Freyr: Söru Björk líður vel í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2017 13:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson. Vísir/Samsett Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er statt í miðri tíu daga æfingaferð til Slóvakíu og Hollands en liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á morgun. Freyr Alexandersson er ánægður með stöðuna á hópnum. „Það hefur allt gengið mjög vel. Þetta var gott ferðalag þar sem farangur skilaði sér og flugið var þægilegt. Aðstæður hér í Slóvakíu eru allar hinar bestu, gott veður og fínt hótel,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins í viðtali við Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins í ferðinni. „Mannskapurinn er í fínu standi. Það eru allar með á æfingunni í dag og við erum full af tilhlökkun fyrir að takast á við þetta verkefni sem er framundan á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. „Við ætlum að nýta þetta verkefni vel. Við ætlum að byrja á því að setja orku í sóknarleikinn og það verður mikil áherslu lögð á það að vinna með sóknarleikinn í leiknum á móti Slóvakíu. Æfingarnar í dag og á morgun fara mestmegnis í það,“ sagði Freyr. „Svo munum við aðeins skerpa á því hvernig á að verjast skyndisóknum andstæðinganna því Slóvakía er með mjög gott skyndisóknarlið,“ sagði Freyr. „Við munum síðan leggja meiri áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn á móti Hollandi svo að þessir tíu dagar nýtist sem best fyrir Ísland,“ sagði Freyr. Leikmenn á Norðurlöndum eru að fara að byrja tímabilið sitt og þá styttist óðum í Pepsi-deild kvenna. Það er samt einn leikmaður í hópnum sem hefur haft mikið að gera að undanförnu,. „Sara Björk er fullu með Wolfsburg og það er búið að vera mikið álag á henni. Henni líður vel í dag og það verða allir klárir í slaginn á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. Sara Björk og félagar hennar duttu naumlega út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum en eru í baráttunni um þýska meistaratitilinn. „Það er mikil eftirvænting innan hópsins fyrir Evrópumótinu og heima líka meðal almennings. Við finnum fyrir því. Það eru núna hundrað dagar í móti og við erum mjög spennt að fara til Hollands en við þurfum að passa okkur að njóta vegferðarinnar og hvers einasta verkefnis. Við erum einbeitt á það að taka einn dag í einu og reyna að bæta okkur þannig,“ sagði Freyr. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er statt í miðri tíu daga æfingaferð til Slóvakíu og Hollands en liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á morgun. Freyr Alexandersson er ánægður með stöðuna á hópnum. „Það hefur allt gengið mjög vel. Þetta var gott ferðalag þar sem farangur skilaði sér og flugið var þægilegt. Aðstæður hér í Slóvakíu eru allar hinar bestu, gott veður og fínt hótel,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins í viðtali við Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins í ferðinni. „Mannskapurinn er í fínu standi. Það eru allar með á æfingunni í dag og við erum full af tilhlökkun fyrir að takast á við þetta verkefni sem er framundan á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. „Við ætlum að nýta þetta verkefni vel. Við ætlum að byrja á því að setja orku í sóknarleikinn og það verður mikil áherslu lögð á það að vinna með sóknarleikinn í leiknum á móti Slóvakíu. Æfingarnar í dag og á morgun fara mestmegnis í það,“ sagði Freyr. „Svo munum við aðeins skerpa á því hvernig á að verjast skyndisóknum andstæðinganna því Slóvakía er með mjög gott skyndisóknarlið,“ sagði Freyr. „Við munum síðan leggja meiri áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn á móti Hollandi svo að þessir tíu dagar nýtist sem best fyrir Ísland,“ sagði Freyr. Leikmenn á Norðurlöndum eru að fara að byrja tímabilið sitt og þá styttist óðum í Pepsi-deild kvenna. Það er samt einn leikmaður í hópnum sem hefur haft mikið að gera að undanförnu,. „Sara Björk er fullu með Wolfsburg og það er búið að vera mikið álag á henni. Henni líður vel í dag og það verða allir klárir í slaginn á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. Sara Björk og félagar hennar duttu naumlega út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum en eru í baráttunni um þýska meistaratitilinn. „Það er mikil eftirvænting innan hópsins fyrir Evrópumótinu og heima líka meðal almennings. Við finnum fyrir því. Það eru núna hundrað dagar í móti og við erum mjög spennt að fara til Hollands en við þurfum að passa okkur að njóta vegferðarinnar og hvers einasta verkefnis. Við erum einbeitt á það að taka einn dag í einu og reyna að bæta okkur þannig,“ sagði Freyr. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira