Ríkisreknar ofsóknir Sigurður Einarsson skrifar 7. mars 2017 10:11 Um þessar mundir er áberandi umræða um dómsmál sem átti sér stað fyrir rúmlega 40 árum. Þetta hafa verið nefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Dapurlegt er málið og hefur nú verið ákveðið að heimilt sé að endurupptaka það að mestu. Vonandi næst þá fram meira réttlæti til handa sakborningum í þessum ömurlegu málum. Einhverjum kann þó að þykja nokkuð seint þar sem sumir af þeim sem þá voru dæmdir eru nú látnir. Samt sem áður er það gott að réttlæti nær fram að ganga þótt um síðir sé. Önnur dómsmál eru nýrri af nálinni og sum enn í gangi. Þessi mál eru kennd við bankahrun. Margir sem telja sig áhrifamikla samfélagsrýna hefur mislíkað að samanburður sé gerður á þeirri misbeitingu valds og ofsóknum sem virðist hafa átt sér stað fyrir tæpum 40 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmáli og svo þeirri misbeitingu valds og þeim ofsóknum sem hafa átt sér stað á undanförnum árum gagnvart fyrrum stjórnendum einkabankana. Ég er einn af þeim sem hef orðið fyrir misbeitingu valds og ofsóknum af hálfu opinberra aðila einkum saksóknara og dómstóla. Ekki er ég á nokkurn máta að gera tilraun til þess að setja mig í spor þeirra sem urðu fyrir misbeitingu valds af hálfu hins opinbera kerfis í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir tæplega 40 árum síðan. Samt sem áður er það þannig að enn á ný eru það opinberir aðilar saksóknarar og dómstólar sem fara ekki að lögum, beita ofbeldi, misbeita valdi og nýta fjölmiðla til að ofsækja fáeina einstaklinga á fölskum fyrirframgreindum forsendum sektar. Í sameiningu hefur framkvæmdavaldið- og dómsvaldið ítrekað brotið á grundvallar mannréttindum sem vernduð eru stjórnarskránni og í mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er staðreynd sem Hæstiréttur Íslands staðfesti þegar héraðsdómur í svokölluðu Marple-máli var ómerkur vegna vanhæfi meðdómarans Ásgeirs Brynjars Torfasonar, lektors við Háskóla Íslands. Frá upphafi málsmeðferðar lág fyrir að vanhæfi dómarinn hafði fyrir fram tjáð sig frjálslega um sekt fyrrum stjórnenda einkabankanna á hruninu sem hér átti sér stað í alþjóðlegu efnahagskreppunni árið 2008. Benda má á að kostnaður skattborgara vegna ofbeldisins muni verð mikill. Sakborningar munu þurfa að ganga aftur í gegnum þá slæmu lífsreynslu sem skýrslutaka og réttarhöld eru. Nú þegar Hæstiréttur er farinn að sjá ljósið úr því myrkri sem einkennt hefur dómsvaldið í hrunamálum ætti saksóknari að sjá sóma sinn í því að draga málsóknina til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er áberandi umræða um dómsmál sem átti sér stað fyrir rúmlega 40 árum. Þetta hafa verið nefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Dapurlegt er málið og hefur nú verið ákveðið að heimilt sé að endurupptaka það að mestu. Vonandi næst þá fram meira réttlæti til handa sakborningum í þessum ömurlegu málum. Einhverjum kann þó að þykja nokkuð seint þar sem sumir af þeim sem þá voru dæmdir eru nú látnir. Samt sem áður er það gott að réttlæti nær fram að ganga þótt um síðir sé. Önnur dómsmál eru nýrri af nálinni og sum enn í gangi. Þessi mál eru kennd við bankahrun. Margir sem telja sig áhrifamikla samfélagsrýna hefur mislíkað að samanburður sé gerður á þeirri misbeitingu valds og ofsóknum sem virðist hafa átt sér stað fyrir tæpum 40 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmáli og svo þeirri misbeitingu valds og þeim ofsóknum sem hafa átt sér stað á undanförnum árum gagnvart fyrrum stjórnendum einkabankana. Ég er einn af þeim sem hef orðið fyrir misbeitingu valds og ofsóknum af hálfu opinberra aðila einkum saksóknara og dómstóla. Ekki er ég á nokkurn máta að gera tilraun til þess að setja mig í spor þeirra sem urðu fyrir misbeitingu valds af hálfu hins opinbera kerfis í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir tæplega 40 árum síðan. Samt sem áður er það þannig að enn á ný eru það opinberir aðilar saksóknarar og dómstólar sem fara ekki að lögum, beita ofbeldi, misbeita valdi og nýta fjölmiðla til að ofsækja fáeina einstaklinga á fölskum fyrirframgreindum forsendum sektar. Í sameiningu hefur framkvæmdavaldið- og dómsvaldið ítrekað brotið á grundvallar mannréttindum sem vernduð eru stjórnarskránni og í mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er staðreynd sem Hæstiréttur Íslands staðfesti þegar héraðsdómur í svokölluðu Marple-máli var ómerkur vegna vanhæfi meðdómarans Ásgeirs Brynjars Torfasonar, lektors við Háskóla Íslands. Frá upphafi málsmeðferðar lág fyrir að vanhæfi dómarinn hafði fyrir fram tjáð sig frjálslega um sekt fyrrum stjórnenda einkabankanna á hruninu sem hér átti sér stað í alþjóðlegu efnahagskreppunni árið 2008. Benda má á að kostnaður skattborgara vegna ofbeldisins muni verð mikill. Sakborningar munu þurfa að ganga aftur í gegnum þá slæmu lífsreynslu sem skýrslutaka og réttarhöld eru. Nú þegar Hæstiréttur er farinn að sjá ljósið úr því myrkri sem einkennt hefur dómsvaldið í hrunamálum ætti saksóknari að sjá sóma sinn í því að draga málsóknina til baka.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun