Körfubolti

Montnasti körfuboltapabbi Bandaríkjanna er svona lélegur í körfubolta | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LaVar Ball nýtur athyglinnar í botn.
LaVar Ball nýtur athyglinnar í botn. vísir/getty
LaVar Ball hefur verið mikið í fréttunum í Bandaríkjunum undanfarnar vikur.

Ball þessi á þrjá syni sem eru allir í hópi efnilegustu körfuboltamanna Bandaríkjanna. Hann hefur verið duglegur að talana strákana sína upp og sagði m.a. að sá elsti, Lonzo Ball sem spilar með UCLA háskólanum, væri Magic Johnson með stökkskot.

Ball hefur einnig rifist við Charles Barkley auk þess sem hann reitti LeBron James til reiði.

Skrítnustu ummæli Ball eru þó líklega sú að hann myndi vinna sjálfan Michael Jordan í einn á einn þegar hann var upp á sitt besta.

Ball spilaði aðeins eitt tímabil með Washington State, 1987-88, þar sem hann skoraði bara 2,2 stig að meðaltali í leik. Sama tímabil skoraði Jordan 35,0 stig að meðaltali í leik í NBA-deildinni.

Nú höfum við frekari sannanir fyrir getu Balls í en myndband náðist af honum spila körfubolta í Chino Hills þar sem hann býr.

Óhætt er að segja að það sé ekki mikið á bak við fullyrðingar Balls um að hann myndi vinna Jordan í einn á einn.

Myndbandið má sjá með því að smella hér (Ball er númer 8 í rauðri treyju).


Tengdar fréttir

Barkley skoraði á pabba Ball í einn á einn

NBA-goðsögnin Charles Barkley og gráðugasti körfuboltapabbinn í Bandaríkjunum halda áfram að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum en nú síðast gekk Barkley einu skrefi lengra.

Pabbi Ball vill 112 milljarða skósamning fyrir synina þrjá

LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×