Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2017 11:33 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. vísir/gva Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem fjallað er um að ríkisstjórnin boði nýjan skatt á ferðaþjónustuna. Er meðal annars verið að skoða að krefja rútufyrirtækin um að kaupa leyfi fyrir starfsemi þeirra. Fjallað er um þennan mögulega nýja skatt í miðlum á borð við The Telegraph, Travel and Leisure og The Sun. Í viðtali Bloomberg við ráðherrann segir að ríkisstjórnin sé nú að íhuga hvaða leiðir séu færar varðandi aukna skattlagningu á ferðaþjónustuna þar sem markmiðið væri að takmarka þann fjölda sem fer á vinsælustu ferðamannastaðina hérlendis. „Ferðaþjónustan og við öll verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Þórdís Kolbrún.Ísland að verða enn dýrara? Eins og ítrekað hefur verið fjallað um hefur ferðamönnum sem sækja Ísland heim fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Er því spáð að allt að 2,3 milljónir ferðamanna komi hingað á þessu ári. Eitthvað hefur þó verið um afbókanir undanfarið vegna óhagstæðs gengis þar sem krónan hefur styrkst mikið gagnvart erlendum gjaldmiðlum og ferðir hingað til lands hafa því hækkað í verði, sem og vörur og þjónusta sem ferðamenn kaupa hér. Í tengslum við viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu og nýja skattinn sem ríkisstjórnin er að skoða er því einmitt slegið upp í miðlunum erlendis að Ísland stefni nú í að verða dýrara en það er nú þegar. Þórdís Kolbrún hefur áhyggjur af því að of mikil ásókn í helstu náttúruperlur landsins geti spillt fyrir upplifun ferðamanna og jafnvel spillt perlunum sjálfum. Hún kallar eftir hugrekki frá kollegum sínum í ríkisstjórninni og aðilum í ferðaþjónustunni.Þarf að tryggja að upplifun ferðamanna sé jákvæð „Sum svæði eru einfaldlega þannig að þau bera ekki eina milljón ferðamanna á ári. Ef við hleypum enn fleira fólki inn á þau svæði þá missum við það sem gerir þau sértsök; einstakar náttúruperlur sem eru hluti af ímynd okkar og við erum að selja,“ segir Þórdís Kolbrún. Á meðal þess sem ríkisstjórnin er að skoða varðandi aukna skattheimtu er að krefja rútufyrirtækin og ferðaþjónustufyrirtæki sem selja skipulagðar ferðir að kaupa sérstakt leyfi fyrir starfsemi sinni. Unnið er að útfærslu á þessu af hópi sem starfar á vegum fjármálaráðuneytisins. Þá hefur þegar verið ákveðið að hækka gistináttagjald úr 100 krónum í 300 krónur frá og með næsta hausti en það var ákveðið á síðasta ári. Þá skilaði gjaldið 400 milljónum króna í ríkiskassann en í ár gæti hann skilað allt að 1,2 milljörðum króna. Öll frekari skattheimta færi í að byggja upp innviði. „Þegar við tölum um að taka gjald fyrir aðgang þá þýðir það fyrir mér að stýra því hversu margir geta heimsótt tiltekin svæði sem er nauðsynlegt fyrir okkur að gera. Við þurfum líka að tryggja að upplifun ferðamanna sem hingað koma sé jákvæð.“Uppfært klukkan 15:00: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að verið væri að skoða að hækka gistináttagjaldið, eins og fram kom í frétt Bloomberg. Hið rétta er hins vegar að í fyrra var ákveðið að hækka gjaldið frá og með næsta hausti. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem fjallað er um að ríkisstjórnin boði nýjan skatt á ferðaþjónustuna. Er meðal annars verið að skoða að krefja rútufyrirtækin um að kaupa leyfi fyrir starfsemi þeirra. Fjallað er um þennan mögulega nýja skatt í miðlum á borð við The Telegraph, Travel and Leisure og The Sun. Í viðtali Bloomberg við ráðherrann segir að ríkisstjórnin sé nú að íhuga hvaða leiðir séu færar varðandi aukna skattlagningu á ferðaþjónustuna þar sem markmiðið væri að takmarka þann fjölda sem fer á vinsælustu ferðamannastaðina hérlendis. „Ferðaþjónustan og við öll verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Þórdís Kolbrún.Ísland að verða enn dýrara? Eins og ítrekað hefur verið fjallað um hefur ferðamönnum sem sækja Ísland heim fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Er því spáð að allt að 2,3 milljónir ferðamanna komi hingað á þessu ári. Eitthvað hefur þó verið um afbókanir undanfarið vegna óhagstæðs gengis þar sem krónan hefur styrkst mikið gagnvart erlendum gjaldmiðlum og ferðir hingað til lands hafa því hækkað í verði, sem og vörur og þjónusta sem ferðamenn kaupa hér. Í tengslum við viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu og nýja skattinn sem ríkisstjórnin er að skoða er því einmitt slegið upp í miðlunum erlendis að Ísland stefni nú í að verða dýrara en það er nú þegar. Þórdís Kolbrún hefur áhyggjur af því að of mikil ásókn í helstu náttúruperlur landsins geti spillt fyrir upplifun ferðamanna og jafnvel spillt perlunum sjálfum. Hún kallar eftir hugrekki frá kollegum sínum í ríkisstjórninni og aðilum í ferðaþjónustunni.Þarf að tryggja að upplifun ferðamanna sé jákvæð „Sum svæði eru einfaldlega þannig að þau bera ekki eina milljón ferðamanna á ári. Ef við hleypum enn fleira fólki inn á þau svæði þá missum við það sem gerir þau sértsök; einstakar náttúruperlur sem eru hluti af ímynd okkar og við erum að selja,“ segir Þórdís Kolbrún. Á meðal þess sem ríkisstjórnin er að skoða varðandi aukna skattheimtu er að krefja rútufyrirtækin og ferðaþjónustufyrirtæki sem selja skipulagðar ferðir að kaupa sérstakt leyfi fyrir starfsemi sinni. Unnið er að útfærslu á þessu af hópi sem starfar á vegum fjármálaráðuneytisins. Þá hefur þegar verið ákveðið að hækka gistináttagjald úr 100 krónum í 300 krónur frá og með næsta hausti en það var ákveðið á síðasta ári. Þá skilaði gjaldið 400 milljónum króna í ríkiskassann en í ár gæti hann skilað allt að 1,2 milljörðum króna. Öll frekari skattheimta færi í að byggja upp innviði. „Þegar við tölum um að taka gjald fyrir aðgang þá þýðir það fyrir mér að stýra því hversu margir geta heimsótt tiltekin svæði sem er nauðsynlegt fyrir okkur að gera. Við þurfum líka að tryggja að upplifun ferðamanna sem hingað koma sé jákvæð.“Uppfært klukkan 15:00: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að verið væri að skoða að hækka gistináttagjaldið, eins og fram kom í frétt Bloomberg. Hið rétta er hins vegar að í fyrra var ákveðið að hækka gjaldið frá og með næsta hausti. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42
Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00
Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54