Óljóst hvort um lögbrot er að ræða Sæunn Gísladóttir skrifar 28. mars 2017 06:00 „Þetta er ekki flókið mál, þetta er bara svona,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um fregnir þess efnis að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum hafi á sínum tíma verið aðeins að nafninu til í reynd. Bankinn keypti 15,3 prósenta hlut árið 2003 og að mati sérstakrar rannsóknarnefndar Alþingis voru kaupin fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings að því er fram kemur í gögnum sem nefndin hefur aflað sér samkvæmt bréfi nefndarinnar frá því 13. mars. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum og greindi frá efni þess á forsíðu blaðsins í gær. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um söluna verður kynnt á morgun. Vilhjálmur segir ómögulegt að segja hvert framhaldið verði í málinu. Hann hefur í rúman áratug verið þeirrar skoðunar að þýski bankinn hafi aldrei verið raunverulegur eigandi að bankanum. Hann fundaði meðal annars með Ríkisendurskoðun og kynnti fyrir mönnum þar ný gögn og upplýsingar um söluna árið 2006.Vilhjálmur segir að það sem skipti máli í rannsókn á málinu sé að fólk hafi verið blekkt með tilkynningum. Í tilkynningu frá 16. janúar 2003 hafi verið sagt að traustur erlendur banki tæki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. „Ef þetta fyrirtæki á Jómfrúaeyjum er kaupandinn, þá er þessi fréttatilkynning lygi frá upphafi.“ Vilhjálmur bætir við að tilkynning Hauck & Aufhäuser í kjölfar viðskiptanna hafi þá einnig getað verið lygi. Í henni segir meðal annars að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting en þýski bankinn telji sig einnig hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til BÍ. Vilhjálmur segir að hagsmunir bankans hafi þess í stað verið þóknun fyrir að koma fram fyrir hönd kaupenda. Vilhjálmur telur þetta mál sérstaklega áhugavert í ljósi fregna sem eru að berast núna vegna sölu á hlut í Arion banka. „Það er forsenda fyrir því að hlutirnir séu rétt gerðir að menn fái þær upplýsingar sem máli skipta í þessu.“Kjartan Bjarni Björgvinsson.EFTAKjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, sem fer með rannsóknina á vegum rannsóknarnefndar Alþingis, leggur áherslu á að niðurstaðan í málinu komi ekki fram í bréfinu sem vitnað var í í frétt gærdagsins um málið. „Það er fyrst og fremst verið að reyna að afla upplýsinga með bréfunum, endanleg niðurstaða er ekki kynnt með þeim.“ Hann segir að það sé ekki nefndarinnar að stjórna afleiðingum af niðurstöðunum. „Við erum ekki að taka afstöðu til lögbrota. Okkar verkefni er bara að upplýsa um hvað gerðist,“ segir Kjartan. Óljóst er hvort um lögbrot hafi verið að ræða eða hvort málið sé fyrnt þar sem svo langt er frá því að atburðirnir áttu sér stað. Að sögn lögfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er erfitt að segja til um það fyrr en skýrslan liggur fyrir þar sem skoða þurfi regluverk hverju sinni, hvernig eignarhaldinu var háttað og ef það var falið, í hvaða tilgangi það hafi verið gert. Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser, handsala kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003.fréttablaðið/gvaÍ sjálfu sér þurfi ekki að vera lögbrot að eiga eignir í gegnum aflandsfélög og „fela“ þannig eignarhald við kaup ef gætt er að tilkynningarskyldu, skattskyldu og reglum að öðru leyti. Hins vegar kunni að hafa þýðingu ef ætlunin var að blekkja viðsemjanda eða markaðinn með þessum hætti. Þá megi velta fyrir sér hvort hafi verið kallað eftir þessum upplýsingum. Þetta muni skýrast þegar skýrslan kemur út. Ítrekað var reynt að ná sambandi, án árangurs, við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ólaf Davíðsson, fyrrverandi formann Framkvæmdanefndar um einkavæðingu, við vinnslu þessarar fréttar. Steingrímur J. Sigfússon, sem var einn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á tíma sölunnar, og Ólafur Þ. Hauksson, héraðssaksóknari vildu ekki tjá sig um málið fyrr en skýrslan kemur út. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. 27. mars 2017 19:30 Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
„Þetta er ekki flókið mál, þetta er bara svona,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um fregnir þess efnis að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum hafi á sínum tíma verið aðeins að nafninu til í reynd. Bankinn keypti 15,3 prósenta hlut árið 2003 og að mati sérstakrar rannsóknarnefndar Alþingis voru kaupin fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings að því er fram kemur í gögnum sem nefndin hefur aflað sér samkvæmt bréfi nefndarinnar frá því 13. mars. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum og greindi frá efni þess á forsíðu blaðsins í gær. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um söluna verður kynnt á morgun. Vilhjálmur segir ómögulegt að segja hvert framhaldið verði í málinu. Hann hefur í rúman áratug verið þeirrar skoðunar að þýski bankinn hafi aldrei verið raunverulegur eigandi að bankanum. Hann fundaði meðal annars með Ríkisendurskoðun og kynnti fyrir mönnum þar ný gögn og upplýsingar um söluna árið 2006.Vilhjálmur segir að það sem skipti máli í rannsókn á málinu sé að fólk hafi verið blekkt með tilkynningum. Í tilkynningu frá 16. janúar 2003 hafi verið sagt að traustur erlendur banki tæki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. „Ef þetta fyrirtæki á Jómfrúaeyjum er kaupandinn, þá er þessi fréttatilkynning lygi frá upphafi.“ Vilhjálmur bætir við að tilkynning Hauck & Aufhäuser í kjölfar viðskiptanna hafi þá einnig getað verið lygi. Í henni segir meðal annars að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting en þýski bankinn telji sig einnig hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til BÍ. Vilhjálmur segir að hagsmunir bankans hafi þess í stað verið þóknun fyrir að koma fram fyrir hönd kaupenda. Vilhjálmur telur þetta mál sérstaklega áhugavert í ljósi fregna sem eru að berast núna vegna sölu á hlut í Arion banka. „Það er forsenda fyrir því að hlutirnir séu rétt gerðir að menn fái þær upplýsingar sem máli skipta í þessu.“Kjartan Bjarni Björgvinsson.EFTAKjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, sem fer með rannsóknina á vegum rannsóknarnefndar Alþingis, leggur áherslu á að niðurstaðan í málinu komi ekki fram í bréfinu sem vitnað var í í frétt gærdagsins um málið. „Það er fyrst og fremst verið að reyna að afla upplýsinga með bréfunum, endanleg niðurstaða er ekki kynnt með þeim.“ Hann segir að það sé ekki nefndarinnar að stjórna afleiðingum af niðurstöðunum. „Við erum ekki að taka afstöðu til lögbrota. Okkar verkefni er bara að upplýsa um hvað gerðist,“ segir Kjartan. Óljóst er hvort um lögbrot hafi verið að ræða eða hvort málið sé fyrnt þar sem svo langt er frá því að atburðirnir áttu sér stað. Að sögn lögfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er erfitt að segja til um það fyrr en skýrslan liggur fyrir þar sem skoða þurfi regluverk hverju sinni, hvernig eignarhaldinu var háttað og ef það var falið, í hvaða tilgangi það hafi verið gert. Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser, handsala kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003.fréttablaðið/gvaÍ sjálfu sér þurfi ekki að vera lögbrot að eiga eignir í gegnum aflandsfélög og „fela“ þannig eignarhald við kaup ef gætt er að tilkynningarskyldu, skattskyldu og reglum að öðru leyti. Hins vegar kunni að hafa þýðingu ef ætlunin var að blekkja viðsemjanda eða markaðinn með þessum hætti. Þá megi velta fyrir sér hvort hafi verið kallað eftir þessum upplýsingum. Þetta muni skýrast þegar skýrslan kemur út. Ítrekað var reynt að ná sambandi, án árangurs, við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ólaf Davíðsson, fyrrverandi formann Framkvæmdanefndar um einkavæðingu, við vinnslu þessarar fréttar. Steingrímur J. Sigfússon, sem var einn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á tíma sölunnar, og Ólafur Þ. Hauksson, héraðssaksóknari vildu ekki tjá sig um málið fyrr en skýrslan kemur út. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. 27. mars 2017 19:30 Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. 27. mars 2017 19:30
Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00