ATH. Þétting er víst lausnin Björn Teitsson skrifar 16. febrúar 2017 14:45 Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði í Bítinu að morgni 16. febrúar að áherslur Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar í borginni á kostnað jaðarsvæða séu ekki til þess fallnar að auðvelda ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. Þetta er mikil skammsýni og einfaldlega rangt. Þróunin, eins og hún er, er jákvæð. Hún gengur hægt en jákvæð engu að síður. Í jafn gisinni borg og Reykjavík er þétting byggðar lífsnauðsynleg. Til að stytta vegalengdir, til að auka lífsgæði, til að létta álagi á umferðaræðar, til að stuðla að sjálfbærum samgöngumátum. Þegar hugsað er um kostnað þarf nefnilega að taka fleiri atriði með í reikninginn en lóðaverð. Lóðir gætu verið ódýrari í útjaðri borgarinnar en þar tekur við annar kostnaður. Fólk er þar með knúið til að kaupa og reka bíl, sem lækkar ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á mánuði. Ný hverfi kalla á nýjar götur (dýrt), viðhald gatna (dýrt), nýja skóla (dýrt) og byggir múra milli fólks með þungum umferðaræðum. Svo ekki sé minnst á tímann. Og mengunina og kostnaðinn sem felst í auknu byggingarmagni glænýrra hverfa. Jeminn eini. Sé ekki nóg að minnast á að tími eru peningar (sem er glatað en ok) þá eru líka töpuð lífsgæði sem felast í tíma sem er eytt, ekki varið, heldur eytt, í umferð á hverjum degi. Fólk á til að gleyma þegar það skammast út í „lattélepjandi“ miðbæjarfólk, að helstu atvinnuveitendur borgarinnar (og landsins) eru í póstnúmerum 101, 104 og 105. Þar á meðal eru Landspítalinn, Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Landsbankinn, Eimskip... uppskipunarhafnir og öll útgerðin. Bara til að nefna brotabrot. Þar eru einnig helstu menntastofnanir; Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík þar sem rúmlega 20 þúsund manns stunda framhaldsnám. Það þjónar hagsmunum fólksins, íbúana, borgarinnar, landsins alls og þjóðarinnar allrar, að fólk eigi kost á að búa í námunda við þau svæði þar sem það stundar nám eða starfar. Þétting er lausnin. Að búa nálægt vinnu/skóla er lausnin. Að stytta vegalengdir er lausnin. Að létta álag á miðbænum með nýjum miðpunktum hverfa þar sem lífvænleg starfsemi í menningu, mat og drykk fær að þrífast, er lausnin. Að auka lífsgæði, draga úr mengun og hættu bílaumferðar, er lausnin. Það liggur í augum uppi. Það er reynsla allra borga sem teljast eftirsóttar til að búa í beggja vegna Atlantshafsins. Lærum af reynslunni í guðanna bænum og hættum að hneigja okkur eftir þörfum hagsmunaaðila sem er drullusama um lífsgæði ykkar; fólksins sem byggir þessa borg og gestanna sem sækja hana heim. (Þessi grein er byggð á stöðuuppfærslu af facebook frá október 2016. Það er virkilega sorglegt að geta endurtekið næstum hvert einasta orð, óbreytt). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði í Bítinu að morgni 16. febrúar að áherslur Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar í borginni á kostnað jaðarsvæða séu ekki til þess fallnar að auðvelda ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. Þetta er mikil skammsýni og einfaldlega rangt. Þróunin, eins og hún er, er jákvæð. Hún gengur hægt en jákvæð engu að síður. Í jafn gisinni borg og Reykjavík er þétting byggðar lífsnauðsynleg. Til að stytta vegalengdir, til að auka lífsgæði, til að létta álagi á umferðaræðar, til að stuðla að sjálfbærum samgöngumátum. Þegar hugsað er um kostnað þarf nefnilega að taka fleiri atriði með í reikninginn en lóðaverð. Lóðir gætu verið ódýrari í útjaðri borgarinnar en þar tekur við annar kostnaður. Fólk er þar með knúið til að kaupa og reka bíl, sem lækkar ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á mánuði. Ný hverfi kalla á nýjar götur (dýrt), viðhald gatna (dýrt), nýja skóla (dýrt) og byggir múra milli fólks með þungum umferðaræðum. Svo ekki sé minnst á tímann. Og mengunina og kostnaðinn sem felst í auknu byggingarmagni glænýrra hverfa. Jeminn eini. Sé ekki nóg að minnast á að tími eru peningar (sem er glatað en ok) þá eru líka töpuð lífsgæði sem felast í tíma sem er eytt, ekki varið, heldur eytt, í umferð á hverjum degi. Fólk á til að gleyma þegar það skammast út í „lattélepjandi“ miðbæjarfólk, að helstu atvinnuveitendur borgarinnar (og landsins) eru í póstnúmerum 101, 104 og 105. Þar á meðal eru Landspítalinn, Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Landsbankinn, Eimskip... uppskipunarhafnir og öll útgerðin. Bara til að nefna brotabrot. Þar eru einnig helstu menntastofnanir; Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík þar sem rúmlega 20 þúsund manns stunda framhaldsnám. Það þjónar hagsmunum fólksins, íbúana, borgarinnar, landsins alls og þjóðarinnar allrar, að fólk eigi kost á að búa í námunda við þau svæði þar sem það stundar nám eða starfar. Þétting er lausnin. Að búa nálægt vinnu/skóla er lausnin. Að stytta vegalengdir er lausnin. Að létta álag á miðbænum með nýjum miðpunktum hverfa þar sem lífvænleg starfsemi í menningu, mat og drykk fær að þrífast, er lausnin. Að auka lífsgæði, draga úr mengun og hættu bílaumferðar, er lausnin. Það liggur í augum uppi. Það er reynsla allra borga sem teljast eftirsóttar til að búa í beggja vegna Atlantshafsins. Lærum af reynslunni í guðanna bænum og hættum að hneigja okkur eftir þörfum hagsmunaaðila sem er drullusama um lífsgæði ykkar; fólksins sem byggir þessa borg og gestanna sem sækja hana heim. (Þessi grein er byggð á stöðuuppfærslu af facebook frá október 2016. Það er virkilega sorglegt að geta endurtekið næstum hvert einasta orð, óbreytt).
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar