Hlynur Andrésson var talvert frá sínu besta í undanriðlum í 3000 metra hlaupi á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fer fram í Belgrad í Serbíu.
Hlynur Andrésson kom í mark á 8:29.00 mínútum og endaði í 20. sæti en tólf efstu komust í úrslit. Hlynur var fljótari en Svíinn Staffan Ek en aðrir sem kláruðu náðu betri tíma.
Hlynur Andrésson er að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti en hann æfir nú og keppir með liði Easter Michigan háskóla í Bandaríkjunum.
Hlynur setti Íslandsmet innanhúss í 3000 metra hlaupi á dögunum þegar hann hljóp á 8:06,69 mínútum. Hann var því talsvert frá því í Belgrad í dag.
Aníta Hinriksdóttir er þar með eini Íslendingurinn sem á eftir að keppa en hún keppir í undanúrslutum 800 metra hlaups kvenna annað kvöld.

