Orri Freyr: Æfum spennustigið til að koma í veg fyrir að menn æli Tómas Þór Þóraðrson skrifar 21. febrúar 2017 20:00 Karlalið Vals í handbolta þarf að ná úr sér flugþreytunni fyrir föstudaginn en úrslitahelgi bikarsins er í þessari viku. Valsmenn lentu eftir 20 tíma ferðalag frá Svartfjallalandi í nótt. Undanúrslitin í Coca Cola-bikar karla fara fram á föstudaginn en þar eiga ríkjandi bikarmeistarar Vals leik á móti sjóðheitum FH-ingum. Menn eru oft hræddir við að segjast ætla að verja bikarmeistaratitla og bera við gömlu góðu klisjunni að nú er nýtt ár og ný keppni. Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, er ekki í áskrift að klisjubókaseríunni. „Þetta er klárlega okkar titill að verja. Það er meira sexy að fara inn í svona helgi og þurfa að verja titilinn. Það er töff að geta gert það og það er alvöru lið sem geta haldið titli og unnið hann,“ segir Orri Freyr. Valsmenn gerðu góða ferð til Svartfjallalands um helgina og komust þar áfram í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu með samanlögðum sigri á RK Partizan í tveimur leikjum. Hlíðarendastrákar áttu erfitt ferðalag heim og þurfa nú að nota vikuna í að koma sér í rétt stand eftir erfitt og langt ferðalag. „Við vöknuðum átta um morguninn og fengum okkur morgunmat. Fyrst var það rúta í einn og hálfan tíma og svo flug til London þar sem við bíðum í sex tíma og svo var þriggja tíma flug heim. Við vorum komnir heim um tvö leytið. Þetta var 20 tíma ferðalag en ég tók mér frí í vinnunni í dag til þess að ná þessu úr mér en svo mæti ég bara í vinnuna á morgun og verð kominn í sömu rútínu,“ segir línumaðurinn. „Þetta kryddar tímabilið aukalega. Maður byrjar að hugsa betur um sig og byrja að gera allt miklu betur. Það verður allt ferskara í kringum mann.“ Sumir leikmenn Vals hafa átt í smá erfiðleikum með að halda matnum niðri fyrir bikarleikina í Höllinni undanfarin tvö ár. Bæði Alexander Júlíusson og Sveinn Aron Sveinsson hafa lent í því á síðustu tveimur árum að kasta upp. Spennustigið auðvitað hátt þegar bikar er í boði. „Alex ældi fyrir tveimur árum og Svenni ældi í fyrra tíu mínútur voru eftir af leiknum við Gróttu í fyrra. Við erum því aðeins að reyna að æfa spennustigið núna,“ segir Orri Freyr Gíslason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Karlalið Vals í handbolta þarf að ná úr sér flugþreytunni fyrir föstudaginn en úrslitahelgi bikarsins er í þessari viku. Valsmenn lentu eftir 20 tíma ferðalag frá Svartfjallalandi í nótt. Undanúrslitin í Coca Cola-bikar karla fara fram á föstudaginn en þar eiga ríkjandi bikarmeistarar Vals leik á móti sjóðheitum FH-ingum. Menn eru oft hræddir við að segjast ætla að verja bikarmeistaratitla og bera við gömlu góðu klisjunni að nú er nýtt ár og ný keppni. Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, er ekki í áskrift að klisjubókaseríunni. „Þetta er klárlega okkar titill að verja. Það er meira sexy að fara inn í svona helgi og þurfa að verja titilinn. Það er töff að geta gert það og það er alvöru lið sem geta haldið titli og unnið hann,“ segir Orri Freyr. Valsmenn gerðu góða ferð til Svartfjallalands um helgina og komust þar áfram í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu með samanlögðum sigri á RK Partizan í tveimur leikjum. Hlíðarendastrákar áttu erfitt ferðalag heim og þurfa nú að nota vikuna í að koma sér í rétt stand eftir erfitt og langt ferðalag. „Við vöknuðum átta um morguninn og fengum okkur morgunmat. Fyrst var það rúta í einn og hálfan tíma og svo flug til London þar sem við bíðum í sex tíma og svo var þriggja tíma flug heim. Við vorum komnir heim um tvö leytið. Þetta var 20 tíma ferðalag en ég tók mér frí í vinnunni í dag til þess að ná þessu úr mér en svo mæti ég bara í vinnuna á morgun og verð kominn í sömu rútínu,“ segir línumaðurinn. „Þetta kryddar tímabilið aukalega. Maður byrjar að hugsa betur um sig og byrja að gera allt miklu betur. Það verður allt ferskara í kringum mann.“ Sumir leikmenn Vals hafa átt í smá erfiðleikum með að halda matnum niðri fyrir bikarleikina í Höllinni undanfarin tvö ár. Bæði Alexander Júlíusson og Sveinn Aron Sveinsson hafa lent í því á síðustu tveimur árum að kasta upp. Spennustigið auðvitað hátt þegar bikar er í boði. „Alex ældi fyrir tveimur árum og Svenni ældi í fyrra tíu mínútur voru eftir af leiknum við Gróttu í fyrra. Við erum því aðeins að reyna að æfa spennustigið núna,“ segir Orri Freyr Gíslason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira