Helmingur heldur framhjá á Netflix Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2017 10:45 Um fimmtungur hefur rifist við makann vegna þáttagláps. Vísir/Getty Þau sem streyma þáttum með makanum ættu að hafa varann á ef marka má niðurstöður könnunnar frá streymisveitunni Netflix sem birtar voru í gær. Þær gefa til kynna að næstum helmingur, eða 46 prósent, hafa „haldið framhjá“ makanum á Netflix eins og það er orðað í niðurstöðunum.Netflix-framhjáhald er skilgreint sem að horfa lengra inn í þáttaraðir en gert er með makanum og kom fyrst fyrir sjónir streymisveitunnar árið 2013. Nú, fjórum árum síðar, hefur tíðni framhjáglápsins þrefaldast og gert er ráð fyrir því að það muni einungis aukst á næstu árum. Byggir það ekki síst á þeirri staðreynd að um 60% þeirra sem horfa lengra en makinn segjast myndu gera það miklu oftar ef þeir vissu að það kæmist ekki upp. Niðurstöðurnar gefa að sama skapi til kynna að rúmlega 8 af hverjum 10 hafa horft lengra en makinn oftar en einu sinni og 44% oftar en þrisvar.Algengasta ástæðan gæði Þrátt fyrir að engin þáttaröð sé undanskilin eru það helst The Walking Dead, Breaking Bad, American Horror Story, House of Cards, Orange Is The New Black, Narcos og Stranger Things sem mest er horft á framhjá makanum. Allar þáttaraðirnar eru geysilega vinsælar og margverðlaunaðar og skyldi því engan undra að algengasta ástæðan fyrir framhjáglápi skuli vera að 66% fólks gat bara ekki hætt að horfa. Þættirnir væru einfaldlega of góðir. Algengast er að fólk horfi lengra en makinn þegar hann er fjarverandi, svo sem á ferðalagi (28%) eða í vinnunni (24%) og þá stelst fjórðungur til að horfa eftir að makinn sofnar. Þó eru skiptar skoðanir um hvort það teljist raunverulega til framhjágláps, niðurstöður Netflix gefa til kynna að 53% telji svo ekki vera.Um fimmtungur aðspurðra hefur rifist við makann sinn eftir að hafa komist upp um svikin - sem er kannski skiljanlegt í ljósi þess að 14% aðspurðra segja framhjágláp vera alvarlegra en raunverulegt framhjáhald. Rannsóknin var framkvæmd frá 20.-31. desember í fyrra og byggir á 30.267 svörum fullorðinna áskrifenda Netflix. Þeir eru frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Filippseyjum, Singapúr, Indland, Japan, Taívan, Suður-Kóreu, Hong Kong, S.A.F., Mexíkó, Síle, Kólumbíu, Brasilíu, Argentínu, Spáni, Portúgal, Tyrklandi, Pólandi, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Hollandi og Danmörku. Niðurstöðurnar má nálgast hér. Netflix Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þau sem streyma þáttum með makanum ættu að hafa varann á ef marka má niðurstöður könnunnar frá streymisveitunni Netflix sem birtar voru í gær. Þær gefa til kynna að næstum helmingur, eða 46 prósent, hafa „haldið framhjá“ makanum á Netflix eins og það er orðað í niðurstöðunum.Netflix-framhjáhald er skilgreint sem að horfa lengra inn í þáttaraðir en gert er með makanum og kom fyrst fyrir sjónir streymisveitunnar árið 2013. Nú, fjórum árum síðar, hefur tíðni framhjáglápsins þrefaldast og gert er ráð fyrir því að það muni einungis aukst á næstu árum. Byggir það ekki síst á þeirri staðreynd að um 60% þeirra sem horfa lengra en makinn segjast myndu gera það miklu oftar ef þeir vissu að það kæmist ekki upp. Niðurstöðurnar gefa að sama skapi til kynna að rúmlega 8 af hverjum 10 hafa horft lengra en makinn oftar en einu sinni og 44% oftar en þrisvar.Algengasta ástæðan gæði Þrátt fyrir að engin þáttaröð sé undanskilin eru það helst The Walking Dead, Breaking Bad, American Horror Story, House of Cards, Orange Is The New Black, Narcos og Stranger Things sem mest er horft á framhjá makanum. Allar þáttaraðirnar eru geysilega vinsælar og margverðlaunaðar og skyldi því engan undra að algengasta ástæðan fyrir framhjáglápi skuli vera að 66% fólks gat bara ekki hætt að horfa. Þættirnir væru einfaldlega of góðir. Algengast er að fólk horfi lengra en makinn þegar hann er fjarverandi, svo sem á ferðalagi (28%) eða í vinnunni (24%) og þá stelst fjórðungur til að horfa eftir að makinn sofnar. Þó eru skiptar skoðanir um hvort það teljist raunverulega til framhjágláps, niðurstöður Netflix gefa til kynna að 53% telji svo ekki vera.Um fimmtungur aðspurðra hefur rifist við makann sinn eftir að hafa komist upp um svikin - sem er kannski skiljanlegt í ljósi þess að 14% aðspurðra segja framhjágláp vera alvarlegra en raunverulegt framhjáhald. Rannsóknin var framkvæmd frá 20.-31. desember í fyrra og byggir á 30.267 svörum fullorðinna áskrifenda Netflix. Þeir eru frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Filippseyjum, Singapúr, Indland, Japan, Taívan, Suður-Kóreu, Hong Kong, S.A.F., Mexíkó, Síle, Kólumbíu, Brasilíu, Argentínu, Spáni, Portúgal, Tyrklandi, Pólandi, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Hollandi og Danmörku. Niðurstöðurnar má nálgast hér.
Netflix Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira