Gullpakkinn: ekki fyrir þig! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2017 07:00 Ríkisstjórnin styður „fjölbreytt rekstrarform“ og „valfrelsi“ í heilbrigðiskerfinu. Þetta kann að hljóma spennandi. Hver getur svo sem verið á móti fjölbreytni og valfrelsi fólks? En hvað þýða þessir frasar í raun og veru? Þeir þýða að stjórnvöld hér á landi ætli að stefna í stórauknum mæli að einkarekstri og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Um miðjan janúar fékk Klíníkin leyfi Landlæknis til að framkvæma stærri aðgerðir sem krefjast innlagnar í kjölfarið. Klíníkin er fyrsta einkastofan hér á landi sem fær leyfi til að reka legudeild. Fjölmargar rannsóknir sýna hins vegar að opinber rekstur heilbrigðisþjónustu er besta leiðin til að tryggja öllum aðgang að þjónustunni óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Stjórnvöld halda því áfram þeirri vegferð að búa til tvöfalt kerfi þar sem sumir geta borgað sig fram fyrir röðina og fengið að velja „gullpakkann“ meðan aðrir þurfa að bíða með tilheyrandi þjáningum og samfélagslegum kostnaði. Það er skrýtin forgangsröðun að nota skattfé almennings í arðgreiðslur til gróðadrifinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Hægt væri að forgangsraða þessu sama fé í heilbrigðiskerfið sjálft öllum til hagsbóta, líka þeim fátæku. Forsvarsmaður Klíníkurinnar ber því við í sjónvarpsviðtali að langir biðlistar séu vandamál og hefur Klíníkin boðist til að leysa biðlistavandann með því að óska eftir þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands til að greiða niður aðgerðirnar. Þetta er þekkt tækni einkavæðingarinnar: fjársvelta, ganga úr skugga um að hlutirnir virki ekki svo neyðarástand skapist og hlutirnir eru í kjölfarið leystir með því að fela þá einkaaðilum. Ég hvet heilbrigðisráðherra, Óttar Proppé, til að vinna frekar á biðlistum með því að auka fé til opinbera heilbrigðiskerfisins í stað þess að eyða skattfé almennings í samninga við einkaaðila í gróðastarfsemi. Ég vil að lokum hvetja ráðherra til að leggjast gegn arðgreiðslum úr heilbrigðisþjónustunni. Þar er um að ræða stórt réttlætismál sem varðar okkur öll. Við eigum nefnilega öll heilbrigðiskerfið okkar, að minnsta kosti enn sem komið er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin styður „fjölbreytt rekstrarform“ og „valfrelsi“ í heilbrigðiskerfinu. Þetta kann að hljóma spennandi. Hver getur svo sem verið á móti fjölbreytni og valfrelsi fólks? En hvað þýða þessir frasar í raun og veru? Þeir þýða að stjórnvöld hér á landi ætli að stefna í stórauknum mæli að einkarekstri og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Um miðjan janúar fékk Klíníkin leyfi Landlæknis til að framkvæma stærri aðgerðir sem krefjast innlagnar í kjölfarið. Klíníkin er fyrsta einkastofan hér á landi sem fær leyfi til að reka legudeild. Fjölmargar rannsóknir sýna hins vegar að opinber rekstur heilbrigðisþjónustu er besta leiðin til að tryggja öllum aðgang að þjónustunni óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Stjórnvöld halda því áfram þeirri vegferð að búa til tvöfalt kerfi þar sem sumir geta borgað sig fram fyrir röðina og fengið að velja „gullpakkann“ meðan aðrir þurfa að bíða með tilheyrandi þjáningum og samfélagslegum kostnaði. Það er skrýtin forgangsröðun að nota skattfé almennings í arðgreiðslur til gróðadrifinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Hægt væri að forgangsraða þessu sama fé í heilbrigðiskerfið sjálft öllum til hagsbóta, líka þeim fátæku. Forsvarsmaður Klíníkurinnar ber því við í sjónvarpsviðtali að langir biðlistar séu vandamál og hefur Klíníkin boðist til að leysa biðlistavandann með því að óska eftir þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands til að greiða niður aðgerðirnar. Þetta er þekkt tækni einkavæðingarinnar: fjársvelta, ganga úr skugga um að hlutirnir virki ekki svo neyðarástand skapist og hlutirnir eru í kjölfarið leystir með því að fela þá einkaaðilum. Ég hvet heilbrigðisráðherra, Óttar Proppé, til að vinna frekar á biðlistum með því að auka fé til opinbera heilbrigðiskerfisins í stað þess að eyða skattfé almennings í samninga við einkaaðila í gróðastarfsemi. Ég vil að lokum hvetja ráðherra til að leggjast gegn arðgreiðslum úr heilbrigðisþjónustunni. Þar er um að ræða stórt réttlætismál sem varðar okkur öll. Við eigum nefnilega öll heilbrigðiskerfið okkar, að minnsta kosti enn sem komið er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar