Vill ekki sjá skattgreiðendur enda með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra Ásgeir Erlendsson skrifar 9. mars 2017 19:52 Ráðherra ferðamála segir óskynsamlegt að skattgreiðendur beri alla ábyrgð á rekstri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Mikilvægt sé að skoða þann möguleika að einkaaðilar komi að uppbyggingu flugstöðvarinnar. Forstjóri Icelandair group tekur undir með ráðherranum og segir fyrirkomulagið vera galið. Ekkert lát verður á fjölgun ferðamanna til Íslands í ár. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka er spáð að ferðamenn verði 2,3 milljónir í ár sem er 30% fjölgun frá fyrra ári. Það þýðir að í sumar verður einn af hverjum fimm á landinu ferðamaður og 1 af hverjum 10 bílum á landinu verður bílaleigubíll. Þetta kom fram á morgunfundi bankans í morgun þar sem skýrslan var kynnt en bankinn spáir því að gjaldeyristekjur þessara 2,3 milljóna ferðamanna verði 560 milljarðar sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Fjölgun ferðamanna á síðasta ári olli töluverðu öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þar sem uppbygging flugstöðvarinnar hefur verið hröð. Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum tvöfaldist stærð flugstöðvarinnar. Flugstöðin er að fullu í eigu ríkisins. Þórdís K. R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir ekki skynsamlegt að skattgreiðendur beri alla áhættu vegna uppbyggingar vallarins. „Í mínum huga finnst mér skynsamlegt að skoða það að fá fjárfesta inn í þá uppbyggingu. Mér finnst ekki skynsamlegt, allavega án þess að skoða vel, að skattgreiðendur beri þá áhættu að byggja upp, vegna þess að þetta eru ótrúlegar fjárhæðir, og auðvitað er það versta myndin. En það getur auðvitað allt gerst, þetta er mjög kvikt allt saman. Ég vil ekki sjá skattgreiðendur endi með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra.“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, tekur undir sjónarmið Þórdísar. „Mér finnst það galið að ríkissjóður sé að taka þessa áhættu. Þetta er langtímafjárfesting og það þarf að vera þolinmótt fjármagn og almennt séð í heiminum er þetta eignarhald á vegum einkaaðila.“ Á fundinum voru áhrif Airbnb einnig rædd en á síðasta ári voru 2000 gistirými á Airbnb að meðaltali virk og fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldaðist frá árinu á undan. Heildartekjur vegna útleigu gistirýma á Airbnb nam um 6,76 milljörðum króna í fyrra, samanborið við tvo og hálfan milljarð á árinu 2015. Í skýrslu Íslandsbanka segir að haldi gistiþjónusta Airbnb áfram að vaxa með slíkum hraða verði afkastagetan orðin sambærileg afkastagetu allra hótela höfuðborgarsvæðisins í ár. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, segir að áætluð fjölgun hótelherbergja á árinu 2017 nemi um þriðjungi af áætlaðri þörf. Það komi til með að stuðla að aukinn nýtingu hótelherbergja og gistirýma á borð við Airbnb. Nýtt metár sé því í vændum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Ráðherra ferðamála segir óskynsamlegt að skattgreiðendur beri alla ábyrgð á rekstri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Mikilvægt sé að skoða þann möguleika að einkaaðilar komi að uppbyggingu flugstöðvarinnar. Forstjóri Icelandair group tekur undir með ráðherranum og segir fyrirkomulagið vera galið. Ekkert lát verður á fjölgun ferðamanna til Íslands í ár. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka er spáð að ferðamenn verði 2,3 milljónir í ár sem er 30% fjölgun frá fyrra ári. Það þýðir að í sumar verður einn af hverjum fimm á landinu ferðamaður og 1 af hverjum 10 bílum á landinu verður bílaleigubíll. Þetta kom fram á morgunfundi bankans í morgun þar sem skýrslan var kynnt en bankinn spáir því að gjaldeyristekjur þessara 2,3 milljóna ferðamanna verði 560 milljarðar sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Fjölgun ferðamanna á síðasta ári olli töluverðu öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þar sem uppbygging flugstöðvarinnar hefur verið hröð. Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum tvöfaldist stærð flugstöðvarinnar. Flugstöðin er að fullu í eigu ríkisins. Þórdís K. R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir ekki skynsamlegt að skattgreiðendur beri alla áhættu vegna uppbyggingar vallarins. „Í mínum huga finnst mér skynsamlegt að skoða það að fá fjárfesta inn í þá uppbyggingu. Mér finnst ekki skynsamlegt, allavega án þess að skoða vel, að skattgreiðendur beri þá áhættu að byggja upp, vegna þess að þetta eru ótrúlegar fjárhæðir, og auðvitað er það versta myndin. En það getur auðvitað allt gerst, þetta er mjög kvikt allt saman. Ég vil ekki sjá skattgreiðendur endi með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra.“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, tekur undir sjónarmið Þórdísar. „Mér finnst það galið að ríkissjóður sé að taka þessa áhættu. Þetta er langtímafjárfesting og það þarf að vera þolinmótt fjármagn og almennt séð í heiminum er þetta eignarhald á vegum einkaaðila.“ Á fundinum voru áhrif Airbnb einnig rædd en á síðasta ári voru 2000 gistirými á Airbnb að meðaltali virk og fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldaðist frá árinu á undan. Heildartekjur vegna útleigu gistirýma á Airbnb nam um 6,76 milljörðum króna í fyrra, samanborið við tvo og hálfan milljarð á árinu 2015. Í skýrslu Íslandsbanka segir að haldi gistiþjónusta Airbnb áfram að vaxa með slíkum hraða verði afkastagetan orðin sambærileg afkastagetu allra hótela höfuðborgarsvæðisins í ár. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, segir að áætluð fjölgun hótelherbergja á árinu 2017 nemi um þriðjungi af áætlaðri þörf. Það komi til með að stuðla að aukinn nýtingu hótelherbergja og gistirýma á borð við Airbnb. Nýtt metár sé því í vændum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira