Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2017 12:42 Hera Hilmarsdóttir mun leika stórt hlutverk í nýjasta verkefni óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. Vísir/Getty/Stefán Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar leikstjórans Peter Jackson, Mortal Engines, framtíðartrylli sem byggður á bókum Philip Reeve.Frá þessu er greint á vef Variety. Peter Jackson, sem þekktastur er fyrir Lord of the Rings myndir sínar, mun skrifa handrit myndarinnar og framleiða hana. Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, mun leikstýra myndinni. Líkt og áður sagði verður myndin byggð á bókum Philip Reeve. Sögusviðið er framtíðin þar sem jörðin hefur verið lögð í eyði eftir alheimsstyrjöld. Örfáar borgir eru þó eftir og ferðast þær um og berjast við aðrar borgir um þær auðlindir sem eftir eru. Hera mun leika hlutverk Hester Shaw, sem gegnir lykilhlutverki í bókunum. Því er ljóst að um afar stórt hlutverk er að ræða og líklega það stærsta sem Hera hefur hreppt til þessa á alþjóðavettvangi. Hún lék nýverið á móti Josh Hartnett og Ben Kingsley í myndinni The Ottoman Lieutenant sem væntanleg er í kvikmyndahús. Þá lék hún einnig stórt hlutverk í þáttunum Da Vinci's Demons. Framleiðsla Mortal Engines hefst í vor og er reiknað með að hún komi í kvikmyndahús í desember á næsta ári. Hera, ásamt Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, frumsýndu í lok síðasta mánaðar leikverkið Andaðu eftir Duncan Macmillan, en leikritið verður í sýningu í Iðnó til mánudagsins 20. febrúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hera í stóru hlutverki í Da Vinci´s demons Hera Hilmarsdóttir leikur stórt hlutverk í ævintýra þáttaseríunni Da Vinci´s demons sem fengið hefur mikið lof í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrir aðeins tveimur árum útskrifaðist hún úr LAMDA-leiklistarskólanum í London. 6. september 2013 11:30 Hera Hilmarsdóttir leikur á móti Ben Kingsley í An Ordinary Man Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum sem myndar samband við húshjálpina sína. 29. október 2015 15:40 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar leikstjórans Peter Jackson, Mortal Engines, framtíðartrylli sem byggður á bókum Philip Reeve.Frá þessu er greint á vef Variety. Peter Jackson, sem þekktastur er fyrir Lord of the Rings myndir sínar, mun skrifa handrit myndarinnar og framleiða hana. Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, mun leikstýra myndinni. Líkt og áður sagði verður myndin byggð á bókum Philip Reeve. Sögusviðið er framtíðin þar sem jörðin hefur verið lögð í eyði eftir alheimsstyrjöld. Örfáar borgir eru þó eftir og ferðast þær um og berjast við aðrar borgir um þær auðlindir sem eftir eru. Hera mun leika hlutverk Hester Shaw, sem gegnir lykilhlutverki í bókunum. Því er ljóst að um afar stórt hlutverk er að ræða og líklega það stærsta sem Hera hefur hreppt til þessa á alþjóðavettvangi. Hún lék nýverið á móti Josh Hartnett og Ben Kingsley í myndinni The Ottoman Lieutenant sem væntanleg er í kvikmyndahús. Þá lék hún einnig stórt hlutverk í þáttunum Da Vinci's Demons. Framleiðsla Mortal Engines hefst í vor og er reiknað með að hún komi í kvikmyndahús í desember á næsta ári. Hera, ásamt Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, frumsýndu í lok síðasta mánaðar leikverkið Andaðu eftir Duncan Macmillan, en leikritið verður í sýningu í Iðnó til mánudagsins 20. febrúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hera í stóru hlutverki í Da Vinci´s demons Hera Hilmarsdóttir leikur stórt hlutverk í ævintýra þáttaseríunni Da Vinci´s demons sem fengið hefur mikið lof í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrir aðeins tveimur árum útskrifaðist hún úr LAMDA-leiklistarskólanum í London. 6. september 2013 11:30 Hera Hilmarsdóttir leikur á móti Ben Kingsley í An Ordinary Man Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum sem myndar samband við húshjálpina sína. 29. október 2015 15:40 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Hera í stóru hlutverki í Da Vinci´s demons Hera Hilmarsdóttir leikur stórt hlutverk í ævintýra þáttaseríunni Da Vinci´s demons sem fengið hefur mikið lof í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrir aðeins tveimur árum útskrifaðist hún úr LAMDA-leiklistarskólanum í London. 6. september 2013 11:30
Hera Hilmarsdóttir leikur á móti Ben Kingsley í An Ordinary Man Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum sem myndar samband við húshjálpina sína. 29. október 2015 15:40