Ábyrgðarlaust dómsvald Áslaug Björgvinsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 07:35 Síðastliðinn fimmtudag var enn eitt málið frá Héraðsdómi Reykjavíkur ómerkt í Hæstarétti vegna vanhæfis dómara með ómældum kostnaði fyrir okkur skattgreiðendur og aðila máls. Ef dómsvaldið væri banki í eigu okkar allra væru menn auðvitað farnir að ræða ábyrgð stjórnenda, s.s. á verkferlum og gæðamálum. Fyrir liggur að spillingarnefnd Evrópuráðsins (GRECO) beindi þegar árið 2013 tilmælum til íslenskra stjórnvalda m.a. um þörfina á að lagfæra verkferla um íslenska meðdómarakerfið til að forðast hagsmunaárekstra og tryggja heilindi. Ekkert hefur verið gert og enn eiga sér stað fokdýr mistök í meingölluðu kerfi dómsvaldsins. Hvorki fjölmiðlar né þingmenn hafa óskað eftir að lögbundnir forsvarsmenn dómsvaldsins, s.s. formaður dómstólaráðs eða dómstólaráðherra, svari fyrir ábyrgð og mistök dómsvaldsins. Ekki einu sinni formaður Dómarafélags Íslands, Skúli Magnússon dósent við HÍ. Gagnrýnin umræða um dómsvaldið er hans aðaláhyggjuefni. Skúli tekur ítrekað að sér kerfisvörn fyrir fjársvelt, illa stjórnað og vanrækt dómskerfi í stað þess sinna því lögbundna hlutverki Dómarafélagsins að standa vörð um sjálfstæði dómara og dómsvaldsins. Hans hlutverk og stjórnar Dómarafélagsins er að berjast fyrir boðlegu skipulagi um dómsvaldið í samræmi við hlutverk þess samkvæmt stjórnarskránni, þ.á.m. fullnægjandi starfsskilyrðum dómara, stoðkerfi þeirra, fræðslu og þjálfun. En það er auðvitað óþægilegt fyrir hann að gagnrýna kerfi sem samanstendur af vinum hans og kollegum í dómstólaráði sem fer með yfirstjórn héraðsdómstólanna. Í frétt sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins á föstudaginn um kostnað vegna vanhæfra dómara segir Skúli, eins og ekkert sé sjálfsagðara: „Það er ljóst að það þýðir bæði kostnað fyrir dómskerfið og þá sem að því koma. En það er auðvitað ekki einsdæmi að dómar séu ómerktir og mál séu endurflutt. Það er náttúrulega þekkt að það gerist og er sá möguleiki hluti af málsmeðferðinni.“ Skúli minnist ekki einu orði á augljósa þörf á úrbótum á ábyrgðarlausu dómsvaldi. Til að halda dómsvaldinu til ábyrgðar þarf m.a. að að breyta lögum á þann veg að málsaðilar njóti sjálfkrafa gjafsóknar frá ríkinu vegna viðbótarmálskostnaðar sem hlýst af endurflutningi mála vegna mistaka dómara. Það væri til þess fallið að auka aðhald að dómsvaldinu í þeim tilgangi að bæta verkferla, fræðslu og þjálfun dómara og þar með gæði málsmeðferðar fyrir héraðsdómi. Höfundur er héraðsdómslögmaður og fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag var enn eitt málið frá Héraðsdómi Reykjavíkur ómerkt í Hæstarétti vegna vanhæfis dómara með ómældum kostnaði fyrir okkur skattgreiðendur og aðila máls. Ef dómsvaldið væri banki í eigu okkar allra væru menn auðvitað farnir að ræða ábyrgð stjórnenda, s.s. á verkferlum og gæðamálum. Fyrir liggur að spillingarnefnd Evrópuráðsins (GRECO) beindi þegar árið 2013 tilmælum til íslenskra stjórnvalda m.a. um þörfina á að lagfæra verkferla um íslenska meðdómarakerfið til að forðast hagsmunaárekstra og tryggja heilindi. Ekkert hefur verið gert og enn eiga sér stað fokdýr mistök í meingölluðu kerfi dómsvaldsins. Hvorki fjölmiðlar né þingmenn hafa óskað eftir að lögbundnir forsvarsmenn dómsvaldsins, s.s. formaður dómstólaráðs eða dómstólaráðherra, svari fyrir ábyrgð og mistök dómsvaldsins. Ekki einu sinni formaður Dómarafélags Íslands, Skúli Magnússon dósent við HÍ. Gagnrýnin umræða um dómsvaldið er hans aðaláhyggjuefni. Skúli tekur ítrekað að sér kerfisvörn fyrir fjársvelt, illa stjórnað og vanrækt dómskerfi í stað þess sinna því lögbundna hlutverki Dómarafélagsins að standa vörð um sjálfstæði dómara og dómsvaldsins. Hans hlutverk og stjórnar Dómarafélagsins er að berjast fyrir boðlegu skipulagi um dómsvaldið í samræmi við hlutverk þess samkvæmt stjórnarskránni, þ.á.m. fullnægjandi starfsskilyrðum dómara, stoðkerfi þeirra, fræðslu og þjálfun. En það er auðvitað óþægilegt fyrir hann að gagnrýna kerfi sem samanstendur af vinum hans og kollegum í dómstólaráði sem fer með yfirstjórn héraðsdómstólanna. Í frétt sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins á föstudaginn um kostnað vegna vanhæfra dómara segir Skúli, eins og ekkert sé sjálfsagðara: „Það er ljóst að það þýðir bæði kostnað fyrir dómskerfið og þá sem að því koma. En það er auðvitað ekki einsdæmi að dómar séu ómerktir og mál séu endurflutt. Það er náttúrulega þekkt að það gerist og er sá möguleiki hluti af málsmeðferðinni.“ Skúli minnist ekki einu orði á augljósa þörf á úrbótum á ábyrgðarlausu dómsvaldi. Til að halda dómsvaldinu til ábyrgðar þarf m.a. að að breyta lögum á þann veg að málsaðilar njóti sjálfkrafa gjafsóknar frá ríkinu vegna viðbótarmálskostnaðar sem hlýst af endurflutningi mála vegna mistaka dómara. Það væri til þess fallið að auka aðhald að dómsvaldinu í þeim tilgangi að bæta verkferla, fræðslu og þjálfun dómara og þar með gæði málsmeðferðar fyrir héraðsdómi. Höfundur er héraðsdómslögmaður og fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun