nicholson hefur unnið til þrennra Óskarsverðlauna á ferlinum. Vísir/EPA Aðdáendur Jack Nicholson geta tekið gleði sína á ný því hann hefur tekið að sé hlutverk í nýrri kvikmynd. Um er að ræða endurgerð á þýsku myndinni Toni Erdmann sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna í ár sem besta erlenda kvikmyndin.Nicholson, sem hefur unnið til þrennra Óskarsverðlauna á ferlinum, mun leika á móti Kristen Wiig en þetta verður fyrsta hlutverk hans í kvikmynd frá árinu 2010, rómantísku gamanmyndinni How Do You Know.Nicholson, sem verður áttatíu ára á árinu, er sagður mikill aðdáandi upprunalegu myndarinnar frá Þýskalandi og hafði samband við forsvarsmenn kvikmyndaversins Paramount með það í huga að endurgera myndina. Þess má geta að Toni Erdmann verður frumsýnd á þýskum bíódögum í Bíó Pardís á föstudag og fer svo í almennar sýningar eftir það. Bíó og sjónvarp Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Aðdáendur Jack Nicholson geta tekið gleði sína á ný því hann hefur tekið að sé hlutverk í nýrri kvikmynd. Um er að ræða endurgerð á þýsku myndinni Toni Erdmann sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna í ár sem besta erlenda kvikmyndin.Nicholson, sem hefur unnið til þrennra Óskarsverðlauna á ferlinum, mun leika á móti Kristen Wiig en þetta verður fyrsta hlutverk hans í kvikmynd frá árinu 2010, rómantísku gamanmyndinni How Do You Know.Nicholson, sem verður áttatíu ára á árinu, er sagður mikill aðdáandi upprunalegu myndarinnar frá Þýskalandi og hafði samband við forsvarsmenn kvikmyndaversins Paramount með það í huga að endurgera myndina. Þess má geta að Toni Erdmann verður frumsýnd á þýskum bíódögum í Bíó Pardís á föstudag og fer svo í almennar sýningar eftir það.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein