Tók undir gagnrýni Páls Magnússonar á Silfrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 17:28 Ásmundur Friðriksson hefur sterkar skoðanir á kirkjuheimsóknum grunnskólabarna. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingi í dag að honum þætti fréttamat fjölmiðla svolítið bjagað og nefndi í því samhengi sérstaklega þáttinn Silfrið sem var á dagskrá RÚV síðastliðinn sunnudag og umfjöllun um sjómannaverkfallið þar. Áður hafði Páll Magnússon, sem einnig er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnt Egil Helgason, annan þáttastjórnanda Silfursins, fyrir að fjalla ekki nóg um sjómannaverkfallið í þættinum á sunnudag.Í umræðum um störf þingsins í dag tók Ásmundur undir þessa gagnrýni kollega síns: „Ég er að velta fyrir mér fréttamati fjölmiðla sem oft er svolítið bjagað í mínum huga. Í þætti í ríkissjónvarpinu á sunnudaginn var fjallað um brennivínsfrumvarpið í 17 mínútur en verkfall sjómanna í tvær eða þrjár. Það fannst mér einkennilegt miðað við mikilvægi málsins, atvinnugreinar sem veltir yfir 300 milljörðum á ári og heldur lífinu í landsbyggðinni. Það fékk þrjár mínútur á móti brennivíninu. Það segir svolítið um matið.“ Ásmundur kvaðst síðan hafa miklar áhyggjur af verkfalli sjómanna og að það væri mikilvægt að sjómenn, útgerðarmenn og stjórnvöld legðu núna spilin á borðið til að ljúka mætti deilunni sem fyrst. „Hún hefur þegar tekið allt of mikinn toll, ekki bara hjá samfélaginu í heild heldur líka hjá fiskverkunarfólkinu, þjónustuaðilunum og öllum þeim sem vinna við og að sjávarútvegi.“ Alþingi Tengdar fréttir Páll gagnrýnir Silfrið: „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík“ Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. 5. febrúar 2017 20:24 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingi í dag að honum þætti fréttamat fjölmiðla svolítið bjagað og nefndi í því samhengi sérstaklega þáttinn Silfrið sem var á dagskrá RÚV síðastliðinn sunnudag og umfjöllun um sjómannaverkfallið þar. Áður hafði Páll Magnússon, sem einnig er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnt Egil Helgason, annan þáttastjórnanda Silfursins, fyrir að fjalla ekki nóg um sjómannaverkfallið í þættinum á sunnudag.Í umræðum um störf þingsins í dag tók Ásmundur undir þessa gagnrýni kollega síns: „Ég er að velta fyrir mér fréttamati fjölmiðla sem oft er svolítið bjagað í mínum huga. Í þætti í ríkissjónvarpinu á sunnudaginn var fjallað um brennivínsfrumvarpið í 17 mínútur en verkfall sjómanna í tvær eða þrjár. Það fannst mér einkennilegt miðað við mikilvægi málsins, atvinnugreinar sem veltir yfir 300 milljörðum á ári og heldur lífinu í landsbyggðinni. Það fékk þrjár mínútur á móti brennivíninu. Það segir svolítið um matið.“ Ásmundur kvaðst síðan hafa miklar áhyggjur af verkfalli sjómanna og að það væri mikilvægt að sjómenn, útgerðarmenn og stjórnvöld legðu núna spilin á borðið til að ljúka mætti deilunni sem fyrst. „Hún hefur þegar tekið allt of mikinn toll, ekki bara hjá samfélaginu í heild heldur líka hjá fiskverkunarfólkinu, þjónustuaðilunum og öllum þeim sem vinna við og að sjávarútvegi.“
Alþingi Tengdar fréttir Páll gagnrýnir Silfrið: „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík“ Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. 5. febrúar 2017 20:24 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Páll gagnrýnir Silfrið: „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík“ Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. 5. febrúar 2017 20:24