Pawel segir evruna besta myntkostinn fyrir Ísland Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar telur evruna bestu framtíðarmyntina fyrir Ísland, en þar sem sú skoðun nyti ekki meirihlutafylgis, væri nú meðal annars verið að skoða að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þingmaður Framsóknarflokksins undrast stefnu Viðreisnar í gjaldmiðilsmálum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Pawel Bartoszek þingmann Viðreisnar út í ummæli Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í þættinum Víglínan á Stöð 2 síðast liðinn laugardag þar sem hann fjallaði um krónuna og sagði meðal annars: „Það eru margir sem hafa sagt, ja krónan lagar sig svo vel að okkur. En hún gerir það bara alls ekki alltaf. Núna til dæmis lagar hún sig svo sannarlega ekki að þörfum sjávarútvegsins. Hún lagar sig ekkert sérstaklega vel einu sinni að þörfum ferðaþjónustunnar,“ sagði fjármálaráðherra í Víglínunni.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður FramsóknarflokksinsVísir/PjeturVildi vita hvort Pawel væri sammála fjármálaráðherra Silja Dögg minnti á að í landinu væri starfandi peningastefnunefnd og þá hefði verið skipuð þriggja manna verkefnsistjórn í tengslum við endurmat á stefnu peningastefnunefndar. „Því kom mér það verulega á óvart að heyra háttvirtan fjármálaráðherra fullyrða í viðtali um helgina að íslenska krónan sé ekki heppilegur gjaldmiðill fyrir þjóðina. Og vinni að mörgu leyti gegn helstu hagsmunum helstu atvinnugreina og heimila landsins,“ sagði Silja Dögg. Spurði hún Pawel hvort hann væri sammála ráðherranum um að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill Íslands. „Ef svo er þyrfti þá ekki að breyta starfslýsingu verkefnisstjórnar í tengslumm við endurmat á peningastefnunni. Hvaða gjaldmiðil telur þingmaðurinn að sé ákjósanlegur fyrir Ísland til framtíðar? Og að lokum er það mat þingmannsins að önnur mynt en krónan hefði verið heppilegri til að ná fótfestu aftur eftir bankahrunið 2008,“ sagði Silja Dögg.Leita þyrfti annarra lausna Pawel sagðist bæði vera evrópu- og ESB-sinni og vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Mér finnst mjög líklegt að ég muni í þeirri afgreiðslu, að því loknu, kjósa með því að við göngum í Evrópusambandið. Og verðum síðan í Evrópusambandinu. Ég mun þá lifa hamingjusamur til æviloka við það fyrirkomlag sem þar þekkist. Sem er evran,“ sagði Pawel. Hins vegar væri pólitíski veruleikinn sá að þessar hugmyndir nytu ekki meirihlutafylgis á Alþingi og þess vegna þyrfti að leita annarra lausna sem væru heppilegar fyrir Ísland. „Þess vegna lögðum við til í kosningabaráttunni í Viðreisn að skoðað yrði að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þetta er ein af þeim lausnum sem sá verkefnahópur sem nú er að störfum, og ætlar sér að skoða framtíðarskipulag myntmála á Íslandi, mun skoða. Og ég einfaldlega fagna því,“ sagði Pawel Bartoszek. Alþingi Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar telur evruna bestu framtíðarmyntina fyrir Ísland, en þar sem sú skoðun nyti ekki meirihlutafylgis, væri nú meðal annars verið að skoða að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þingmaður Framsóknarflokksins undrast stefnu Viðreisnar í gjaldmiðilsmálum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Pawel Bartoszek þingmann Viðreisnar út í ummæli Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í þættinum Víglínan á Stöð 2 síðast liðinn laugardag þar sem hann fjallaði um krónuna og sagði meðal annars: „Það eru margir sem hafa sagt, ja krónan lagar sig svo vel að okkur. En hún gerir það bara alls ekki alltaf. Núna til dæmis lagar hún sig svo sannarlega ekki að þörfum sjávarútvegsins. Hún lagar sig ekkert sérstaklega vel einu sinni að þörfum ferðaþjónustunnar,“ sagði fjármálaráðherra í Víglínunni.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður FramsóknarflokksinsVísir/PjeturVildi vita hvort Pawel væri sammála fjármálaráðherra Silja Dögg minnti á að í landinu væri starfandi peningastefnunefnd og þá hefði verið skipuð þriggja manna verkefnsistjórn í tengslum við endurmat á stefnu peningastefnunefndar. „Því kom mér það verulega á óvart að heyra háttvirtan fjármálaráðherra fullyrða í viðtali um helgina að íslenska krónan sé ekki heppilegur gjaldmiðill fyrir þjóðina. Og vinni að mörgu leyti gegn helstu hagsmunum helstu atvinnugreina og heimila landsins,“ sagði Silja Dögg. Spurði hún Pawel hvort hann væri sammála ráðherranum um að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill Íslands. „Ef svo er þyrfti þá ekki að breyta starfslýsingu verkefnisstjórnar í tengslumm við endurmat á peningastefnunni. Hvaða gjaldmiðil telur þingmaðurinn að sé ákjósanlegur fyrir Ísland til framtíðar? Og að lokum er það mat þingmannsins að önnur mynt en krónan hefði verið heppilegri til að ná fótfestu aftur eftir bankahrunið 2008,“ sagði Silja Dögg.Leita þyrfti annarra lausna Pawel sagðist bæði vera evrópu- og ESB-sinni og vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Mér finnst mjög líklegt að ég muni í þeirri afgreiðslu, að því loknu, kjósa með því að við göngum í Evrópusambandið. Og verðum síðan í Evrópusambandinu. Ég mun þá lifa hamingjusamur til æviloka við það fyrirkomlag sem þar þekkist. Sem er evran,“ sagði Pawel. Hins vegar væri pólitíski veruleikinn sá að þessar hugmyndir nytu ekki meirihlutafylgis á Alþingi og þess vegna þyrfti að leita annarra lausna sem væru heppilegar fyrir Ísland. „Þess vegna lögðum við til í kosningabaráttunni í Viðreisn að skoðað yrði að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þetta er ein af þeim lausnum sem sá verkefnahópur sem nú er að störfum, og ætlar sér að skoða framtíðarskipulag myntmála á Íslandi, mun skoða. Og ég einfaldlega fagna því,“ sagði Pawel Bartoszek.
Alþingi Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira