Sjö ára uppbygging Fjölnis bar ávöxt: „Þetta var mögnuð tilfinning“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2017 19:00 Sjö ára langt verkefni karlaliðs Fjölnis í handbolta bar ávöxt um helgina þegar liðið komst í fyrsta sinn undir eigin merkjum upp í efstu deild. Eftir tap í oddaleik í umspili um sæti í Olís-deildinni undanfarin tvö tímabil er Fjölnir loks komið, í fyrsta sinn í sögu félagsins, upp í efstu deild. Liðið er búið að vinna alla 17 leiki tímabilsins og er með ellefu stiga forskot þegar tíu stig eru eftir í pottinum. Sveinn Þorgeirsson hefur í níu ár verið yfirþjálfari Fjölnis og sinnt því samhliða að spila með Víkingi og Haukum í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins. Hann sneri alfarið aftur heim fyrir þremur árum síðan og fór með uppeldisfélagi sínu upp um deild á laugardaginn. „Þetta var mögnuð tilfinning en pínu óvænt því við áttum von á að þurfa að bíða aðeins lengur eftir að fagna þessum titli. Þetta var virkilega sætt og kærkomið,“ segir Sveinn við íþróttadeild. Ferlið hefur verið langt hjá Fjölni. Liðið skráði meistaraflokk karla aftur til leiks árið 2009 og vann ekki nema fimmtán leiki fyrstu sex tímabilin. Ungum og uppöldum strákum, aðeins 15 og 16 ára gömlum, var hent í djúpu laugina og þeim leyft að vaxa og dafna. Uppskeran er úrvalsdeildarlið með 80 prósent heimamenn. „Við settum af stað verkefni sem heitir Fjölnir 2014. Það fór í rauninni af stað um 2010. Þá náðist að mynda samstöðu á milli leikmanna - sem voru mjög ungir - og foreldra þeirra um umgjörðina í Fjölni. Þetta var langtímaverkefni sem myndi taka tíma og þakklæti mitt í garð þessa hóps, bæði leikmanna og umgjarðarinnar, er bara óendanlegt,“ segir Sveinn. Þolinmæðin hefur verið mikil og starfið gott í Dalhúsum, svo ekki sé talað um alla efnilegu strákana sem héldu tryggð við félagið. „Þetta er búið að vera rúmlega sjö ára ferli og vinnan sem hefur verið lögð á sig hér innanhús er ekki lítil. Þessi hollusta og þolinmæði gagnvart verkefninu hefur verið með eindæmum.“ Sveinn hefur komið með beinum hætti að uppgangi Fjölnis ásamt mörgum öðrum bæði sem þjálfari, yfirþjálfari og leikmaður. Hann viðurkennir að laugardaginn var sérstakur fyrir hann persónulega. „Hann var það vissulega og í raun hálfóraunverulegur. Ég vil nú meina að ég hafi bara verið til staðar því það sem tókst vel var að fá ótrúlega öflugt fólk og ég segi bara takk við það fólk. Þið vitið hver þið eruð,“ segir Sveinn Þorgeirsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um uppganginn hjá Fjölni má sjá í spilaranum efst í fréttinni en nér að neðan má sjá allt viðtalið við Svein Þorgeirsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Sjö ára langt verkefni karlaliðs Fjölnis í handbolta bar ávöxt um helgina þegar liðið komst í fyrsta sinn undir eigin merkjum upp í efstu deild. Eftir tap í oddaleik í umspili um sæti í Olís-deildinni undanfarin tvö tímabil er Fjölnir loks komið, í fyrsta sinn í sögu félagsins, upp í efstu deild. Liðið er búið að vinna alla 17 leiki tímabilsins og er með ellefu stiga forskot þegar tíu stig eru eftir í pottinum. Sveinn Þorgeirsson hefur í níu ár verið yfirþjálfari Fjölnis og sinnt því samhliða að spila með Víkingi og Haukum í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins. Hann sneri alfarið aftur heim fyrir þremur árum síðan og fór með uppeldisfélagi sínu upp um deild á laugardaginn. „Þetta var mögnuð tilfinning en pínu óvænt því við áttum von á að þurfa að bíða aðeins lengur eftir að fagna þessum titli. Þetta var virkilega sætt og kærkomið,“ segir Sveinn við íþróttadeild. Ferlið hefur verið langt hjá Fjölni. Liðið skráði meistaraflokk karla aftur til leiks árið 2009 og vann ekki nema fimmtán leiki fyrstu sex tímabilin. Ungum og uppöldum strákum, aðeins 15 og 16 ára gömlum, var hent í djúpu laugina og þeim leyft að vaxa og dafna. Uppskeran er úrvalsdeildarlið með 80 prósent heimamenn. „Við settum af stað verkefni sem heitir Fjölnir 2014. Það fór í rauninni af stað um 2010. Þá náðist að mynda samstöðu á milli leikmanna - sem voru mjög ungir - og foreldra þeirra um umgjörðina í Fjölni. Þetta var langtímaverkefni sem myndi taka tíma og þakklæti mitt í garð þessa hóps, bæði leikmanna og umgjarðarinnar, er bara óendanlegt,“ segir Sveinn. Þolinmæðin hefur verið mikil og starfið gott í Dalhúsum, svo ekki sé talað um alla efnilegu strákana sem héldu tryggð við félagið. „Þetta er búið að vera rúmlega sjö ára ferli og vinnan sem hefur verið lögð á sig hér innanhús er ekki lítil. Þessi hollusta og þolinmæði gagnvart verkefninu hefur verið með eindæmum.“ Sveinn hefur komið með beinum hætti að uppgangi Fjölnis ásamt mörgum öðrum bæði sem þjálfari, yfirþjálfari og leikmaður. Hann viðurkennir að laugardaginn var sérstakur fyrir hann persónulega. „Hann var það vissulega og í raun hálfóraunverulegur. Ég vil nú meina að ég hafi bara verið til staðar því það sem tókst vel var að fá ótrúlega öflugt fólk og ég segi bara takk við það fólk. Þið vitið hver þið eruð,“ segir Sveinn Þorgeirsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um uppganginn hjá Fjölni má sjá í spilaranum efst í fréttinni en nér að neðan má sjá allt viðtalið við Svein Þorgeirsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21