Stöndum með flóttamönnum Reimar Pétursson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Ísland hlýtur að taka stöðu með flóttamönnum á móti öflum sem vilja neita þeim um griðastað með gerræðislegum ákvörðunum. Önnur afstaða væri til þess fallin að grafa undan alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði og varpa skugga á afstöðu Íslands til mannréttinda.Bundin af mannréttindasamningum Ríki heims eru bundin af alþjóðlegum samningum um mannréttindi. Flóttamenn njóta samkvæmt þeim réttinda án manngreinarálits vegna kynþátta, trúarbragða eða ættlands. Þá er óheimilt að endursenda þá til ríkis þar sem lífi þeirra eða frelsi myndi ógnað. Hvort svo sé þarf að meta sérstaklega fyrir hvern og einn flóttamann og þeim er frjálst að bera slíkt mat undir dómstóla. Þessir alþjóðlegu samningar takmarka fullveldisrétt Íslands og annarra ríkja til að taka gerræðislegar ákvarðanir um aðgang flóttamanna að landssvæðum þeirra. Á okkar tímum fela þessar takmarkanir á fullveldi í sér ákveðnar áskoranir fyrir ríki heims, en yfirlýstur vilji samningsaðila stendur óbreyttur: að standa með flóttamönnum án tillits til ættlands þeirra.Grefur undan alþjóðlegu samstarfi Ríki sem virðir þessi réttindi að vettugi, hvort heldur í stóru eða smáu, grefur undan alþjóðlegu samstarfi og varpar skugga á afstöðu sína til mannréttinda. Vilji kjósenda í viðkomandi ríki skiptir hér engu, því alþjóðlegu sáttmálarnir endurspegla réttindi sem allir í heiminum vilja njóta og samhug sem flestir vilja sýna flóttamönnum á vergangi. Leitt er að sjá menn hér á landi, sem vilja virða að vettugi mannréttindi flóttamanna, skýla sér bak við orðræðu um að málefni flóttamanna verði að ræða af raunsæi. Miðað við stöðu þjóðaréttar getur slík umræða aldrei talist raunsæ. Hún er einfaldlega lýðskrum sem beinist að þeim sem minnst mega sín og á lítið, ef nokkuð, skylt við málefnalega umræðu um stöðu innflytjenda sem ekki teljast flóttamenn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Reimar Pétursson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland hlýtur að taka stöðu með flóttamönnum á móti öflum sem vilja neita þeim um griðastað með gerræðislegum ákvörðunum. Önnur afstaða væri til þess fallin að grafa undan alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði og varpa skugga á afstöðu Íslands til mannréttinda.Bundin af mannréttindasamningum Ríki heims eru bundin af alþjóðlegum samningum um mannréttindi. Flóttamenn njóta samkvæmt þeim réttinda án manngreinarálits vegna kynþátta, trúarbragða eða ættlands. Þá er óheimilt að endursenda þá til ríkis þar sem lífi þeirra eða frelsi myndi ógnað. Hvort svo sé þarf að meta sérstaklega fyrir hvern og einn flóttamann og þeim er frjálst að bera slíkt mat undir dómstóla. Þessir alþjóðlegu samningar takmarka fullveldisrétt Íslands og annarra ríkja til að taka gerræðislegar ákvarðanir um aðgang flóttamanna að landssvæðum þeirra. Á okkar tímum fela þessar takmarkanir á fullveldi í sér ákveðnar áskoranir fyrir ríki heims, en yfirlýstur vilji samningsaðila stendur óbreyttur: að standa með flóttamönnum án tillits til ættlands þeirra.Grefur undan alþjóðlegu samstarfi Ríki sem virðir þessi réttindi að vettugi, hvort heldur í stóru eða smáu, grefur undan alþjóðlegu samstarfi og varpar skugga á afstöðu sína til mannréttinda. Vilji kjósenda í viðkomandi ríki skiptir hér engu, því alþjóðlegu sáttmálarnir endurspegla réttindi sem allir í heiminum vilja njóta og samhug sem flestir vilja sýna flóttamönnum á vergangi. Leitt er að sjá menn hér á landi, sem vilja virða að vettugi mannréttindi flóttamanna, skýla sér bak við orðræðu um að málefni flóttamanna verði að ræða af raunsæi. Miðað við stöðu þjóðaréttar getur slík umræða aldrei talist raunsæ. Hún er einfaldlega lýðskrum sem beinist að þeim sem minnst mega sín og á lítið, ef nokkuð, skylt við málefnalega umræðu um stöðu innflytjenda sem ekki teljast flóttamenn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun