Þjóðaröryggisráðgjafi Trump undir pressu 13. febrúar 2017 12:00 Trump og ráðgjafar hans hafa ekki komið Michael Flynn til varnar enn. Vísir/AFP Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, er undir miklum þrýstingi vegna fregna um að hann hafi rætt við rússneskan embættismann áður en Trump var tekin við embætti. Þeir hafi rætt um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Flynn mun hafa afvegaleitt bandaríska ráðamenn, þar á meðal Mike Pence, varaforseta, um símtöl sín við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Washington Post hefur eftir níu heimildarmönnum að Flynn hafi í raun rætt viðskiptaþvinganirnar við Kislyak. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Rannsakendur skoða nú hvað Flynn og sendiherrann ræddu um, samkvæmt New York Times. Þá segir miðillinn frá því að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi tekið upp minnst eitt símtalanna og þær upptökur séu meðal þess sem verið sé að skoða.Lítið um varnir Demókratar kalla eftir því að hætt verði að veita Flynn aðgang að leyniupplýsingum og að tengsl hans við stjórnvöld Rússlands verði rannsökuð ítarlega.Trump og ráðgjafar hans hafa ekki komið Flynn til varnar enn. AP fréttaveitan segir ráðgjafa Trump hafa ítrekað komið sér undan því að svara spurningum um stöðu Flynn innan ríkisstjórnar Trump. Þá mun forsetinn hafa sagt starfsmönnum sínum að hann hafi áhyggjur af stöðunni. Flynn hefur verið duggur stuðningsmaður Trump, en tengsl hans við Rússlands hafa varpað efasemdum á stöðu hans og aðgang að leyniupplýsingum. Yfirvöld í Moskvu hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Talsmaður Vladimir Putin, Dmitry Peskov, sagði í morgun að Kislyak og Flynn hefðu aldrei rætt um þvinganirnar. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að eftirlit sé haft með öllum opinberum samskiptum við nýja ríkisstjórn Trump og viðskiptaþvinganir hafi ekki komið upp í samtölum á milli bandarískra og rússneskra embættismanna. Nafn Flynn er þó hvergi nefnt í fréttinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, er undir miklum þrýstingi vegna fregna um að hann hafi rætt við rússneskan embættismann áður en Trump var tekin við embætti. Þeir hafi rætt um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Flynn mun hafa afvegaleitt bandaríska ráðamenn, þar á meðal Mike Pence, varaforseta, um símtöl sín við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Washington Post hefur eftir níu heimildarmönnum að Flynn hafi í raun rætt viðskiptaþvinganirnar við Kislyak. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Rannsakendur skoða nú hvað Flynn og sendiherrann ræddu um, samkvæmt New York Times. Þá segir miðillinn frá því að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi tekið upp minnst eitt símtalanna og þær upptökur séu meðal þess sem verið sé að skoða.Lítið um varnir Demókratar kalla eftir því að hætt verði að veita Flynn aðgang að leyniupplýsingum og að tengsl hans við stjórnvöld Rússlands verði rannsökuð ítarlega.Trump og ráðgjafar hans hafa ekki komið Flynn til varnar enn. AP fréttaveitan segir ráðgjafa Trump hafa ítrekað komið sér undan því að svara spurningum um stöðu Flynn innan ríkisstjórnar Trump. Þá mun forsetinn hafa sagt starfsmönnum sínum að hann hafi áhyggjur af stöðunni. Flynn hefur verið duggur stuðningsmaður Trump, en tengsl hans við Rússlands hafa varpað efasemdum á stöðu hans og aðgang að leyniupplýsingum. Yfirvöld í Moskvu hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Talsmaður Vladimir Putin, Dmitry Peskov, sagði í morgun að Kislyak og Flynn hefðu aldrei rætt um þvinganirnar. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að eftirlit sé haft með öllum opinberum samskiptum við nýja ríkisstjórn Trump og viðskiptaþvinganir hafi ekki komið upp í samtölum á milli bandarískra og rússneskra embættismanna. Nafn Flynn er þó hvergi nefnt í fréttinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira