„Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2017 12:15 Það er morgunljóst að aðgerða á Grindavíkurvegi er þörf og ástand vegarins þolir enga bið. Tvö banaslys á síðustu mánuðum og um 90 önnur umferðarslys á síðustu árum hafa aukið óöryggi vegfarenda og töluverður skrekkur er nú í íbúum Grindavíkur vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Þetta er mat Kristínar Maríu Birgisdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, sem á sæti í samráðshópi um bættari og öruggari Grindavíkurveg. Hópurinn, sem skipaður er fulltrúum bæjaryfirvalda, bæjarstjóra og fulltrúum stærstu fyrirtækjanna í Grindavík, átti fund með Vegagerðinni í síðustu viku þar sem reifaðar voru tillögur að úrbótum á Grindavíkurvegi. Frekar má fræðast um fundinn hér. Dreifing slysa á Grindavíkurvegi frá janúar 2009 – 31. október 2016. Svartur punktur táknar banaslys, rauður punktur stendur fyrir slys með miklum meiðslum, gulur punktur táknar slys með litlum meiðslum og grænn punktur stendur fyrir eignatjón.VegagerðinÍ samtali við Vísi segir Kristín að fundurinn hafi verið góður og samráðshópurinn sé reglulega ánægður með samstarfið við vegamálastjóra í gegnum árin. „Þau eru öll að vilja gerð en eru auðvitað háð fjármagni frá ríkinu. Þau skilja öll áhyggjur okkar,“ segir Kristín. „Við erum öll í sama liði þegar kemur að umferðaröryggi en nú þurfum við bara að þrýsta á og láta rödd okkar heyrast.“ Á fundinum var lagt upp með að vænlegast væri að aðskilja akstursstefnurnar á Grindavíkurvegi með vegriði til þess að sporna við allra alvarlegustu slysunum – þ.e. þeim sem verða með samkeyrslu bíla úr gagnstæðum áttum.Sjá einnig: Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum GrindavíkurvegiAð mati Kristínar og annarra fundarmanna er þó ljóst að meira þurfi að koma til. Ástand vegarins sé afleitt; í honum eru víða djúpar holur, hann sé verulega varhugaverður í hálku á a.m.k. 3 stöðum ásamt því að hann sé víða alltof þröngur miðað við aðstæður. „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg. Það þarf að breikka hann og, heilt yfir, fara í rosalegar framkvæmdir á Grindavíkurvegi,“ segir Kristín. Það strandi þó á fjármagni sem ekki er gert ráð fyrir í samgönguáætlun.Samráðshópurinn á fund með samgönguráðherra á miðvikudag og hefur farið fram á fund með fjármálaráðherra til að þrýsta á fjárveitingar til málsins. Kristín segir hópinn hafa sínar hugmyndir um hvernig skuli standa að fjármögnun framkvæmdanna. „Það hafa komið miklir peningar inn í ríkiskassann með sölu eigna á Ásbrú. Rætt var um það á sínum tíma að þeir peningar ættu að fara í innviðauppbyggingu á svæðinu og það er gríðarlega mikilvægt að sú uppbygging eigi sér stað í vegakerfinu,“ segir Kristín og vísar þar til umferðaraukningarinnar á svæðinu.Sjá einnig: Margoft krafist úrbóta á GrindavíkurvegiUm 60% fleiri bílar fóru um Grindavíkurveg á hverjum degi allt árið í fyrra en árið 2010. Það eru ekki einungis ferðamenn sem bera ábyrgð á aukningunni heldur hefur Grindvíkingum að sama skapi fjölgað umtalsvert samhliða atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, svo sem í tengslum við aukna starfsemi á Bláa lóns-svæðinu.Ákveðið var á fundi samráðshópsins og Vegagerðarinnar að gera „sérstaka umferðaröryggisúttekt á Grindavíkurvegi á næstunni í samræmi við reglugerð um umferðaröryggisstjórnun vega. Úttektin mun m.a. ná til öryggissvæðisins við hlið vegar. Gerð verður áætlun um lagfæringar til að öryggissvæðið uppfylli núgildandi kröfur í veghönnunarreglum. Hér er t.d. verið að tala um að fjarlægja hraunklappir sem eru of nærri veginum,“ segir Kristín. Vegagerðin mun gera kostnaðaráætlun fyrir „2+1 veg“ alla leið frá Reykjanesbraut að þéttbýlinu í Grindavík. Að sögn Kristínar munu fulltrúar Grindavíkurbæjar, í viðræðum við fjárveitingavaldið, áfram leggja höfuðáherslu á endurbætur Grindavíkurvegar, en ljóst er að aðskilnaður akstursstefna, hvort sem er fyrir 1+1 veg eða 2+1 veg, verði ekki framkvæmdur nema til komi sérmerktar fjárveitingar.Nánar má fræðast um fund samráðshópsins og Vegagerðarinnar hér þar sem má sjá fleiri myndir af ástandi Grindavíkurvegar ásamt sundurliðun á slysunum sem orðið hafa á veginum frá árinu 2009. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Það er morgunljóst að aðgerða á Grindavíkurvegi er þörf og ástand vegarins þolir enga bið. Tvö banaslys á síðustu mánuðum og um 90 önnur umferðarslys á síðustu árum hafa aukið óöryggi vegfarenda og töluverður skrekkur er nú í íbúum Grindavíkur vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Þetta er mat Kristínar Maríu Birgisdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, sem á sæti í samráðshópi um bættari og öruggari Grindavíkurveg. Hópurinn, sem skipaður er fulltrúum bæjaryfirvalda, bæjarstjóra og fulltrúum stærstu fyrirtækjanna í Grindavík, átti fund með Vegagerðinni í síðustu viku þar sem reifaðar voru tillögur að úrbótum á Grindavíkurvegi. Frekar má fræðast um fundinn hér. Dreifing slysa á Grindavíkurvegi frá janúar 2009 – 31. október 2016. Svartur punktur táknar banaslys, rauður punktur stendur fyrir slys með miklum meiðslum, gulur punktur táknar slys með litlum meiðslum og grænn punktur stendur fyrir eignatjón.VegagerðinÍ samtali við Vísi segir Kristín að fundurinn hafi verið góður og samráðshópurinn sé reglulega ánægður með samstarfið við vegamálastjóra í gegnum árin. „Þau eru öll að vilja gerð en eru auðvitað háð fjármagni frá ríkinu. Þau skilja öll áhyggjur okkar,“ segir Kristín. „Við erum öll í sama liði þegar kemur að umferðaröryggi en nú þurfum við bara að þrýsta á og láta rödd okkar heyrast.“ Á fundinum var lagt upp með að vænlegast væri að aðskilja akstursstefnurnar á Grindavíkurvegi með vegriði til þess að sporna við allra alvarlegustu slysunum – þ.e. þeim sem verða með samkeyrslu bíla úr gagnstæðum áttum.Sjá einnig: Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum GrindavíkurvegiAð mati Kristínar og annarra fundarmanna er þó ljóst að meira þurfi að koma til. Ástand vegarins sé afleitt; í honum eru víða djúpar holur, hann sé verulega varhugaverður í hálku á a.m.k. 3 stöðum ásamt því að hann sé víða alltof þröngur miðað við aðstæður. „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg. Það þarf að breikka hann og, heilt yfir, fara í rosalegar framkvæmdir á Grindavíkurvegi,“ segir Kristín. Það strandi þó á fjármagni sem ekki er gert ráð fyrir í samgönguáætlun.Samráðshópurinn á fund með samgönguráðherra á miðvikudag og hefur farið fram á fund með fjármálaráðherra til að þrýsta á fjárveitingar til málsins. Kristín segir hópinn hafa sínar hugmyndir um hvernig skuli standa að fjármögnun framkvæmdanna. „Það hafa komið miklir peningar inn í ríkiskassann með sölu eigna á Ásbrú. Rætt var um það á sínum tíma að þeir peningar ættu að fara í innviðauppbyggingu á svæðinu og það er gríðarlega mikilvægt að sú uppbygging eigi sér stað í vegakerfinu,“ segir Kristín og vísar þar til umferðaraukningarinnar á svæðinu.Sjá einnig: Margoft krafist úrbóta á GrindavíkurvegiUm 60% fleiri bílar fóru um Grindavíkurveg á hverjum degi allt árið í fyrra en árið 2010. Það eru ekki einungis ferðamenn sem bera ábyrgð á aukningunni heldur hefur Grindvíkingum að sama skapi fjölgað umtalsvert samhliða atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, svo sem í tengslum við aukna starfsemi á Bláa lóns-svæðinu.Ákveðið var á fundi samráðshópsins og Vegagerðarinnar að gera „sérstaka umferðaröryggisúttekt á Grindavíkurvegi á næstunni í samræmi við reglugerð um umferðaröryggisstjórnun vega. Úttektin mun m.a. ná til öryggissvæðisins við hlið vegar. Gerð verður áætlun um lagfæringar til að öryggissvæðið uppfylli núgildandi kröfur í veghönnunarreglum. Hér er t.d. verið að tala um að fjarlægja hraunklappir sem eru of nærri veginum,“ segir Kristín. Vegagerðin mun gera kostnaðaráætlun fyrir „2+1 veg“ alla leið frá Reykjanesbraut að þéttbýlinu í Grindavík. Að sögn Kristínar munu fulltrúar Grindavíkurbæjar, í viðræðum við fjárveitingavaldið, áfram leggja höfuðáherslu á endurbætur Grindavíkurvegar, en ljóst er að aðskilnaður akstursstefna, hvort sem er fyrir 1+1 veg eða 2+1 veg, verði ekki framkvæmdur nema til komi sérmerktar fjárveitingar.Nánar má fræðast um fund samráðshópsins og Vegagerðarinnar hér þar sem má sjá fleiri myndir af ástandi Grindavíkurvegar ásamt sundurliðun á slysunum sem orðið hafa á veginum frá árinu 2009.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira