Hafa barist fyrir sama málinu í sextán ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2017 06:00 Stöðugar breytingar verða á verslunarneti ÁTVR, en verslanirnar eru nú tæplega 50. Þessi mynd var tekin þegar ný verslun var opnuð í Spönginni. vísir/vilhelm Að minnsta kosti fjórir þingmenn höfðu flutt frumvörp um afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis áður en Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði sitt frumvarp fram fyrir helgi. Sumir hafa flutt frumvörpin oftar en einu sinni. Fyrstur til að flytja slíkt frumvarp var Vilhjálmur Egilsson árið 2001. Á eftir honum komu svo Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Kári Kristjánsson og svo Vilhjálmur Árnason.Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.vísir/eyþórFrumvörpin hafa verið með ólíkum áherslum. Ýmist er lagt til að einungis verði afnuminn einkaréttur á sölu léttvíns og bjórs eða þá að einkaaðilar eigi að geta selt allar tegundir áfengis í smásölu til jafns við ÁTVR. Þá er ýmist lagt til að afnema einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis eða að leggja ÁTVR hreinlega niður. Nú er hins vegar verið að leggja frumvarpið fram í sama búningi og í þriðja skiptið. Lagt er til að afnema einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis. Meðflutningsmenn Teits Björns eru þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Pírötum og Bjartri framtíð. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir fjölmörg þingmannamál vera lögð fram á Alþingi án þess að þau séu afgreidd. Það hafi komið til umræðu að bregðast við þessu með því að breyta löggjöfinni þannig að þingmál lifi á milli þinga. „Það er að segja að mál sem eru komin inn í nefnd og til umfjöllunar haldi áfram í þeirri umfjöllun,“ segir Unnur en tekur jafnframt fram að slík breyting hafi þó ekki náð fram að ganga. Þegar Unnur Brá tjáði sig um sambærilegt áfengisfrumvarp árið 2014 fagnaði hún því að frumvarpið hefði verið lagt fram. „Ég vona svo sannarlega, herra forseti, að þetta mál komist það langt að það fari í atkvæðagreiðslu í þingsalnum,“ sagði hún þá í þingræðu. Nú segist Unnur Brá í samtali við Fréttablaðið ekki geta beitt sér fyrir því að þingmálið verði afgreitt frá Alþingi, hvort sem það yrði samþykkt eða fellt. „Forseti Alþingis er forseti allra þingmanna. Hann beitir sér ekki fyrir einu máli frekar en öðru eftir því hvaða persónulegu skoðanir hann hefur.“ Áherslur þingflokkanna skipti meira máli varðandi það hvaða þingmannamál verði tekin á dagskrá. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir þingmenn höfðu flutt frumvörp um afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis áður en Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði sitt frumvarp fram fyrir helgi. Sumir hafa flutt frumvörpin oftar en einu sinni. Fyrstur til að flytja slíkt frumvarp var Vilhjálmur Egilsson árið 2001. Á eftir honum komu svo Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Kári Kristjánsson og svo Vilhjálmur Árnason.Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.vísir/eyþórFrumvörpin hafa verið með ólíkum áherslum. Ýmist er lagt til að einungis verði afnuminn einkaréttur á sölu léttvíns og bjórs eða þá að einkaaðilar eigi að geta selt allar tegundir áfengis í smásölu til jafns við ÁTVR. Þá er ýmist lagt til að afnema einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis eða að leggja ÁTVR hreinlega niður. Nú er hins vegar verið að leggja frumvarpið fram í sama búningi og í þriðja skiptið. Lagt er til að afnema einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis. Meðflutningsmenn Teits Björns eru þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Pírötum og Bjartri framtíð. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir fjölmörg þingmannamál vera lögð fram á Alþingi án þess að þau séu afgreidd. Það hafi komið til umræðu að bregðast við þessu með því að breyta löggjöfinni þannig að þingmál lifi á milli þinga. „Það er að segja að mál sem eru komin inn í nefnd og til umfjöllunar haldi áfram í þeirri umfjöllun,“ segir Unnur en tekur jafnframt fram að slík breyting hafi þó ekki náð fram að ganga. Þegar Unnur Brá tjáði sig um sambærilegt áfengisfrumvarp árið 2014 fagnaði hún því að frumvarpið hefði verið lagt fram. „Ég vona svo sannarlega, herra forseti, að þetta mál komist það langt að það fari í atkvæðagreiðslu í þingsalnum,“ sagði hún þá í þingræðu. Nú segist Unnur Brá í samtali við Fréttablaðið ekki geta beitt sér fyrir því að þingmálið verði afgreitt frá Alþingi, hvort sem það yrði samþykkt eða fellt. „Forseti Alþingis er forseti allra þingmanna. Hann beitir sér ekki fyrir einu máli frekar en öðru eftir því hvaða persónulegu skoðanir hann hefur.“ Áherslur þingflokkanna skipti meira máli varðandi það hvaða þingmannamál verði tekin á dagskrá. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00
Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00
Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00