Hverjir högnuðust með Ólafi? Snærós Sindradóttir skrifar 31. mars 2017 06:00 Fréttablaðið reyndi ítrekað að bera það undir Lýð og Ágúst Guðmundsson hvort þeir væru raunverulegir eigendur Dekhill Advisors en án árangurs. vísir/hari Ókláruð samningsdrög benda til þess að Lýður og Ágúst Guðmundssynir, jafnan kallaðir Bakkavararbræður, hafi átt að hagnast á viðskiptunum með Búnaðarbankann þegar þeim lauk snemma árs 2006. Aflandsfélagið Dekhill Advisors fékk 46,5 milljónir dala inn á reikning sinn í svissneska bankanum Julies Baer & Co, sem samsvarar um 2,8 milljörðum króna á þeim tímapunkti. Enginn veit hver er raunverulegur eigandi félagsins en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á kaupunum á Búnaðarbanka eru leiddar líkur að því að Kaupþing eða aðilar tengdir Kaupþingi séu eigendur þess.Aðkoma Bakkavararbræðra að kaupunumÞeim einstaklingum sem Fréttablaðið hefur rætt við undanfarna daga ber saman um að líklegir eigendur Dekhill Advisors séu Lýður og Ágúst Guðmundssynir, að minnsta kosti að hluta. Ástæðan er fyrrnefnd samningsdrög sem benda til þess að áður en ákveðið var að leggja helming ágóðans inn á Dekhill Advisors hafi staðið til að félag í þeirra eigu, Jeff Agents Corp., eignaðist Welling & Partners. Gríðarlegir fjármunir voru inni í því félagi eftir söluna á Búnaðarbankanum en áður, með samningi dagsettum 30. janúar 2003, hafði félagið samþykkt að greiða helming alls hagnaðar félagsins inn á reikning Marine Choice Limited, aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar. Afgangurinn fór svo inn á Dekhill Advisors Ltd. Vert er að taka það fram að þetta eru getgátur sem byggja á þeim gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum og þeim ályktunum sem hún dregur af þeim. Með kaupum Welling & Partners á Búnaðarbankanum árið 2003 var mikið gert til að fela það að Kaupþing var raunverulegur kaupandi að bankanum, tók alla fjárhagslega áhættu og veitti allt fé til kaupanna. Átján dögum áður en kaupin gengu í gegn höfðu Lýður og Ágúst Guðmundssynir keypt sig inn í bankann með 2,4 milljörðum króna gegn 15,76 prósenta hlut. Kaupin fóru fram í gegnum fjárfestingarfélagið Meið ehf., sem bræðurnir áttu með sparisjóðunum og Kaupþingi. Meiður varð stærsti einstaki hluthafi bankans við kaupin. Tveimur vikum síðar lánaði Kaupþing, Welling & Partners um 2,8 milljarða króna, þremur dögum fyrir undirritunina á kaupsamningi um Búnaðarbankann við íslenska ríkið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Ókláruð samningsdrög benda til þess að Lýður og Ágúst Guðmundssynir, jafnan kallaðir Bakkavararbræður, hafi átt að hagnast á viðskiptunum með Búnaðarbankann þegar þeim lauk snemma árs 2006. Aflandsfélagið Dekhill Advisors fékk 46,5 milljónir dala inn á reikning sinn í svissneska bankanum Julies Baer & Co, sem samsvarar um 2,8 milljörðum króna á þeim tímapunkti. Enginn veit hver er raunverulegur eigandi félagsins en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á kaupunum á Búnaðarbanka eru leiddar líkur að því að Kaupþing eða aðilar tengdir Kaupþingi séu eigendur þess.Aðkoma Bakkavararbræðra að kaupunumÞeim einstaklingum sem Fréttablaðið hefur rætt við undanfarna daga ber saman um að líklegir eigendur Dekhill Advisors séu Lýður og Ágúst Guðmundssynir, að minnsta kosti að hluta. Ástæðan er fyrrnefnd samningsdrög sem benda til þess að áður en ákveðið var að leggja helming ágóðans inn á Dekhill Advisors hafi staðið til að félag í þeirra eigu, Jeff Agents Corp., eignaðist Welling & Partners. Gríðarlegir fjármunir voru inni í því félagi eftir söluna á Búnaðarbankanum en áður, með samningi dagsettum 30. janúar 2003, hafði félagið samþykkt að greiða helming alls hagnaðar félagsins inn á reikning Marine Choice Limited, aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar. Afgangurinn fór svo inn á Dekhill Advisors Ltd. Vert er að taka það fram að þetta eru getgátur sem byggja á þeim gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum og þeim ályktunum sem hún dregur af þeim. Með kaupum Welling & Partners á Búnaðarbankanum árið 2003 var mikið gert til að fela það að Kaupþing var raunverulegur kaupandi að bankanum, tók alla fjárhagslega áhættu og veitti allt fé til kaupanna. Átján dögum áður en kaupin gengu í gegn höfðu Lýður og Ágúst Guðmundssynir keypt sig inn í bankann með 2,4 milljörðum króna gegn 15,76 prósenta hlut. Kaupin fóru fram í gegnum fjárfestingarfélagið Meið ehf., sem bræðurnir áttu með sparisjóðunum og Kaupþingi. Meiður varð stærsti einstaki hluthafi bankans við kaupin. Tveimur vikum síðar lánaði Kaupþing, Welling & Partners um 2,8 milljarða króna, þremur dögum fyrir undirritunina á kaupsamningi um Búnaðarbankann við íslenska ríkið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira