Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Svavar Hávarðsson skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Hefðbundin upplýsingaskilti virðast ekki ná tilætluðum árangri. Fréttablaðið/Vilhelm Vegagerðin hefur sett fram þá hugmynd hvort koma ætti upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og Kirkjufjöru sem byggir á ölduspákerfi Vegagerðarinnar. Í krafti kerfisins er mögulegt að spá fyrir um hættustigið á þessum vinsælu ferðamannastöðum nokkra daga fram í tímann. Þetta kemur fram í minnisblaði Sigurðar Sigurðarsonar, strandverkfræðings hjá Vegagerðinni, þar sem því er velt upp hvort ekki sé mögulegt að nýta upplýsingarnar sem þegar liggja fyrir til að vara ferðamenn við hættulegum aðstæðum. Hann nefnir að ein leiðin væri að setja upp ljósabúnað sem varaði við hættulegum öldum. Eins mætti hugsa sér að upplýsingarnar nýtist fyrst og fremst þeim sem eftirlit hafa á staðnum – lögreglu og/eða björgunarsveitum.Sigurður SigurðarsonSigurður segir að hugmyndinni sé varpað fram án þess að það liggi fyrir á hvers verksviði vinna við slíkt verkefni ætti að vera og hvaðan fjármagn til þess kæmi. Hins vegar sé kerfið sem byggja ætti á þegar til staðar hjá Vegagerðinni þó þróun og uppsetning slíks kerfis, og öryggismál ferðamanna, séu ekki beint á verksviði stofnunarinnar. Hættan sem stafar að ferðafólki á umræddum stöðum hefur verið í hámæli um nokkurn tíma. Skemmst er að minnast banaslyss í Kirkjufjöru í byrjun janúar – og ótal tilvika annarra þar sem ferðafólk hefur verið hætt komið. Þá virðist sem hefðbundin upplýsingaskilti dugi ekki til þess að vara við hættunni. Á sama tíma er vitað að aðdráttarafl svæðisins er mikið og sókn ferðamanna þangað mun aukast frekar heldur en hitt. Sigurður segir að mögulegt sé að þróa slíkt kerfi innan kerfisins Veður og sjólag sem rekið er af Vegagerðinni, þar sem öldur af hafi verða reiknaðar upp að ströndinni með hugbúnaði nokkra daga fram í tímann. Til að reikningar öldunnar upp að ströndinni verði sem nákvæmastir sé þó nauðsynlegt að gerðar verði góðar dýptarmælingar framan við ströndina þar sem lögð verði áhersla á að ná þeim botnformum sem hafa áhrif á ölduna. Á þessu stigi sé ekki ljóst hvort báðar fjörur séu jafn útsettar fyrir öll veðurskilyrði. „Því getur verið æskilegt að koma upp viðvörunarkerfi þar sem varað er við hættulegum aðstæðum, kerfi sem getur metið hættustigið hverju sinni. Það þarf að finna út við hvaða aðstæður brim og öldugangur er hættulegur og við hvaða aðstæður það er síður hættulegt,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Vegagerðin hefur sett fram þá hugmynd hvort koma ætti upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og Kirkjufjöru sem byggir á ölduspákerfi Vegagerðarinnar. Í krafti kerfisins er mögulegt að spá fyrir um hættustigið á þessum vinsælu ferðamannastöðum nokkra daga fram í tímann. Þetta kemur fram í minnisblaði Sigurðar Sigurðarsonar, strandverkfræðings hjá Vegagerðinni, þar sem því er velt upp hvort ekki sé mögulegt að nýta upplýsingarnar sem þegar liggja fyrir til að vara ferðamenn við hættulegum aðstæðum. Hann nefnir að ein leiðin væri að setja upp ljósabúnað sem varaði við hættulegum öldum. Eins mætti hugsa sér að upplýsingarnar nýtist fyrst og fremst þeim sem eftirlit hafa á staðnum – lögreglu og/eða björgunarsveitum.Sigurður SigurðarsonSigurður segir að hugmyndinni sé varpað fram án þess að það liggi fyrir á hvers verksviði vinna við slíkt verkefni ætti að vera og hvaðan fjármagn til þess kæmi. Hins vegar sé kerfið sem byggja ætti á þegar til staðar hjá Vegagerðinni þó þróun og uppsetning slíks kerfis, og öryggismál ferðamanna, séu ekki beint á verksviði stofnunarinnar. Hættan sem stafar að ferðafólki á umræddum stöðum hefur verið í hámæli um nokkurn tíma. Skemmst er að minnast banaslyss í Kirkjufjöru í byrjun janúar – og ótal tilvika annarra þar sem ferðafólk hefur verið hætt komið. Þá virðist sem hefðbundin upplýsingaskilti dugi ekki til þess að vara við hættunni. Á sama tíma er vitað að aðdráttarafl svæðisins er mikið og sókn ferðamanna þangað mun aukast frekar heldur en hitt. Sigurður segir að mögulegt sé að þróa slíkt kerfi innan kerfisins Veður og sjólag sem rekið er af Vegagerðinni, þar sem öldur af hafi verða reiknaðar upp að ströndinni með hugbúnaði nokkra daga fram í tímann. Til að reikningar öldunnar upp að ströndinni verði sem nákvæmastir sé þó nauðsynlegt að gerðar verði góðar dýptarmælingar framan við ströndina þar sem lögð verði áhersla á að ná þeim botnformum sem hafa áhrif á ölduna. Á þessu stigi sé ekki ljóst hvort báðar fjörur séu jafn útsettar fyrir öll veðurskilyrði. „Því getur verið æskilegt að koma upp viðvörunarkerfi þar sem varað er við hættulegum aðstæðum, kerfi sem getur metið hættustigið hverju sinni. Það þarf að finna út við hvaða aðstæður brim og öldugangur er hættulegur og við hvaða aðstæður það er síður hættulegt,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira