Jimmy Kimmel lét Trump heyra það í opnunarræðu Óskarsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 07:41 Jimmy Kimmel var kynnir á Óskarnum í nótt. vísir/getty Þáttastjórnandinn og grínistinn Jimmy Kimmel skaut föstum skotum á Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í opnunarræðu sinni á Óskarsverðlaununum í nótt en Kimmel var kynnir hátíðarinnar. Hann þakkaði meðal annars forsetanum fyrir þegar hann spurði viðstadda hvort þeir myndu eftir því að í fyrra hefðu Óskarsverðlaunin verið talin lituð af kynþáttahatri. Hann byrjaði á því að vekja athygli á að milljónir Bandaríkjamanna væru að fylgjast með Óskarnum í beinni sjónvarpsútsendingu og þá væri hátíðin einnig send beint út um allan heim, eða til 225 landa sem núna hata Bandaríkin. „Þjóðin er klofin akkúrat núna og fólk hefur verið að segja við mig að ég þurfi að segja eitthvað sem sameinar þjóðina. En ég er ekki maðurinn til að sameina þjóðina,“ sagði Kimmel og bætti við að það væri aðeins ein hetja í salnum, Mel Gibson, og vísaði þar í myndina Braveheart en hann væri heldur ekki fær um að sameina bandarísku þjóðina. Kimmel fór síðan á alvarlegri nótur en vísaði áfram í Trump og slagorð hans „Make America Great Again.“ „Það eru margar milljónir að horfa núna og ef allir myndu bara nálgast eina manneskju sem maður er ósammála og eiga jákvætt og uppbyggilegt samtal, ekki sem frjálslyndir eða íhaldssamir heldur sem Bandaríkjamenn, ef við myndum öll gera það þá gætum við gert Bandaríkin frábær á ný. Þetta byrjar allt með okkur.“ Eins og Kimmel var von og vísa var hann svo á léttu nótunum einnig og gerði meðal annars grín að leikaranum Matt Damon en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman, þó meira í gríni en alvöru. Kimmel sagði að það hefði verið fallega gert af Damon að láta aðalhlutverkið í myndinni Manchester by the Sea, sem Damon framleiddi, til æskuvinar síns Casey Affleck. „Hann lét Affleck hafa Óskarsverðlaunahlutverk og lék sjálfur í kínverskri mynd og sú mynd, Kínamúrinn, er búin að tapa 80 milljónum,“ sagði Kimmel við mikla kátínu viðstaddra og Damon sjálfs. Ræðu Kimmel má sjá í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Tengdar fréttir Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Því miður náði ekki allar stjörnurnar að hitta í mark í nótt. 27. febrúar 2017 07:15 Óskarinn 2017: Best klæddu stjörnurnar Rauði dregillinn á Óskarnum var ansi flottur í gær. 27. febrúar 2017 07:00 Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16 Ótrúleg uppákoma á Óskarnum: Röng mynd lesin upp sem besta kvikmyndin Hið ótrúlega gerðist á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt þegar röng kvikmynd var tilkynnt sem besta kvikmyndin. 27. febrúar 2017 05:20 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Þáttastjórnandinn og grínistinn Jimmy Kimmel skaut föstum skotum á Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í opnunarræðu sinni á Óskarsverðlaununum í nótt en Kimmel var kynnir hátíðarinnar. Hann þakkaði meðal annars forsetanum fyrir þegar hann spurði viðstadda hvort þeir myndu eftir því að í fyrra hefðu Óskarsverðlaunin verið talin lituð af kynþáttahatri. Hann byrjaði á því að vekja athygli á að milljónir Bandaríkjamanna væru að fylgjast með Óskarnum í beinni sjónvarpsútsendingu og þá væri hátíðin einnig send beint út um allan heim, eða til 225 landa sem núna hata Bandaríkin. „Þjóðin er klofin akkúrat núna og fólk hefur verið að segja við mig að ég þurfi að segja eitthvað sem sameinar þjóðina. En ég er ekki maðurinn til að sameina þjóðina,“ sagði Kimmel og bætti við að það væri aðeins ein hetja í salnum, Mel Gibson, og vísaði þar í myndina Braveheart en hann væri heldur ekki fær um að sameina bandarísku þjóðina. Kimmel fór síðan á alvarlegri nótur en vísaði áfram í Trump og slagorð hans „Make America Great Again.“ „Það eru margar milljónir að horfa núna og ef allir myndu bara nálgast eina manneskju sem maður er ósammála og eiga jákvætt og uppbyggilegt samtal, ekki sem frjálslyndir eða íhaldssamir heldur sem Bandaríkjamenn, ef við myndum öll gera það þá gætum við gert Bandaríkin frábær á ný. Þetta byrjar allt með okkur.“ Eins og Kimmel var von og vísa var hann svo á léttu nótunum einnig og gerði meðal annars grín að leikaranum Matt Damon en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman, þó meira í gríni en alvöru. Kimmel sagði að það hefði verið fallega gert af Damon að láta aðalhlutverkið í myndinni Manchester by the Sea, sem Damon framleiddi, til æskuvinar síns Casey Affleck. „Hann lét Affleck hafa Óskarsverðlaunahlutverk og lék sjálfur í kínverskri mynd og sú mynd, Kínamúrinn, er búin að tapa 80 milljónum,“ sagði Kimmel við mikla kátínu viðstaddra og Damon sjálfs. Ræðu Kimmel má sjá í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Tengdar fréttir Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Því miður náði ekki allar stjörnurnar að hitta í mark í nótt. 27. febrúar 2017 07:15 Óskarinn 2017: Best klæddu stjörnurnar Rauði dregillinn á Óskarnum var ansi flottur í gær. 27. febrúar 2017 07:00 Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16 Ótrúleg uppákoma á Óskarnum: Röng mynd lesin upp sem besta kvikmyndin Hið ótrúlega gerðist á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt þegar röng kvikmynd var tilkynnt sem besta kvikmyndin. 27. febrúar 2017 05:20 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Því miður náði ekki allar stjörnurnar að hitta í mark í nótt. 27. febrúar 2017 07:15
Óskarinn 2017: Best klæddu stjörnurnar Rauði dregillinn á Óskarnum var ansi flottur í gær. 27. febrúar 2017 07:00
Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16
Ótrúleg uppákoma á Óskarnum: Röng mynd lesin upp sem besta kvikmyndin Hið ótrúlega gerðist á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt þegar röng kvikmynd var tilkynnt sem besta kvikmyndin. 27. febrúar 2017 05:20