Pabbi Ball vill 112 milljarða skósamning fyrir synina þrjá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2017 08:00 Lonzo Ball. Vísir/Getty LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm. LaVar Ball hefur vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum fyrir að fara mikinn í því að monta sig af strákunum sínum sem eru allir í hópi efnilegustu körfuboltamanna Bandaríkjanna. Elsti sonur hans, Lonzo Ball, spilar með háskólaliði UCLA en yngri bræður hans, LiAngelo og LaMelo, eru enn þá í menntaskóla. Þeir hafa hinsvegar ákveðið að spila með UCLA þegar þeir hafa aldur til þess. „Einn milljarður dollar og ekkert minna. Það er okkar tala, milljarður og annars gerist ekkert. Þeir þurfa ekki að láta okkur hafa allt í einu. Hundrað milljónir dollara á ári væri fínt,“ sagði LaVar Ball í viðtali við USA Today. Einn milljarður dollara er jafngildi 112 milljarða íslenskra króna en hundrað milljónir dollar eru rúmir ellefu milljarðar í íslenskum krónum. Lonzo Ball er fjölhæfur leikstjórnandi sem margir telja að verði tekinn mjög snemma í nýliðavalinu í sumar. Hann er með 14,6 stig, 7,7 stoðsendingar, 6,1 frákast og 1,9 stolinn bolta að meðaltali í leik með UCLA í vetur og hefur auk þess hitti úr 41 prósent þriggja stiga skota sinna. LaVar Ball er svo sannarlega með peningaglampa í augunum og ætlar að sjá til þess að synirnir skaffi vel í framtíðinni. LaVar sagði í síðasta mánuði að ef elsti sonurinn, Lonzo, vildi ekki semja við Nike, Adidas eða Under Armour þá myndi hann skrifa undir við Big Baller Brand. Það vill svo til að LaVar Ball á einkaleyfið fyrir því merki og hann er einnig búinn að sækja um nauðsynleg leyfi til þess að hefja framleiðslu á íþróttavörum undir Big Baller Brand merkinu. Það er samt erfitt að sjá fyrir að LaVar Ball takist að gera samning fyrir alla synina í einu enda má sá yngsti sem dæmi ekki ganga frá slíkum samningi fyrr en í frysta lagi í mars árið 2020. Það verður fróðlegt að fylgjast með pabba Ball á næstunni en það má búast við því að hann eigi eftir að vera mjög áberandi fari svo að strákarnir komist allir í NBA-deildina í framtíðinni. Körfubolti NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm. LaVar Ball hefur vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum fyrir að fara mikinn í því að monta sig af strákunum sínum sem eru allir í hópi efnilegustu körfuboltamanna Bandaríkjanna. Elsti sonur hans, Lonzo Ball, spilar með háskólaliði UCLA en yngri bræður hans, LiAngelo og LaMelo, eru enn þá í menntaskóla. Þeir hafa hinsvegar ákveðið að spila með UCLA þegar þeir hafa aldur til þess. „Einn milljarður dollar og ekkert minna. Það er okkar tala, milljarður og annars gerist ekkert. Þeir þurfa ekki að láta okkur hafa allt í einu. Hundrað milljónir dollara á ári væri fínt,“ sagði LaVar Ball í viðtali við USA Today. Einn milljarður dollara er jafngildi 112 milljarða íslenskra króna en hundrað milljónir dollar eru rúmir ellefu milljarðar í íslenskum krónum. Lonzo Ball er fjölhæfur leikstjórnandi sem margir telja að verði tekinn mjög snemma í nýliðavalinu í sumar. Hann er með 14,6 stig, 7,7 stoðsendingar, 6,1 frákast og 1,9 stolinn bolta að meðaltali í leik með UCLA í vetur og hefur auk þess hitti úr 41 prósent þriggja stiga skota sinna. LaVar Ball er svo sannarlega með peningaglampa í augunum og ætlar að sjá til þess að synirnir skaffi vel í framtíðinni. LaVar sagði í síðasta mánuði að ef elsti sonurinn, Lonzo, vildi ekki semja við Nike, Adidas eða Under Armour þá myndi hann skrifa undir við Big Baller Brand. Það vill svo til að LaVar Ball á einkaleyfið fyrir því merki og hann er einnig búinn að sækja um nauðsynleg leyfi til þess að hefja framleiðslu á íþróttavörum undir Big Baller Brand merkinu. Það er samt erfitt að sjá fyrir að LaVar Ball takist að gera samning fyrir alla synina í einu enda má sá yngsti sem dæmi ekki ganga frá slíkum samningi fyrr en í frysta lagi í mars árið 2020. Það verður fróðlegt að fylgjast með pabba Ball á næstunni en það má búast við því að hann eigi eftir að vera mjög áberandi fari svo að strákarnir komist allir í NBA-deildina í framtíðinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira