Fátt um svör frá Hauck & Aufhäuser Sæunn Gísladóttir skrifar 31. mars 2017 06:00 Martin Zeil. vísir/EPA Aðilar tengdir Hauck & Aufhäuser benda hver á annan þegar þeir eru spurðir um aðild þýska bankans að kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að Martin Zeil, fyrrverandi forstöðumaður lögfræðisviðs bankans, hafi á tíma sölunnar tekið þátt í blekkingunni og hylmt yfir hverjir væru raunverulegir eigendur að hlut Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum. Í skriflegu svari segir Martin Zeil, sem nú starfar á lögfræðistofu, að Kjartani Björgvinssyni, formanni rannsóknarnefndarinnar, hafi nú þegar verið gert ljóst að Zeil hafi hætt hjá bankanum fyrir löngu og sé því ekki í stöðu til að tjá sig um atburð sem átti sér stað fyrir fjórtán árum. Hann biður um að fyrirspurnum sé þess í stað beint til Hauck & Aufhäuser. Sandra Freimuth, fjölmiðlafulltrúi hjá Hauck & Aufhäuser, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið skýrslu rannsóknarnefndar og vissi því lítið um málið. Í skriflegu svari sagði hún að í ljósi þess að Hauck & Aufhäuser hafi ekki fengið skýrsluna, og vegna þess hve langt er síðan salan fór fram og að bankinn eigi ekki gögn sem tengjast sölunni, geti bankinn ekki tjáð sig um málið. Auk þess starfi þeir sem aðstoðuðu Ólaf Ólafsson í blekkingarleiknum ekki lengur hjá bankanum. Hún svaraði því ekki hvort málið hefði áhrif á orðstír bankans. Helmut Landwehr, meðeigandi og framkvæmdastjóri í þýska bankanum Hauck & Aufhäuser segist ekki geta fullyrt hvort hugmyndin var að Hauck & Aufhäuser yrði aldrei raunverulegur eigandi. „Það sem ég man, og þetta var fyrir löngu síðan, er að bankinn var í raun fjárvörsluaðili. Hann keypti hlut í Búnaðarbankanum og sá um þann hlut fyrir einhvern sem hagnaðist á því, en ég man ekki hver það var,“ segir Landwehr. Landwehr segir að aðkoma Hauck & Aufhäuser að Búnaðarbankanum hafi verið rædd á fundum meðal hluthafa. Hann segist þó ekki hafa vitað að á Íslandi hafi Hauck & Aufhäuser verið látinn líta út sem raunverulegar eigandi hlutarins. „Ég ferðaðist aldrei til Íslands, ég sá um annan hluta af bankanum, en sem meðeigandi heyrði ég af viðskiptunum á fundi. Á þessum tíma var engin ástæða til að halda að málið hefði ekki verið meðhöndlað á réttan hátt,“ segir Landwehr. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um hvernig málið þróaðist. „Ég held að það hafi verið hugmyndir um að við myndum taka virkan þátt í eignarhaldinu á Íslandi. En svo kom endurskipulagning og sameiningar og þá var of áhættusamt að taka þátt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Aðilar tengdir Hauck & Aufhäuser benda hver á annan þegar þeir eru spurðir um aðild þýska bankans að kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að Martin Zeil, fyrrverandi forstöðumaður lögfræðisviðs bankans, hafi á tíma sölunnar tekið þátt í blekkingunni og hylmt yfir hverjir væru raunverulegir eigendur að hlut Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum. Í skriflegu svari segir Martin Zeil, sem nú starfar á lögfræðistofu, að Kjartani Björgvinssyni, formanni rannsóknarnefndarinnar, hafi nú þegar verið gert ljóst að Zeil hafi hætt hjá bankanum fyrir löngu og sé því ekki í stöðu til að tjá sig um atburð sem átti sér stað fyrir fjórtán árum. Hann biður um að fyrirspurnum sé þess í stað beint til Hauck & Aufhäuser. Sandra Freimuth, fjölmiðlafulltrúi hjá Hauck & Aufhäuser, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið skýrslu rannsóknarnefndar og vissi því lítið um málið. Í skriflegu svari sagði hún að í ljósi þess að Hauck & Aufhäuser hafi ekki fengið skýrsluna, og vegna þess hve langt er síðan salan fór fram og að bankinn eigi ekki gögn sem tengjast sölunni, geti bankinn ekki tjáð sig um málið. Auk þess starfi þeir sem aðstoðuðu Ólaf Ólafsson í blekkingarleiknum ekki lengur hjá bankanum. Hún svaraði því ekki hvort málið hefði áhrif á orðstír bankans. Helmut Landwehr, meðeigandi og framkvæmdastjóri í þýska bankanum Hauck & Aufhäuser segist ekki geta fullyrt hvort hugmyndin var að Hauck & Aufhäuser yrði aldrei raunverulegur eigandi. „Það sem ég man, og þetta var fyrir löngu síðan, er að bankinn var í raun fjárvörsluaðili. Hann keypti hlut í Búnaðarbankanum og sá um þann hlut fyrir einhvern sem hagnaðist á því, en ég man ekki hver það var,“ segir Landwehr. Landwehr segir að aðkoma Hauck & Aufhäuser að Búnaðarbankanum hafi verið rædd á fundum meðal hluthafa. Hann segist þó ekki hafa vitað að á Íslandi hafi Hauck & Aufhäuser verið látinn líta út sem raunverulegar eigandi hlutarins. „Ég ferðaðist aldrei til Íslands, ég sá um annan hluta af bankanum, en sem meðeigandi heyrði ég af viðskiptunum á fundi. Á þessum tíma var engin ástæða til að halda að málið hefði ekki verið meðhöndlað á réttan hátt,“ segir Landwehr. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um hvernig málið þróaðist. „Ég held að það hafi verið hugmyndir um að við myndum taka virkan þátt í eignarhaldinu á Íslandi. En svo kom endurskipulagning og sameiningar og þá var of áhættusamt að taka þátt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira