Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2017 12:42 Hera Hilmarsdóttir mun leika stórt hlutverk í nýjasta verkefni óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. Vísir/Getty/Stefán Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar leikstjórans Peter Jackson, Mortal Engines, framtíðartrylli sem byggður á bókum Philip Reeve.Frá þessu er greint á vef Variety. Peter Jackson, sem þekktastur er fyrir Lord of the Rings myndir sínar, mun skrifa handrit myndarinnar og framleiða hana. Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, mun leikstýra myndinni. Líkt og áður sagði verður myndin byggð á bókum Philip Reeve. Sögusviðið er framtíðin þar sem jörðin hefur verið lögð í eyði eftir alheimsstyrjöld. Örfáar borgir eru þó eftir og ferðast þær um og berjast við aðrar borgir um þær auðlindir sem eftir eru. Hera mun leika hlutverk Hester Shaw, sem gegnir lykilhlutverki í bókunum. Því er ljóst að um afar stórt hlutverk er að ræða og líklega það stærsta sem Hera hefur hreppt til þessa á alþjóðavettvangi. Hún lék nýverið á móti Josh Hartnett og Ben Kingsley í myndinni The Ottoman Lieutenant sem væntanleg er í kvikmyndahús. Þá lék hún einnig stórt hlutverk í þáttunum Da Vinci's Demons. Framleiðsla Mortal Engines hefst í vor og er reiknað með að hún komi í kvikmyndahús í desember á næsta ári. Hera, ásamt Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, frumsýndu í lok síðasta mánaðar leikverkið Andaðu eftir Duncan Macmillan, en leikritið verður í sýningu í Iðnó til mánudagsins 20. febrúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hera í stóru hlutverki í Da Vinci´s demons Hera Hilmarsdóttir leikur stórt hlutverk í ævintýra þáttaseríunni Da Vinci´s demons sem fengið hefur mikið lof í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrir aðeins tveimur árum útskrifaðist hún úr LAMDA-leiklistarskólanum í London. 6. september 2013 11:30 Hera Hilmarsdóttir leikur á móti Ben Kingsley í An Ordinary Man Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum sem myndar samband við húshjálpina sína. 29. október 2015 15:40 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar leikstjórans Peter Jackson, Mortal Engines, framtíðartrylli sem byggður á bókum Philip Reeve.Frá þessu er greint á vef Variety. Peter Jackson, sem þekktastur er fyrir Lord of the Rings myndir sínar, mun skrifa handrit myndarinnar og framleiða hana. Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, mun leikstýra myndinni. Líkt og áður sagði verður myndin byggð á bókum Philip Reeve. Sögusviðið er framtíðin þar sem jörðin hefur verið lögð í eyði eftir alheimsstyrjöld. Örfáar borgir eru þó eftir og ferðast þær um og berjast við aðrar borgir um þær auðlindir sem eftir eru. Hera mun leika hlutverk Hester Shaw, sem gegnir lykilhlutverki í bókunum. Því er ljóst að um afar stórt hlutverk er að ræða og líklega það stærsta sem Hera hefur hreppt til þessa á alþjóðavettvangi. Hún lék nýverið á móti Josh Hartnett og Ben Kingsley í myndinni The Ottoman Lieutenant sem væntanleg er í kvikmyndahús. Þá lék hún einnig stórt hlutverk í þáttunum Da Vinci's Demons. Framleiðsla Mortal Engines hefst í vor og er reiknað með að hún komi í kvikmyndahús í desember á næsta ári. Hera, ásamt Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, frumsýndu í lok síðasta mánaðar leikverkið Andaðu eftir Duncan Macmillan, en leikritið verður í sýningu í Iðnó til mánudagsins 20. febrúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hera í stóru hlutverki í Da Vinci´s demons Hera Hilmarsdóttir leikur stórt hlutverk í ævintýra þáttaseríunni Da Vinci´s demons sem fengið hefur mikið lof í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrir aðeins tveimur árum útskrifaðist hún úr LAMDA-leiklistarskólanum í London. 6. september 2013 11:30 Hera Hilmarsdóttir leikur á móti Ben Kingsley í An Ordinary Man Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum sem myndar samband við húshjálpina sína. 29. október 2015 15:40 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hera í stóru hlutverki í Da Vinci´s demons Hera Hilmarsdóttir leikur stórt hlutverk í ævintýra þáttaseríunni Da Vinci´s demons sem fengið hefur mikið lof í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrir aðeins tveimur árum útskrifaðist hún úr LAMDA-leiklistarskólanum í London. 6. september 2013 11:30
Hera Hilmarsdóttir leikur á móti Ben Kingsley í An Ordinary Man Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum sem myndar samband við húshjálpina sína. 29. október 2015 15:40