Freyr: Söru Björk líður vel í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2017 13:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson. Vísir/Samsett Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er statt í miðri tíu daga æfingaferð til Slóvakíu og Hollands en liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á morgun. Freyr Alexandersson er ánægður með stöðuna á hópnum. „Það hefur allt gengið mjög vel. Þetta var gott ferðalag þar sem farangur skilaði sér og flugið var þægilegt. Aðstæður hér í Slóvakíu eru allar hinar bestu, gott veður og fínt hótel,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins í viðtali við Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins í ferðinni. „Mannskapurinn er í fínu standi. Það eru allar með á æfingunni í dag og við erum full af tilhlökkun fyrir að takast á við þetta verkefni sem er framundan á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. „Við ætlum að nýta þetta verkefni vel. Við ætlum að byrja á því að setja orku í sóknarleikinn og það verður mikil áherslu lögð á það að vinna með sóknarleikinn í leiknum á móti Slóvakíu. Æfingarnar í dag og á morgun fara mestmegnis í það,“ sagði Freyr. „Svo munum við aðeins skerpa á því hvernig á að verjast skyndisóknum andstæðinganna því Slóvakía er með mjög gott skyndisóknarlið,“ sagði Freyr. „Við munum síðan leggja meiri áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn á móti Hollandi svo að þessir tíu dagar nýtist sem best fyrir Ísland,“ sagði Freyr. Leikmenn á Norðurlöndum eru að fara að byrja tímabilið sitt og þá styttist óðum í Pepsi-deild kvenna. Það er samt einn leikmaður í hópnum sem hefur haft mikið að gera að undanförnu,. „Sara Björk er fullu með Wolfsburg og það er búið að vera mikið álag á henni. Henni líður vel í dag og það verða allir klárir í slaginn á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. Sara Björk og félagar hennar duttu naumlega út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum en eru í baráttunni um þýska meistaratitilinn. „Það er mikil eftirvænting innan hópsins fyrir Evrópumótinu og heima líka meðal almennings. Við finnum fyrir því. Það eru núna hundrað dagar í móti og við erum mjög spennt að fara til Hollands en við þurfum að passa okkur að njóta vegferðarinnar og hvers einasta verkefnis. Við erum einbeitt á það að taka einn dag í einu og reyna að bæta okkur þannig,“ sagði Freyr. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er statt í miðri tíu daga æfingaferð til Slóvakíu og Hollands en liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á morgun. Freyr Alexandersson er ánægður með stöðuna á hópnum. „Það hefur allt gengið mjög vel. Þetta var gott ferðalag þar sem farangur skilaði sér og flugið var þægilegt. Aðstæður hér í Slóvakíu eru allar hinar bestu, gott veður og fínt hótel,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins í viðtali við Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins í ferðinni. „Mannskapurinn er í fínu standi. Það eru allar með á æfingunni í dag og við erum full af tilhlökkun fyrir að takast á við þetta verkefni sem er framundan á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. „Við ætlum að nýta þetta verkefni vel. Við ætlum að byrja á því að setja orku í sóknarleikinn og það verður mikil áherslu lögð á það að vinna með sóknarleikinn í leiknum á móti Slóvakíu. Æfingarnar í dag og á morgun fara mestmegnis í það,“ sagði Freyr. „Svo munum við aðeins skerpa á því hvernig á að verjast skyndisóknum andstæðinganna því Slóvakía er með mjög gott skyndisóknarlið,“ sagði Freyr. „Við munum síðan leggja meiri áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn á móti Hollandi svo að þessir tíu dagar nýtist sem best fyrir Ísland,“ sagði Freyr. Leikmenn á Norðurlöndum eru að fara að byrja tímabilið sitt og þá styttist óðum í Pepsi-deild kvenna. Það er samt einn leikmaður í hópnum sem hefur haft mikið að gera að undanförnu,. „Sara Björk er fullu með Wolfsburg og það er búið að vera mikið álag á henni. Henni líður vel í dag og það verða allir klárir í slaginn á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. Sara Björk og félagar hennar duttu naumlega út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum en eru í baráttunni um þýska meistaratitilinn. „Það er mikil eftirvænting innan hópsins fyrir Evrópumótinu og heima líka meðal almennings. Við finnum fyrir því. Það eru núna hundrað dagar í móti og við erum mjög spennt að fara til Hollands en við þurfum að passa okkur að njóta vegferðarinnar og hvers einasta verkefnis. Við erum einbeitt á það að taka einn dag í einu og reyna að bæta okkur þannig,“ sagði Freyr. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti