Barkley skoraði á pabba Ball í einn á einn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 23:30 Sir Charles Barkley var frábær leikmaður á sínum tíma og nú vill hann leik við LaVar Ball. Vísir/Samsett/Getty NBA-goðsögnin Charles Barkley og gráðugasti körfuboltapabbinn í Bandaríkjunum halda áfram að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum en nú síðast gekk Barkley einu skrefi lengra. ESPN segir frá. Charles Barkley hefur fyrir löngu fengið sig fullsaddan af yfirlýsingum LaVar Ball sem er duglegur að monta sig af þremur drengjum sínum sem eru allir í hópi efnilegri körfuboltamönnum Bandaríkjanna. Elsti drengurinn, Lonzo Ball, og sá eini sem er kominn í háskóla þykir líklegur til að vera valinn mjög snemma í NBA-nýliðavalinu í sumar. Hinir tveir eru enn í menntaskóla en þegar búnir að ákveða að spila með hinum virta UCLA skóla eins og elsti bróður sinn. Eftir að LaVar Ball talaði um að hann vildi frá einn milljarð dollara fyrir skósamning fyrir drengina þrjá þá ákvað Charles Barkley að ganga lengra en bara gagnrýna LaVar Ball. Charles var þá gestur í útvarpsþættinum „Mike & Mike” á ESPN og talið barst að hinum yfirlýsingaglaða LaVar Ball sem hefur meðal annars sagt að elsti sonurinn sinn sé betri en Steph Curry. Það sem kveikti fyrir alvöru í Barkley var að LaVar Ball sagði að ef að Barkley hefði hugsað eins og hann þá ætti hann kannski meistarahring í dag. Barkley sagðist alveg vera klár í að bera ferla þeirra tveggja saman en þá kom ýmislegt í ljós. Barkley frétti nefnilega af því að LaVar Ball hafi aðeins skorað 2,2 stig að meðaltali á háskólaferli sínum með Washington State skólanum. Það virkaði eins og olía á eld fyrir Sir Charles. „Þegar hann fór að tala um að ég hafi ekki unnið meistaratitil þá sagði ég við sjálfan mig: Ég þarf að fara gúgla þennan gæja því kannski missti ég Ball-tímabilinu þegar hann var yfirburðarmaður vinnandi meistaratitla út um allt,“ sagði Charles Barkley og bætti við: „Ég er orðinn of gamall og feitur til að spila körfubolta en ég skora samt á herra Ball í 1 á 1. Ég veit ekki einu sinni hversu gamall hann er, hann hlýtur að vera á svipuðum aldrei og ég, en maður sem skorar bara tvö stig að meðaltali í leik getur ekki unnið mig í 1 á 1,“ sagði Barkley í „Mike & Mike” þættinum á ESPN. LaVar Ball var fljótur til og svaraði Barkley fullum hálsi. „Hann vill skora á mig í leik og segir að ég hafi bara skorað tvö stig í leik. Hverjum er ekki sama um það? Staðreyndin er bara sú að hann getur ekki spilað því hann er orðinn svo feitur. Hann hætti bara að halda sig í TNT stúdíóinu og borða kleinuhringina sína. Um leið og þú kemur með kleinuhringi til hans þá verður hann besti vinur þinn á ný,“ sagði LaVar Ball í hæðnistón. Miðað við athyglissýki beggja þá er allt eins líklegt að við sjáum þá mætast á körfuboltavellinum. Það væru örugglega margir til í að borga fyrir að sjá slíkan leik. Körfubolti NBA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
NBA-goðsögnin Charles Barkley og gráðugasti körfuboltapabbinn í Bandaríkjunum halda áfram að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum en nú síðast gekk Barkley einu skrefi lengra. ESPN segir frá. Charles Barkley hefur fyrir löngu fengið sig fullsaddan af yfirlýsingum LaVar Ball sem er duglegur að monta sig af þremur drengjum sínum sem eru allir í hópi efnilegri körfuboltamönnum Bandaríkjanna. Elsti drengurinn, Lonzo Ball, og sá eini sem er kominn í háskóla þykir líklegur til að vera valinn mjög snemma í NBA-nýliðavalinu í sumar. Hinir tveir eru enn í menntaskóla en þegar búnir að ákveða að spila með hinum virta UCLA skóla eins og elsti bróður sinn. Eftir að LaVar Ball talaði um að hann vildi frá einn milljarð dollara fyrir skósamning fyrir drengina þrjá þá ákvað Charles Barkley að ganga lengra en bara gagnrýna LaVar Ball. Charles var þá gestur í útvarpsþættinum „Mike & Mike” á ESPN og talið barst að hinum yfirlýsingaglaða LaVar Ball sem hefur meðal annars sagt að elsti sonurinn sinn sé betri en Steph Curry. Það sem kveikti fyrir alvöru í Barkley var að LaVar Ball sagði að ef að Barkley hefði hugsað eins og hann þá ætti hann kannski meistarahring í dag. Barkley sagðist alveg vera klár í að bera ferla þeirra tveggja saman en þá kom ýmislegt í ljós. Barkley frétti nefnilega af því að LaVar Ball hafi aðeins skorað 2,2 stig að meðaltali á háskólaferli sínum með Washington State skólanum. Það virkaði eins og olía á eld fyrir Sir Charles. „Þegar hann fór að tala um að ég hafi ekki unnið meistaratitil þá sagði ég við sjálfan mig: Ég þarf að fara gúgla þennan gæja því kannski missti ég Ball-tímabilinu þegar hann var yfirburðarmaður vinnandi meistaratitla út um allt,“ sagði Charles Barkley og bætti við: „Ég er orðinn of gamall og feitur til að spila körfubolta en ég skora samt á herra Ball í 1 á 1. Ég veit ekki einu sinni hversu gamall hann er, hann hlýtur að vera á svipuðum aldrei og ég, en maður sem skorar bara tvö stig að meðaltali í leik getur ekki unnið mig í 1 á 1,“ sagði Barkley í „Mike & Mike” þættinum á ESPN. LaVar Ball var fljótur til og svaraði Barkley fullum hálsi. „Hann vill skora á mig í leik og segir að ég hafi bara skorað tvö stig í leik. Hverjum er ekki sama um það? Staðreyndin er bara sú að hann getur ekki spilað því hann er orðinn svo feitur. Hann hætti bara að halda sig í TNT stúdíóinu og borða kleinuhringina sína. Um leið og þú kemur með kleinuhringi til hans þá verður hann besti vinur þinn á ný,“ sagði LaVar Ball í hæðnistón. Miðað við athyglissýki beggja þá er allt eins líklegt að við sjáum þá mætast á körfuboltavellinum. Það væru örugglega margir til í að borga fyrir að sjá slíkan leik.
Körfubolti NBA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira