Silfra opnuð á ný Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 12. mars 2017 16:26 Silfra laðar að þúsundir ferðamanna sem sækja Ísland heim. mynd/vísir Tilkynning hefur borist frá þjóðgarðinum á Þingvöllum þess efnis að lokun Silfru hafi verið aflétt. Silfru var lokað á föstudaginn var í kjölfar andláts ferðamanns sem var við yfirborðsköfun í gjánni.Sjá einnig: Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Samgöngustofa funduðu í kjölfar banaslyssins. Þar voru fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgariðnum hert og öryggiskröfur auknar. Í tilkynningu frá þjóðgarðinum segir að fulltrúum köfunarfyrirtækja hafi þegar verið kynnt fyrirmælin og um þau hafi náðst samstaða. Í tilkynningunni segir jafnframt að helstu breytingarnar sem fólgnar eru í nýju fyrirmælunum séu fækkun farþega á hvern leiðsögumann og auknar kröfur til þeirra sem hyggjast kafa eða yfirborðskafa. Þessar kröfur lúta meðal annars að þurrbúningaréttindum kafara, staðfestingu á hæfni, heilbrigðiskröfum kafara og aukinni ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Þá verður köfun í blautbúningum óheimil. Slysið á föstudaginn var fimmta banvæna slysið í Silfru síðan 2010. Síðasta banaslys átti sér stað í febrúar en í kjölfar þess boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í gjánni yrðu hertar. Silfra er afar vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna sem sækja Ísland heim en á síðasta ári köfuðu um fimmtíu þúsund manns í gjánni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Tilkynning hefur borist frá þjóðgarðinum á Þingvöllum þess efnis að lokun Silfru hafi verið aflétt. Silfru var lokað á föstudaginn var í kjölfar andláts ferðamanns sem var við yfirborðsköfun í gjánni.Sjá einnig: Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Samgöngustofa funduðu í kjölfar banaslyssins. Þar voru fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgariðnum hert og öryggiskröfur auknar. Í tilkynningu frá þjóðgarðinum segir að fulltrúum köfunarfyrirtækja hafi þegar verið kynnt fyrirmælin og um þau hafi náðst samstaða. Í tilkynningunni segir jafnframt að helstu breytingarnar sem fólgnar eru í nýju fyrirmælunum séu fækkun farþega á hvern leiðsögumann og auknar kröfur til þeirra sem hyggjast kafa eða yfirborðskafa. Þessar kröfur lúta meðal annars að þurrbúningaréttindum kafara, staðfestingu á hæfni, heilbrigðiskröfum kafara og aukinni ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Þá verður köfun í blautbúningum óheimil. Slysið á föstudaginn var fimmta banvæna slysið í Silfru síðan 2010. Síðasta banaslys átti sér stað í febrúar en í kjölfar þess boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í gjánni yrðu hertar. Silfra er afar vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna sem sækja Ísland heim en á síðasta ári köfuðu um fimmtíu þúsund manns í gjánni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30
Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30