Engin grundvallarbreyting Stjórnarmaðurinn skrifar 19. febrúar 2017 11:00 Fjármálaráðuneytið hefur gefið út að stefnt sé að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion. Ætlunin sé hins vegar að selja Landsbankann einungis að hluta, þannig að ríkið haldi eftir 34 til 40% hlut. Eins og við mátti búast hefur þessum fyrirætlunum verið mætt með hefðbundnum upphrópunum um að verið sé að selja fjölskyldudjásnin og leggja fjármálakerfið í hendurnar á spákaupmönnum. Skoðum aðeins hvaða breytingar er verið að leggja til. Hvað varðar Arion banka er ríkið einungis eigandi 13% hlutar og því í sjálfu sér ekki um grundvallarbreytingu að ræða. Væntanlega er hægt að finna fjármunum betri farveg en að vera fastir í áhrifaleysi sem lítill hluthafi í banka. Hvað Landsbankann varðar er ríkið þó vissulega eigandi nánast að fullu. Fyrirætlun um að halda eftir ríflega þriðjungshlut ætti þó að tryggja að ríkið geti haft leiðandi áhrif á reksturinn. Þetta er þekkt blanda ríkis og einkarekstrar sem meðal annars hefur gefið góða raun í Noregi, t.d. hjá norska olíurisanum Statoil. Með því getur ríkið tryggt ákveðna íhaldssemi í rekstrinum á meðan einkaaðilar veita stjórnendum það aðhald sem einungis raunverulegir eigendur gera. Varla getur þetta talist sérlega áhættusækin nálgun. Grundvallarbreytingin felst því í sölunni á Íslandsbanka. Menn geta deilt um hvar á nákvæmlega að draga línuna í þessum efnum, en færa má rök fyrir því að búið sé tiltölulega varfærnislega um hnútana þegar einn bankanna er að stærstum hluta í eigu ríkisins og hinir þurfa að lúta ströngum kröfum um eigið fé og annað sem settar voru í kjölfar hrunsins. Hitt er svo annað að vanda þarf vel til verka þegar kemur að söluferlinu. Við megum ekki við annarri eins katastrófu og hér varð í síðustu einkavæðingarhrinu, þar sem vel valdir flokkshestar fengu bankana allt að því afhenta. Fregnir af áhuga lífeyrissjóðanna á Arion hið minnsta eru ekki sérlega upplyftandi. Lífeyrissjóðirnir eru fjármálamarkaðnum mikilvægir, en það er ekki spennandi tilhugsun að nánast öll skráð félög í landinu og bankarnir í þokkabót verði á þeirra hendi. Uppleggið við söluna á bönkunum er gott. Þeim fjármunum sem safnast er betur varið í greiðslu á skuldum ríkisins. Það er fjármálamarkaðnum hins vegar lífsnauðsyn að þar starfi einstaklingar sem leggja sitt undir og uppskera eftir því. Það gildir um banka eins og annað, og því nauðsynlegt að vandað verði til verka við söluna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hefur gefið út að stefnt sé að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion. Ætlunin sé hins vegar að selja Landsbankann einungis að hluta, þannig að ríkið haldi eftir 34 til 40% hlut. Eins og við mátti búast hefur þessum fyrirætlunum verið mætt með hefðbundnum upphrópunum um að verið sé að selja fjölskyldudjásnin og leggja fjármálakerfið í hendurnar á spákaupmönnum. Skoðum aðeins hvaða breytingar er verið að leggja til. Hvað varðar Arion banka er ríkið einungis eigandi 13% hlutar og því í sjálfu sér ekki um grundvallarbreytingu að ræða. Væntanlega er hægt að finna fjármunum betri farveg en að vera fastir í áhrifaleysi sem lítill hluthafi í banka. Hvað Landsbankann varðar er ríkið þó vissulega eigandi nánast að fullu. Fyrirætlun um að halda eftir ríflega þriðjungshlut ætti þó að tryggja að ríkið geti haft leiðandi áhrif á reksturinn. Þetta er þekkt blanda ríkis og einkarekstrar sem meðal annars hefur gefið góða raun í Noregi, t.d. hjá norska olíurisanum Statoil. Með því getur ríkið tryggt ákveðna íhaldssemi í rekstrinum á meðan einkaaðilar veita stjórnendum það aðhald sem einungis raunverulegir eigendur gera. Varla getur þetta talist sérlega áhættusækin nálgun. Grundvallarbreytingin felst því í sölunni á Íslandsbanka. Menn geta deilt um hvar á nákvæmlega að draga línuna í þessum efnum, en færa má rök fyrir því að búið sé tiltölulega varfærnislega um hnútana þegar einn bankanna er að stærstum hluta í eigu ríkisins og hinir þurfa að lúta ströngum kröfum um eigið fé og annað sem settar voru í kjölfar hrunsins. Hitt er svo annað að vanda þarf vel til verka þegar kemur að söluferlinu. Við megum ekki við annarri eins katastrófu og hér varð í síðustu einkavæðingarhrinu, þar sem vel valdir flokkshestar fengu bankana allt að því afhenta. Fregnir af áhuga lífeyrissjóðanna á Arion hið minnsta eru ekki sérlega upplyftandi. Lífeyrissjóðirnir eru fjármálamarkaðnum mikilvægir, en það er ekki spennandi tilhugsun að nánast öll skráð félög í landinu og bankarnir í þokkabót verði á þeirra hendi. Uppleggið við söluna á bönkunum er gott. Þeim fjármunum sem safnast er betur varið í greiðslu á skuldum ríkisins. Það er fjármálamarkaðnum hins vegar lífsnauðsyn að þar starfi einstaklingar sem leggja sitt undir og uppskera eftir því. Það gildir um banka eins og annað, og því nauðsynlegt að vandað verði til verka við söluna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira