Sjáðu nýjustu stikluna úr Spider-Man: Homecoming Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2017 13:39 Kóngulóarmaðurinn er á leið í kvikmyndahús í sumar í myndinni Spider-Man: Homecoming en í dag frumsýndi Marvel Studios aðra stikluna úr þessari mynd. Það er Tom Holland sem fer með hlutverk Peter Parker, sem sjálfur bregður sér í gervi Spider-Man, en Holland er þriðji leikarinn á fimmtán árum til að leika þessa ofurhetju. Áður höfðu Tobey Maguire og Andrew Garfield leikið þessa frægu hetju. Spider-Man er hugarfóstur Stan Lee og Steve Ditko og einn vinsælasti karakter Marvel-útgáfufyrirtækisins. Marvel hafði þó ekki réttindi til að hafa Spider-Man í kvikmyndum sínum og gat því ekki gert hann að hluta að Avengers-kvikmyndabálkinum sem nýtur gífurlegra vinsælda. Eftir afar slappt gengi The Amazing Spider-Man-myndanna ákvað Sony að gefa eftir Spider-Man til Marvel sem stökk til og skellti honum í Captain America: Civil War og verður því kóngulóarmaðurinn hluti af Marvel-kvikmyndaheiminum hér eftir. Í Spider-Man: Homecoming nýtur Peter Parker aðstoðar Tony Stark, leikinn af Robert Downey Jr., í baráttunni við illmennið The Vulture. Sá heitir í raun Adrian Toomes og er leikinn af Michael Keaton. Í myndinni hefur Toomes haft það að atvinnu að hreinsa upp eyðilegginguna sem barátta The Avengers við illmenni hefur skilið eftir sig og fær sig fullsaddan af því. Stikluna má sjá hér fyrir neðan: Bíó og sjónvarp Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kóngulóarmaðurinn er á leið í kvikmyndahús í sumar í myndinni Spider-Man: Homecoming en í dag frumsýndi Marvel Studios aðra stikluna úr þessari mynd. Það er Tom Holland sem fer með hlutverk Peter Parker, sem sjálfur bregður sér í gervi Spider-Man, en Holland er þriðji leikarinn á fimmtán árum til að leika þessa ofurhetju. Áður höfðu Tobey Maguire og Andrew Garfield leikið þessa frægu hetju. Spider-Man er hugarfóstur Stan Lee og Steve Ditko og einn vinsælasti karakter Marvel-útgáfufyrirtækisins. Marvel hafði þó ekki réttindi til að hafa Spider-Man í kvikmyndum sínum og gat því ekki gert hann að hluta að Avengers-kvikmyndabálkinum sem nýtur gífurlegra vinsælda. Eftir afar slappt gengi The Amazing Spider-Man-myndanna ákvað Sony að gefa eftir Spider-Man til Marvel sem stökk til og skellti honum í Captain America: Civil War og verður því kóngulóarmaðurinn hluti af Marvel-kvikmyndaheiminum hér eftir. Í Spider-Man: Homecoming nýtur Peter Parker aðstoðar Tony Stark, leikinn af Robert Downey Jr., í baráttunni við illmennið The Vulture. Sá heitir í raun Adrian Toomes og er leikinn af Michael Keaton. Í myndinni hefur Toomes haft það að atvinnu að hreinsa upp eyðilegginguna sem barátta The Avengers við illmenni hefur skilið eftir sig og fær sig fullsaddan af því. Stikluna má sjá hér fyrir neðan:
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira