Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2017 06:00 Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv þegar liðið gerði jafntefli við Hólmar Örn Eyjólfsson og félaga í Maccabi Haifa, 2-2, í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrradag. Það verður seint sagt að þessi mörk Viðars Arnar hafi komið á óvart því síðan í Pepsi-deildinni 2013 þegar hann skaust upp á stjörnuhimininn hefur hann ekki gert neitt annað en að skora. Mörkin hans tvö á mánudaginn voru mörk númer níu og tíu í ísraelsku úrvalsdeildinni en það tók hann aðeins 17 leiki að skora þessi tíu mörk. Hann er nú búinn að skora tíu mörk í fjórum deildum í fjórum löndum; Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Ísrael.Nálægt tíu í fimmta landinu Eftir að skora þrettán mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni fékk Viðar Örn tækifæri í Noregi þar sem hann sannaði sig sem alvöru markaskorari. Hann spilaði aðeins eina leiktíð í norsku úrvalsdeildinni en varð þar markakóngur með 25 mörk í 29 leikjum. Ævinýraþráin greip um sig þegar kínverska liðið Jiangsu Sainty gerði honum tilboð sem hann gat ekki hafnað. Í Kína var Viðar Örn grátlega nálægt því að skora tíu mörk en hann setti níu mörk í 28 leikjum. Þar skoraði Viðar mark á 230 mínútna fresti sem er hans langversti árangur síðan hann byrjaði að raða inn í efstu deild árið 2013. Sé litið á heildarfjölda marka í öllum keppnum má fullyrða að Viðar Örn hafi skorað tíu mörk að lágmarki í fimm löndum en ekki fjórum því Selfyssingurinn bætti við fjórum mörkum fyrir Jiangsu Sainty í kínverska bikarnum sem liðið vann.Tveir erfiðir kaflar Viðar Örn byrjaði ekki vel með Malmö í Svíþjóð og heillaði ekki beint stuðningsmenn í fyrstu leikjunum. En þegar stíflan brast gerði hún það með látum. Viðar skoraði á endanum fjórtán mörk í 19 leikjum fyrir sænska stórliðið þrátt fyrir að spila aðeins hálfa leiktíðina. Hann hafnaði meira að segja í 2.-3. sæti markalistans og hjálpaði Malmö að verða meistari. Líf framherjans getur verið erfitt eins og Viðar Örn fékk aftur að kynnast í Ísrael. Þar gekk hann í gegnum mánuð án þess að skora. Liðið var heldur ekkert að skora og þjálfarinn rekinn en þar sem Viðar var keyptur fyrir metupphæð til Maccabi var skuldinni skellt að stórum hluta á hann. „Það var þvílík pressa á okkur og stuðningsmennirnir voru á móti okkur. Þetta endaði með því að þjálfarinn var rekinn. Fjölmiðlarnir á svæðinu kenndu mér um þetta allt saman. Þetta var nú samt þannig að í þessum leikjum fékk ég varla færi. Þetta var bara í hausnum á okkur en undanfarið hefur þetta lagast og við erum farnir að vinna leiki aftur,“ sagði Viðar í samtali við íþróttadeild á dögunum. Tíunda markið er komið í hús í fjórða landinu og nú er bara að sjá hvort Viðar verði markakóngur í öðru landinu en hann er aðeins einu marki á eftir efsta manni og nóg eftir af deildinni.Viðar tíu marka maður í fjórða (fimmta) landinu á ferlinum:FylkirPepsi-deildin á Íslandi 2013 - 13 mörk í 22 leikjum - 18 mörk í deild og bikar - 1. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 152 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 1 tvenna Engin þrennaVålerengaNorska úrvalsdeildin 2014 - 25 mörk í 29 leikjum - 31 mark í deild og bikar - Markakóngur Skoraði á 104 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 4 tvennur 2 þrennurJiangsu SaintyKínverska deildin 2015 - 9 mörk í 28 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 17. til 20. sæti á markalistanum Skoraði á 230 mínútna fresti Skoraði í 32 prósent leikjanna Engin tvenna Engin þrennaMalmö FFSænska úrvalsdeildin 2016 - 14 mörk í 19 leikjum - 17 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 113 mínútna fresti Skoraði í 47 prósent leikjanna 1 tvenna 2 þrennurMaccabi Tel AvivÍsraelska deildin 2016/17 - 10 mörk í 17 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skorar á 132 mínútna fresti Skorar í 41 prósent leikjanna 3 tvennur Engin þrenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv þegar liðið gerði jafntefli við Hólmar Örn Eyjólfsson og félaga í Maccabi Haifa, 2-2, í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrradag. Það verður seint sagt að þessi mörk Viðars Arnar hafi komið á óvart því síðan í Pepsi-deildinni 2013 þegar hann skaust upp á stjörnuhimininn hefur hann ekki gert neitt annað en að skora. Mörkin hans tvö á mánudaginn voru mörk númer níu og tíu í ísraelsku úrvalsdeildinni en það tók hann aðeins 17 leiki að skora þessi tíu mörk. Hann er nú búinn að skora tíu mörk í fjórum deildum í fjórum löndum; Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Ísrael.Nálægt tíu í fimmta landinu Eftir að skora þrettán mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni fékk Viðar Örn tækifæri í Noregi þar sem hann sannaði sig sem alvöru markaskorari. Hann spilaði aðeins eina leiktíð í norsku úrvalsdeildinni en varð þar markakóngur með 25 mörk í 29 leikjum. Ævinýraþráin greip um sig þegar kínverska liðið Jiangsu Sainty gerði honum tilboð sem hann gat ekki hafnað. Í Kína var Viðar Örn grátlega nálægt því að skora tíu mörk en hann setti níu mörk í 28 leikjum. Þar skoraði Viðar mark á 230 mínútna fresti sem er hans langversti árangur síðan hann byrjaði að raða inn í efstu deild árið 2013. Sé litið á heildarfjölda marka í öllum keppnum má fullyrða að Viðar Örn hafi skorað tíu mörk að lágmarki í fimm löndum en ekki fjórum því Selfyssingurinn bætti við fjórum mörkum fyrir Jiangsu Sainty í kínverska bikarnum sem liðið vann.Tveir erfiðir kaflar Viðar Örn byrjaði ekki vel með Malmö í Svíþjóð og heillaði ekki beint stuðningsmenn í fyrstu leikjunum. En þegar stíflan brast gerði hún það með látum. Viðar skoraði á endanum fjórtán mörk í 19 leikjum fyrir sænska stórliðið þrátt fyrir að spila aðeins hálfa leiktíðina. Hann hafnaði meira að segja í 2.-3. sæti markalistans og hjálpaði Malmö að verða meistari. Líf framherjans getur verið erfitt eins og Viðar Örn fékk aftur að kynnast í Ísrael. Þar gekk hann í gegnum mánuð án þess að skora. Liðið var heldur ekkert að skora og þjálfarinn rekinn en þar sem Viðar var keyptur fyrir metupphæð til Maccabi var skuldinni skellt að stórum hluta á hann. „Það var þvílík pressa á okkur og stuðningsmennirnir voru á móti okkur. Þetta endaði með því að þjálfarinn var rekinn. Fjölmiðlarnir á svæðinu kenndu mér um þetta allt saman. Þetta var nú samt þannig að í þessum leikjum fékk ég varla færi. Þetta var bara í hausnum á okkur en undanfarið hefur þetta lagast og við erum farnir að vinna leiki aftur,“ sagði Viðar í samtali við íþróttadeild á dögunum. Tíunda markið er komið í hús í fjórða landinu og nú er bara að sjá hvort Viðar verði markakóngur í öðru landinu en hann er aðeins einu marki á eftir efsta manni og nóg eftir af deildinni.Viðar tíu marka maður í fjórða (fimmta) landinu á ferlinum:FylkirPepsi-deildin á Íslandi 2013 - 13 mörk í 22 leikjum - 18 mörk í deild og bikar - 1. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 152 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 1 tvenna Engin þrennaVålerengaNorska úrvalsdeildin 2014 - 25 mörk í 29 leikjum - 31 mark í deild og bikar - Markakóngur Skoraði á 104 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 4 tvennur 2 þrennurJiangsu SaintyKínverska deildin 2015 - 9 mörk í 28 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 17. til 20. sæti á markalistanum Skoraði á 230 mínútna fresti Skoraði í 32 prósent leikjanna Engin tvenna Engin þrennaMalmö FFSænska úrvalsdeildin 2016 - 14 mörk í 19 leikjum - 17 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 113 mínútna fresti Skoraði í 47 prósent leikjanna 1 tvenna 2 þrennurMaccabi Tel AvivÍsraelska deildin 2016/17 - 10 mörk í 17 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skorar á 132 mínútna fresti Skorar í 41 prósent leikjanna 3 tvennur Engin þrenna
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira