Stelpurnar sáttar eftir flottan sigur á Litháen í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2017 19:31 Íslensku stelpurnar fagna í leikslok. Mynd/HSÍ Íslenska 19 ára landsliðið byrjaði vel í undankeppni HM en riðill íslensku stelpnanna fer fram á Carballo á Spáni um helgina. Liðið vann flottan sex marka sigur á Litháen, 25-19, í fyrsta leiknum en stelpurnar fóru á kostum í seinni hálfleiknum eftir erfiða byrjun. Sandra Erlingsdóttir og Lovísa Thompson voru markahæstar með sex mörk hvor og Selma Þóra Jóhannsdóttir varði vel í markinu. Stelpurnar okkar voru helst til rólegar á upphafsmínútunum og lentu 3-7 undir eftir 10 mínútur. En þá tók við virkilega góður kafli þar sem íslenska vörnin þéttist og sóknarleikurinn varð markvissari. í hálfleik var staðan 12-11, íslensku stúlkunum í hag. Í síðari hálfleik léku íslensku stúlkurnar frábæran handbolta á köflum og náðu mest tíu marka forystu. Þó að Litháen hafi náð að klóra í bakkann á lokamínútunum hafðist góður sex marka sigur.Ísland - Litháen 25-19 (12-11)Mörk Íslands: Sandra Erlingsdóttir 6, Lovísa Thompson 6, Andrea Jacobsen 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Mariam Eradze 2, Elva Arinbjarnar 1, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1.Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 15 skot og Ástríður Glódís Gísladóttir 3 skot. Á morgun leika stelpurnar okkar gegn Spánverjunum en sá leikur hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á leikinn hjá íslensku stelpunum hér fyrir neðan. Frábær sigur gegn Litháen, 25-19. #handbolti #stelpurnarokkar #u19kv A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on Mar 17, 2017 at 10:46am PDT Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Íslenska 19 ára landsliðið byrjaði vel í undankeppni HM en riðill íslensku stelpnanna fer fram á Carballo á Spáni um helgina. Liðið vann flottan sex marka sigur á Litháen, 25-19, í fyrsta leiknum en stelpurnar fóru á kostum í seinni hálfleiknum eftir erfiða byrjun. Sandra Erlingsdóttir og Lovísa Thompson voru markahæstar með sex mörk hvor og Selma Þóra Jóhannsdóttir varði vel í markinu. Stelpurnar okkar voru helst til rólegar á upphafsmínútunum og lentu 3-7 undir eftir 10 mínútur. En þá tók við virkilega góður kafli þar sem íslenska vörnin þéttist og sóknarleikurinn varð markvissari. í hálfleik var staðan 12-11, íslensku stúlkunum í hag. Í síðari hálfleik léku íslensku stúlkurnar frábæran handbolta á köflum og náðu mest tíu marka forystu. Þó að Litháen hafi náð að klóra í bakkann á lokamínútunum hafðist góður sex marka sigur.Ísland - Litháen 25-19 (12-11)Mörk Íslands: Sandra Erlingsdóttir 6, Lovísa Thompson 6, Andrea Jacobsen 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Mariam Eradze 2, Elva Arinbjarnar 1, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1.Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 15 skot og Ástríður Glódís Gísladóttir 3 skot. Á morgun leika stelpurnar okkar gegn Spánverjunum en sá leikur hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á leikinn hjá íslensku stelpunum hér fyrir neðan. Frábær sigur gegn Litháen, 25-19. #handbolti #stelpurnarokkar #u19kv A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on Mar 17, 2017 at 10:46am PDT
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira