Handbolti

Valsmenn fara til Serbíu í átta liða úrslitunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sturla Magnússon og félagar í bikarmeistaraliði Vals eru á leið til Serbíu.
Sturla Magnússon og félagar í bikarmeistaraliði Vals eru á leið til Serbíu. vísir/andri marinó
Bikarmeistarar Vals í handbolta karla mæta Sloga Pozega frá Serbíu í átta liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu en dregið var í morgun.

Valur komst í átta liða úrslitin með því að leggja RK Partizan frá Svartfjallalandi í tveimur leikjum ytra. Liðin gerðu jafntefli í báðum leikjunum en Valsmenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Sloga er frá bænum Pozega í Serbíu sem er í þriggja klukkustunda fjarlægt með rútu frá höfuðborginni Belgrad.

Einnig var dregið til undanúrslitanna en komist Valur áfram mætir liðið annað hvort Potaissa Turda frá Rúmeníu eða HC Dudelange frá Lúxemborg. Valsmenn drógust á undan og eiga því fyrri leikinn á heimavelli.

Fyrri leikirnir í átta liða úrslitunum fara fram 25.-26. mars og síðari leikirnir 1.-2. apríl. Undanúrslitin verða svo spiluð í lok apríl, fyrri leikirnir 22.-23. apríl og þeir síðari 29. og 30. apríl.

Átta liða úrslitin:

HC Sloga Pozega (SER) - Valur

AHC Potaissa Turda (RÚM) - HB Dudelange (LÚX)

A.C. Doukas (GRI) - Sporting CP (POR)

JMS Hurry-Up (HOL) - HKM Sala (SLÓ)

Undanúrslitin:

JMS Hurry-Up (HOL) / HKM Sala (SLÓ) - A.C. Doukas (GRI) / Sporting CP (POR)

HC Sloga Pozega (SER) / Valur - AHC Potaissa Turda (RÚM) / HB Dudelange (LÚX) - AHC Potaissa Turda (RÚM) / HB Dudelange (LÚX)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×