„Varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 14:30 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. vísir/anton brink Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gerði þingpallana á Alþingi að umræðuefni undir liðnum störf þingsins í dag. Kvaðst hann sjálfur hafa komið reglulega á pallana þegar hann var óbreyttur borgari en bar þeim ekki sérstaklega vel söguna. „Ég get sagt það að það er varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess. Það kom stundum fyrir að maður lagði leið sína niður í bæ til að fylgjast með einhverju máli sem maður hafði áhuga á en svo kemur maður upp á palla, situr þarna nánast allslaus, símalaus, veit ekkert hvaða mál kemur næst eða hve margir eiga eftir að tala. Gefst upp, fer heim og horfir á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Pawel. Hann benti síðan á að farsímar eru ekki leyfðir á þingpöllunum en þeir eru hins vegar leyfðir í þingsal. „Ég held að fyrst að við höfum ákveðið að leyfa okkur sjálfum að vera með raftæki hérna í salnum til að geta flett upp frumvörpum eða hvað eina það er sem við gerum við þessi þá eigum við að íhuga það að þeir borgarar sem hingað kæmu til að fylgjast með gætu líka tekið með sér sín snjalltæki. Svo lengi svo tækin yrðu hljóð og fólk myndi ekki taka myndir eða þess háttar. Þannig að ég held að ef virðing Alþingis getur þolað það að þingmenn fikti í símunum sínum þá getur hún þolað það líka að gestir geri það.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, þakkaði Pawel fyrir að vekja athygli á hversu erfitt er að fylgjast með þingumræðum af þingpöllunum. „Þetta er auðvitað ekki nógu gott og ég vil taka undir það að það þarf að bæta aðgengi fólks til að fylgjast með umræðum og geta vitað hvað er á dagskrá og hvernig mælendaskrá er ofan af þingpöllum.“Hlusta má á á ræðu Pawels hér. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gerði þingpallana á Alþingi að umræðuefni undir liðnum störf þingsins í dag. Kvaðst hann sjálfur hafa komið reglulega á pallana þegar hann var óbreyttur borgari en bar þeim ekki sérstaklega vel söguna. „Ég get sagt það að það er varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess. Það kom stundum fyrir að maður lagði leið sína niður í bæ til að fylgjast með einhverju máli sem maður hafði áhuga á en svo kemur maður upp á palla, situr þarna nánast allslaus, símalaus, veit ekkert hvaða mál kemur næst eða hve margir eiga eftir að tala. Gefst upp, fer heim og horfir á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Pawel. Hann benti síðan á að farsímar eru ekki leyfðir á þingpöllunum en þeir eru hins vegar leyfðir í þingsal. „Ég held að fyrst að við höfum ákveðið að leyfa okkur sjálfum að vera með raftæki hérna í salnum til að geta flett upp frumvörpum eða hvað eina það er sem við gerum við þessi þá eigum við að íhuga það að þeir borgarar sem hingað kæmu til að fylgjast með gætu líka tekið með sér sín snjalltæki. Svo lengi svo tækin yrðu hljóð og fólk myndi ekki taka myndir eða þess háttar. Þannig að ég held að ef virðing Alþingis getur þolað það að þingmenn fikti í símunum sínum þá getur hún þolað það líka að gestir geri það.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, þakkaði Pawel fyrir að vekja athygli á hversu erfitt er að fylgjast með þingumræðum af þingpöllunum. „Þetta er auðvitað ekki nógu gott og ég vil taka undir það að það þarf að bæta aðgengi fólks til að fylgjast með umræðum og geta vitað hvað er á dagskrá og hvernig mælendaskrá er ofan af þingpöllum.“Hlusta má á á ræðu Pawels hér.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira