Sara Björk komst ekki í heimsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 15:28 Sara Björk Gunnarsdóttir. vísir/stefán Sara Björk Gunnarsdóttir komst ekki í lið hjá ársins hjá FIFPro leikmannasamtökum kvenna en íslenski miðjumaðurinn var meðal þeirra sem voru tilnefndar. Heimsliðið fyrir síðasta ár var opinberað í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars. 3200 leikmenn frá 47 löndum tóku þátt í valinu og var Sara Björk ein af fimmtán miðjumönnum sem fengu flest atkvæði. Þótt að hún hafi ekki komist í lokaliðið þá er það mikill heiður fyrir hana að vera í hópi fimmtán bestu miðjumanna heims. Þrír miðjumenn komust á endanum í úrvalsliðið og var Sara Björk ekki ein af þeim. Miðjumennirnir í úrvalsliðinu voru þær Dzenifer Marozsán frá Þýskalandi, Carli Lloyd frá Bandaríkjunum og Marta frá Brasilíu. Leikmenn í úrvalsliðinu koma frá sex löndum eða Bandaríkjunum (4), Þýskalandi (2), Frakklandi (2), Brasilíu, Svíþjóð og Noregi. Einn liðsfélagi Söru Bjarkar hjá þýska liðinu VfL Wolfsburg er í úrvalsliðinu eða sænski varnarmaðurinn Nilla Fischer en franska Lyon á fimm leikmenn í liðinu þar af alla þrjá sóknarmennina.Heimslið FIFPro 2017:Markmaður: Hope Solo (Bandaríkin, án félags)Varnarmenn: Leone Maier (Þýskaland Bayern München); Nilla Fischer (Svíþjóð, VfL Wolfsburg); Wendie Renard (Frakkkland, Lyon), Ali Krieger (Bandaríkin, Orlando Pride)Miðjumenn: Dzenifer Marozsán (Þýskaland, Lyon), Carli Lloyd (Bandaríkin, Houston Dash/Manchester City), Marta (Brasilía, FC Rosengård)Sóknarmenn: Alex Morgan (Bandaríkin, Orlando Pride/Lyon), Ada Hegerberg (Noregur, Lyon), Eugénie Le Sommer (Frakkland, Lyon).@FIFPro proudly presents the very first #WomensWorldXI. Have a look! #BeBoldForChange pic.twitter.com/MPuVyopTDd— FIFPro (@FIFPro) March 8, 2017 EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir komst ekki í lið hjá ársins hjá FIFPro leikmannasamtökum kvenna en íslenski miðjumaðurinn var meðal þeirra sem voru tilnefndar. Heimsliðið fyrir síðasta ár var opinberað í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars. 3200 leikmenn frá 47 löndum tóku þátt í valinu og var Sara Björk ein af fimmtán miðjumönnum sem fengu flest atkvæði. Þótt að hún hafi ekki komist í lokaliðið þá er það mikill heiður fyrir hana að vera í hópi fimmtán bestu miðjumanna heims. Þrír miðjumenn komust á endanum í úrvalsliðið og var Sara Björk ekki ein af þeim. Miðjumennirnir í úrvalsliðinu voru þær Dzenifer Marozsán frá Þýskalandi, Carli Lloyd frá Bandaríkjunum og Marta frá Brasilíu. Leikmenn í úrvalsliðinu koma frá sex löndum eða Bandaríkjunum (4), Þýskalandi (2), Frakklandi (2), Brasilíu, Svíþjóð og Noregi. Einn liðsfélagi Söru Bjarkar hjá þýska liðinu VfL Wolfsburg er í úrvalsliðinu eða sænski varnarmaðurinn Nilla Fischer en franska Lyon á fimm leikmenn í liðinu þar af alla þrjá sóknarmennina.Heimslið FIFPro 2017:Markmaður: Hope Solo (Bandaríkin, án félags)Varnarmenn: Leone Maier (Þýskaland Bayern München); Nilla Fischer (Svíþjóð, VfL Wolfsburg); Wendie Renard (Frakkkland, Lyon), Ali Krieger (Bandaríkin, Orlando Pride)Miðjumenn: Dzenifer Marozsán (Þýskaland, Lyon), Carli Lloyd (Bandaríkin, Houston Dash/Manchester City), Marta (Brasilía, FC Rosengård)Sóknarmenn: Alex Morgan (Bandaríkin, Orlando Pride/Lyon), Ada Hegerberg (Noregur, Lyon), Eugénie Le Sommer (Frakkland, Lyon).@FIFPro proudly presents the very first #WomensWorldXI. Have a look! #BeBoldForChange pic.twitter.com/MPuVyopTDd— FIFPro (@FIFPro) March 8, 2017
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira