Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2017 17:59 Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Velskum kennara, á leið til Bandaríkjanna frá Wales, var vísað frá borði hér á landi þann 16. febrúar eftir að hann millilenti á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. RÚV greinir frá en fjallað er um málið í breskum fjölmiðlum.Kennarinn er múslimi og var á ferð til Bandaríkjanna með hóp nemenda sinna. Var hann kominn um borð í flugvélina á leið til Bandaríkjanna þegar honum var fylgt úr flugvélinni af öryggisvörðum á flugvellinum. Talsmaður sveitarfélagsins sem kennarinn starfar fyrirr segir að kennarinn hafi verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hafi samt sem áður ekki fengið leyfi til þess að koma til Bandaríkjanna. Nemendurnir héldu för sinni áfram en talsmaður sveitarfélagsins segir að engar fullnægjandi skýringar hafi borist á því af hverju kennaranum var vísað frá borði. Er hann sagður vera svekktur og sár með þá meðhöndlun sem hann fékk á flugvellinum. Þá reyndi hann að fá svör hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi án árangurs. Hefur sveitarfélagið krafið bandaríska sendiráðið í London um svör. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf sem kunnugt er út fyrr á árinu tilskipun um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna. Sú tilskipun er þó ekki í gildi eftir að lögbann var sett á hana. Talið er að Bandaríkjastjórn vinni nú að því að koma á ferðabanninu á nýju, með nýrri tilskipun. Donald Trump Tengdar fréttir AP: Nýtt ferðabann Trump mun beinast gegn ríkisborgurum sömu sjö ríkja og hið fyrra Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á næstunni kynna nýja tilskipun um ferðabann, eftir að dómstólar felldu þá fyrri úr gildi fyrr í mánuðinum. 20. febrúar 2017 09:04 Vill nýja tilskipun um ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna. 11. febrúar 2017 07:48 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
Velskum kennara, á leið til Bandaríkjanna frá Wales, var vísað frá borði hér á landi þann 16. febrúar eftir að hann millilenti á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. RÚV greinir frá en fjallað er um málið í breskum fjölmiðlum.Kennarinn er múslimi og var á ferð til Bandaríkjanna með hóp nemenda sinna. Var hann kominn um borð í flugvélina á leið til Bandaríkjanna þegar honum var fylgt úr flugvélinni af öryggisvörðum á flugvellinum. Talsmaður sveitarfélagsins sem kennarinn starfar fyrirr segir að kennarinn hafi verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hafi samt sem áður ekki fengið leyfi til þess að koma til Bandaríkjanna. Nemendurnir héldu för sinni áfram en talsmaður sveitarfélagsins segir að engar fullnægjandi skýringar hafi borist á því af hverju kennaranum var vísað frá borði. Er hann sagður vera svekktur og sár með þá meðhöndlun sem hann fékk á flugvellinum. Þá reyndi hann að fá svör hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi án árangurs. Hefur sveitarfélagið krafið bandaríska sendiráðið í London um svör. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf sem kunnugt er út fyrr á árinu tilskipun um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna. Sú tilskipun er þó ekki í gildi eftir að lögbann var sett á hana. Talið er að Bandaríkjastjórn vinni nú að því að koma á ferðabanninu á nýju, með nýrri tilskipun.
Donald Trump Tengdar fréttir AP: Nýtt ferðabann Trump mun beinast gegn ríkisborgurum sömu sjö ríkja og hið fyrra Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á næstunni kynna nýja tilskipun um ferðabann, eftir að dómstólar felldu þá fyrri úr gildi fyrr í mánuðinum. 20. febrúar 2017 09:04 Vill nýja tilskipun um ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna. 11. febrúar 2017 07:48 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
AP: Nýtt ferðabann Trump mun beinast gegn ríkisborgurum sömu sjö ríkja og hið fyrra Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á næstunni kynna nýja tilskipun um ferðabann, eftir að dómstólar felldu þá fyrri úr gildi fyrr í mánuðinum. 20. febrúar 2017 09:04
Vill nýja tilskipun um ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna. 11. febrúar 2017 07:48