Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2017 15:04 Birgitta Jónsdóttir og Sigríður Á. Andersen. Vísir/Stefán/Eyþór Sérstök umræða fór fram um stöðu fanga á Alþingi í dag. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastofnun. Dómsmálaráðherra upplýsti um að Fangelsismálastofnun teldi að stór hluti fanga þurfi á sálfræðimeðferð að halda. „Það vita allir sem fylgjast með þessum málaflokki að það er brýn þörf á fleiri sálfræðingum í fangelsi,“ sagði Birgitta og gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar séu að störfum hjá Fangelsismálastofnun. Sagðist Birgitta hafa upplýsingar um að föngum á Akureyri byðist til að mynda ekki sálfræðiþjónusta.Fangi í fangelsinu Akureyri lést í dag eftir að hafa framið sjálfsvígstilraun í fangelsinu og vonaðist Birgitta til þess að föngum í fangelsinu byðist áfallahjálp og sálfræðiþjónustu vegna láts fangans. Taldi Birgitta það eðlilegt að sálfræðingur væri að störfum í hverri starfstöð fangelsismálastofnunar. „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfstöð. Það hljóta allir að vera sammála því að sjúkt fólk eigi ekki að vera vistað í fangelsum,“ sagði Birgitta sem spurði hvernig vinnu starfshóps um málefni geðsjúkra fanga miðaði.Erfitt að manna stöður sálfræðingaÍ svörum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, kom fram að almennt hafi vægi vistunar utan fangelsa verið rýmkað, til dæmis með auknu rafrænu eftirliti eða samfélagsþjónustu í stað fangelsisvistar. Hún viðurkenndi þó að staða geðsjúkra fanga væri bágborinn. „Það liggur alveg fyrir að þessa þjónustu þurfi að bæta,“ sagði Sigríður og bætti við að Fangelsismálastofnun mæti stöðu mála svo að stór hluti fanga þyrfti á meðferðarinngripi að halda svo draga mætti úr endurkomutíðni fanga í fangelsi. Sagði hún einnig að erfitt hefði verið að manna þessar sálfræðistöður. Þá sagði hún að vinnu starfshópsins væri ekki lokið. Vinna hans væri hluti að vinnu fullnustuáætlun sem myndi ljúka á næstu vikum. Við gerð hennar yrði sérstaklega litið til geðsjúkra fanga. Alþingi Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Sérstök umræða fór fram um stöðu fanga á Alþingi í dag. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastofnun. Dómsmálaráðherra upplýsti um að Fangelsismálastofnun teldi að stór hluti fanga þurfi á sálfræðimeðferð að halda. „Það vita allir sem fylgjast með þessum málaflokki að það er brýn þörf á fleiri sálfræðingum í fangelsi,“ sagði Birgitta og gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar séu að störfum hjá Fangelsismálastofnun. Sagðist Birgitta hafa upplýsingar um að föngum á Akureyri byðist til að mynda ekki sálfræðiþjónusta.Fangi í fangelsinu Akureyri lést í dag eftir að hafa framið sjálfsvígstilraun í fangelsinu og vonaðist Birgitta til þess að föngum í fangelsinu byðist áfallahjálp og sálfræðiþjónustu vegna láts fangans. Taldi Birgitta það eðlilegt að sálfræðingur væri að störfum í hverri starfstöð fangelsismálastofnunar. „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfstöð. Það hljóta allir að vera sammála því að sjúkt fólk eigi ekki að vera vistað í fangelsum,“ sagði Birgitta sem spurði hvernig vinnu starfshóps um málefni geðsjúkra fanga miðaði.Erfitt að manna stöður sálfræðingaÍ svörum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, kom fram að almennt hafi vægi vistunar utan fangelsa verið rýmkað, til dæmis með auknu rafrænu eftirliti eða samfélagsþjónustu í stað fangelsisvistar. Hún viðurkenndi þó að staða geðsjúkra fanga væri bágborinn. „Það liggur alveg fyrir að þessa þjónustu þurfi að bæta,“ sagði Sigríður og bætti við að Fangelsismálastofnun mæti stöðu mála svo að stór hluti fanga þyrfti á meðferðarinngripi að halda svo draga mætti úr endurkomutíðni fanga í fangelsi. Sagði hún einnig að erfitt hefði verið að manna þessar sálfræðistöður. Þá sagði hún að vinnu starfshópsins væri ekki lokið. Vinna hans væri hluti að vinnu fullnustuáætlun sem myndi ljúka á næstu vikum. Við gerð hennar yrði sérstaklega litið til geðsjúkra fanga.
Alþingi Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira